Feykir


Feykir - 15.05.2008, Qupperneq 4

Feykir - 15.05.2008, Qupperneq 4
4 Feykir 19/2008 Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar Gleymdust kirkjurnar? Fyrir stuttu barst mér f hendur kynningarblað um Sveitarfélagið Skagafjörð, Skagafjörður - draumastaður fjölskyldunnar. Útgefandi er Sveitafélagið Skagafjörður og ábm. Áskell Heióar Ásgeirsson. í blaði þessu, sem er hið veglegasta úr garði gert, er að finna margskonar fróðleik og upplýsingar um atvinnustarfsemi, menningu og mannlíf í Skagafirði. Blaðið sýnir, svo ekki verði um villst, fjölbreytni í atvinnulífi hér í héraði, svo og möguleika ungs fólks til framhaldsmenntunar í heimahéraði. Fjölbrauta- skólinn býður upp á margþætt námsframboð, og vöxtur Háskólans á Hólum hefur verið ævintýri líkastur síðustu árin. Heilbrigðisþjónusta er góð og margskonar lista - og menningarlíf dafnar með ágætum. Um það ber glöggt vitni nýafstaðin Sæluvika með íjölbreyttum menningarviðburðum. íbúar Skagafjarðar geta því glaðst yfir þeirri velgengni, sem hér ríkir. Hér er gott að búa. En eins saknaði ég í þessu ágæta blaði. Þótt ég leitaði með logandi ljósi, gat ég hvergi fundið eða séð neitt sem heitir um kirkjur héraðsins. Að vísu er sagt, að í Skagafirði séu 24 kirkjur og nálægt 97% íbúanna séu í Þjóðkirkjunni. Sjálf Hóladómkirkja fær tvær örstuttar línur í umfjöllun. Punktur og basta. Satt að segja hélt ég, að ekki væri hægt að gefa út kynningarblað um Skagafjörð öðruvísi en að minnst væri eitthvað á kirkjur héraðsins, svo rik og löng er hefðin, sem þar býr að baki og þáttur kirkjunnar stór í mannlífi og menningu. Skagafjörður er vissulega meðal söguríkustu héraða landsins, og oftar en ekki koma kirkjurnar þar við sögu, þótt Hóladómkirkja tróni þar að sjálfsögðu í efsta sæti. Að gefa út kynningarblað um Skagafjörð ætlað lands- mönnum öllum án þess að nokkuð sé minnst á þátt Hóladómkirkju í sögu og samtíð, finnst mér ekki nógu góð hagfræði. Raunar mætti segja eitthvað svipað um aðrar kirkjur héraðsins, sem allar eiga mikla sögu að baki. Hefði ekki mátt tileinka kirkjunum svo sem eins og einn dálk, t.d. með myndum. Hvers vegna ekki að geta um hina árlegu messu í Ábæjarkirkju í Austurdal, sem á hverju sumri dregur að fólk svo hundruðum skiptir frá öllum landshlutum. Vel hefði líka mátt minnast á Austurdalinn, þann fagra dal, þar sem ferðamennska og fljótasiglingar eru nú vaxandi atvinnugrein. Af eigin reynslu veit ég, að ekki er hægt að koma öllu til skila í einu blaði, þar verður að velja og hafna. Spurningin er um forgangsröð. Gleymdust kirkjurnar e.t.v. í þeirri röðun? Mœlifelli 4. mat 2008 Ólafur Þ. Hallgrímsson. Skagafjarðardeild SUNN Fræðsludagur um náttúru Skagafjarðar ( ÁSKORENDAPENNINN ) Ingibjörg Sigurðardóttir skrifar A "kreppan" sér jákvæðar hliöar? Skagafjörðurinn skartaði sfnu fegursta í tilefni dagsins. Þann 12. apríl sl. hélt Náttúrustofa Norðurlands vestra háb'ð honum til heiðurs. Náttúru- unnendur þyrptust f Frímúrarasalinn þar sem háb'ðin var haldin. Já,við skulum tala um hátíð, því þannig var stemningin. Það var óvænt ánægja og sérstakt gleðiefni að sjá hve margir komu og hlýddu á fjölbreytt erindi um náttúru Skagafjarðar. Fjallað var um jarðfræði svæðisins, landslag og það fjölbreytta og áhugaverða lífríki sem þar fær þrifist. Mannskepnan var þar líka til umræðu! Þetta voru fróðleg erindi og skemmtileg og mörg hver sérlega vel fram sett þannig að maður gat ekki annað en hrifist af viðfangsefninu eins og væri maður að hlusta á góða sögu. Þegar við lærum um náttúruna og kynnumst fjöl- breytileika hennar, ferlum og leyndar- dómum verður hún enn merkilegri í hugum okkar. Hún er ekki einungis falleg umgjörð í kringum okkur heldur eitthvað enn mikilfenglegra. Aukinni vitneskju fylgir aukin virðing. Fræðsludagur sem þessi erþví mikilvægur, þar sem vísindamenn segja frá og deila með öðrum þekkingu sinni. Fræðsludagurinn er einnig mikilvægur fyrir þær sakir að hann endurspeglaði almennan áhuga Skagfirðinga á um- hverfi sínu og náttúru. Skagafjarðardeild SUNN vill óska Náttúrustofu Norð- urlands vestra og öðrum sem komu að undirbúningi og framkvæmd inni- lega til hamingju með vel heppnaðan fræðsludag. Sem talsmenn náttúruverndar fer ekki hjá því að við séum ögn bjartsýnni! Á síðustu vikum hafa fjölmiðlar landsins verið fullir af nýjustu fréttum af “kreppunni” sem nú herjar á landsmenn. Við fyrstu sýn mætti ætla að allt væri á leið til verri vegar og að framtíð fyrirtækja og einstaklinga í landinu sé vægast sagt dökk. Verð á matvöru, bensíni, flutningum og flestu öðru hækkar, vextir stórhækka, fasteignasala dregst saman og bankarnir hætta að mestu útlánum. Því verður ekki neitað að þetta eru viðbrigði frá því sem verið hefur undanfarin misseri þegar þankarnir kepptust við að lána sem mest, fasteignir seldust á yfirverði, fólk gat valið úr störfum vegna skorts á vinnuafli og þorri íslendinga skellti sér á ærlegt eyðslufyllerí til að njóta góðærisins til jafns við aðra. Það kann vel að vera að það sé mikilvægt hverri meðalfjölskyldu að eiga einbýlishús, sumarbústað, stóran jeþpa, hjólhýsi, nokkra flatskjái og auðvitað að komast í 1-2 utanlandsferðir á ári. Að minnsta kosti hefur neyslumynstur landans benttil þess á undanförnum misserum. Önnur einkaneysla hefur einnig aukist jafnt og þétt og vafalaust eru mörg okkar orðin vön því að kauþa það sem okkur langar í þegar okkur langar í það því að möguleikar á að hækka yfirdráttinn og auka heimildina á vísakortinu hafa verið miklir. Margir sáu sér einnig leiká borði á sínum tíma að skuldbreyta ibúðalánunum, bæta eyðslulánunum við ogtaka eitt bankalán fyrir öllu saman. Með því móti skapaðist svigrúm til að byrja upþ á nýtt að versla út á vísakortið og yfirdráttarheimildina. Við íslendingar höfum oft haldið því á lofti að við værum vel menntuð og skynsöm. En getur það verið að við séum ekki skynsamari en svo að hafa trúað því að góðærinu myndi ekki Ijúka og koma að skuldadögunum? Spyr sá sem ekki veit. Að minnsta kosti má af umfjöllun ífjölmiðlum og í samfélaginu ætla að sú niðursveifla sem orðið hefur í efnahagslífinu komi þorra fólks í opna skjöldu, sem vissulega er skrýtið í Ijósi þess að í gegn um tíðina hafa sveiflur í efnahagslífi þjóða og á heimsvísu verið fastur liður. Það hafa ávallt skiþst á góðæri og erfiðari b'mar. Spurningin hefur því ekki verið hvort heldur hvenær og hve mikið aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst. Hvort sem okkurlíkar það betur eða verr er nú líklega komið að því að fara í “eyðsluafvötnun” eftir eyðslufyllerí síðustu missera, læra að lifa af laununum sínum og nýta betur það sem menn hafa milli handa. Margvíslegar leiðbeiningar í þá veru hafa birst á oþinberum vettvangi á síðustu vikum og rannsóknir hafa verið gerðar á sóun s.s. hversu miklu við hendum af mat og hvað við kaupum mikið af fötum sem við notum ekki. Sumar þessara leiðbeininga virðast þó í augum margra sjálfsagður hlutum svo sem að hægt sé að elda girnilega rétti í úr matarafgöngum í stað þess að henda þeim, fötum megi breyta svo þau passi og verði sem ný og að það sé í raun ódýrara að gista nokkrar nætur á hóteli í stað þess að kaupa rándýrt hjólhýsi á lánum til að gista í nokkrar næturyfirsumarið. Fyrir öðrum er þetta vafalítið ný hlið á málinu. í Ijósi alls þessa má velta því fyrir sér hvort að “krepþa” eða niðursveifla eins og ég kýs að kalla ástandið í dag, sé ekki þrátt fyriralltholl áminning í þá veru að við lærum á ný að nýta það sem við höfum og áttum okkur á því að hamingjan felst ekki eingöngu í því að geta keypt allt mögulegtsem íboði er hverju sinni. Kannski er þá kreppan ekki svo slæm eftir alltsaman og við vitum líka að á eftir niðursveiflu mun ávallt koma uppsveifla, það er bara spurning hvenær. Líklega er þá framtíðin björt þrátt fyrir allt og kreppan bara eins og hvert annað verkefni sem við þurfum að takast á við. Ég skora á Sigríði Gunnarsdóttur sóknarprest á Sauðárkróki.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.