Feykir


Feykir - 15.05.2008, Síða 8

Feykir - 15.05.2008, Síða 8
8 Feykir 19/2008 ( TÖLVUPQSTURINN ) Hulda Jónsdóttir ætlar í sumar aó standa fyrir sumarstúlkukeppni í Skagafirói. Endanlegt nafn er ekki komió á keppnina en Hulda mun á næstu dögum auglýsa eftir þátttakendum. Sjálf tók Hulda þátt í samskonar keppni í Keflavík árió 2004. Feykir sendi Huldu tölvupóst og forvitnaðist um keppnina og eins örlítió um hana sjálfa. Stelpukeppni á Krók > > Hvað er nú helst að frétta af þínum vinnustað? -Ég myndi segja að það sé allt gott að frétta þaðan.frábær vinnustaður, rosalega góður mórall, og mikil spenna að fara flytja í annað húsnæði sem verðurvonandi núna í haust. En þér sjálfri? -Það er allt mjög gott af mér að frétta, er nýflutt frá Keflavík ásamt dóttur minni Rebekku Ýr og erum við að venjast lífinu hér á þessum rólega og yfirvegaða stað. Er mjög sátt við að hafa flutt hingað og ætla mér ekki að flytja suður aftur. Þú vinnur á bílaverkstæði KS hvað kemur til að stelpa er í því starfi? -Ég hef áhuga á bílum og því sem þeim við kemur. Þetta er fjölbreytt og skemmtileg vinna auk þess sem ég var að vinna í þessum geira fyrir sunnan. Byrjaði í Bílanaust þar sem ég var að selja varahluti í bíla. Þar lærði ég inn á varahlutina og hvað hver hlutur gerði. Frá Bílanaust lá leið mín í "BOasprautun Magga Jóns" og þaðan fór ég til íslenskra aðalverktaka þar sem ég vann á payloader upp í Stapafjalli við að moka á vörubOa. Þar slasaði ég mig reyndar á baki og var frá vinnu í þijá mánuði. Eftir að hafa jafnað mig fór ég að vinna á verkstæði sem heitir "Snar og Snöggur" og nú er ég hingað komin á Sauðárkrók og vinn á BOaverkstæði KS. Vinnur þú sömu störf og strákarnir eða ertu bara að þrífa? -Ég vinn sömu störf og strákarnir en auðvitað er sumt sem ég er kannski ekki alveg með á hreinu. Þá kalla ég bara á einhvem sem er reyndari en ég enda er eins gott að hafa hlutina á hreinu þegar maður skilar af sér bO. Þú ætlar að standa fyrir keppni í haust hvers lagst keppni er það? -Þettaverðursvokölluðstelpukeppni. Ég á reyndar eftir að finna á hana nafn og er að vonast til að fá til þess hjálp frá almenningu í gegnum netkosningu. Ég reikna með að taka 8-10 stelpur inn í keppnina sem síðan verða myndaðar í fötum frá Tískuhúsinu auk þess sem Capello mun sjá um hárgreiðslu. Stelpurnar verða síðan kynntar ein á viku í Feyki. Lokakvöldið verður síðan í október en það verður haldið á Mælifelli. Þá verður hægt að kjósa um vinsælustu NET-stúlkuna og mun verða tilkynnt á lokakvöldinu hver hreppir þann titil. Hver stelpa fer aðeins einu sinni í myndatöku svo að það er svo sem enginn svakalegurtími sem mun fara f þetta allt saman nema þá bara þegar það styttist í lokakvöld. Þá verður stelpunum kennt að ganga rétt auk þess sem farið verður með þeim yfir sjálft lokakvöldið. Stelpumar fá að æfa í Þreksporti auk þess sem Árni Stef ætlar að kenna þeim æfingar við hæfi. Á keppnin sér einhverja fyrirmynd eða er hugmyndin algjörlega þfn? -Hún á sér fyrirmynd í keppni sem haldin er fyrir sunnan og er kölluð Q-men stúlkan. Hvernig datt þér i hug að skella þér út í svona starfsemi? -Ég held að þetta vekji upp jákvæðar.spennandi og skemmtilegar pælingar hjá fólki í sumarsem mun síðan fylgjast með keppendum til loka. Þú tókst sjálf þátt 1 svona keppni ekki satt? -Jú ég tók þátt í keppnini Q-men stúlkan árið 2004. Ég bara verð að segja að lokakvöldið var meiriháttar og undirbúningurinn fyrir keppnina sjálfa var fyndinn og skemmtilegur. Égskráði migreyndar ekki sjálf í keppnina. Það var hringt í mig og mér sagt að ég hefði verið skráð af vini. Ég kom af fjöllum en síðan vaknaði einhver spenningur innra með mér og ég ákvað að slá til og sé svo sannarlega ekki eftir því. Þama kynntist ég frábærum stelpum og þetta var æðisleg reynsla. Af hvernig stelpum ertu að leita? -Égvil hressarogjákvæðar stelpur sem eru til í að taka þátt í þessu og hafa gaman. Verður einhver sérstakur undirbúningur undir stóra kvöldið eða mæta stelpurnar bara og keppa? -Já það verður smá undirbúningurfyrir kvöldið stelpurnar þurfa að æfa fyrir kvöldið göngu og framkomu. Þær munu fara í förðun hjá Giggu og greiðslu hjá Capello. Á lokakvöldinu sjálfu mun 5 manna dómnefnd velja 1., 2. og 3ja sætið sem hljóta auk Netstúlkunar stórglæsilega vinninga sem verða meðal annars frá Lyfju, Lancome, Skagfirðingarbúð, Cap-ello og fleiri fyrirtækjum sem kynnt verða síðar. Hvert geta áhugasamar stelpur snúið sér til þess að fá frekari upplýsingar? -Þeir sem vilja taka þátt eða benda á stelpur geta sent mér tölvupóst á hulda82@simnet. is eða bara hringt í mig í síma 663 2030. Þurfa þær að vera hávaxnar eða skiptir það ekki máli í þessari keppni? -Þetta er ekki fegurðarsamkeppni þannig að ég tek þær ekki inn eftir hæð. Það hefur hver stúlka sinn þokka og því er bara um að gera að prófa að hafa samband. Eitthvað að lokum? -Já endilega stelpur ég skora á ykkur að prófa. Þetta verður skemmtileg reynsla sem gleymist seint. Þá vona ég einnig að fólk muni almennt hafa gaman af þessari keppni. > > > Föt sem framlag Á dögunum afhentu nemendur á félags- fræðibraut í FNV, Rauða krossinum flfkur sem þeir prjónuðu og ætluðu í verkefnið Föt sem framlag, sem Rauði krossinn vinnur að. -Hugmyndin kviknaði í vetur þegar við fengum heimsókn frá Gambíu. Það komu tveir menn sem sögðu frá sínum heimaslóðum og fræddu okkur um ástandið þar. Sumardaginn fyrsta var FNV dagurinn haldinn í skólanum og þá vorum við sextán krakkar á félagsfræðibraut með verkefni tengd Gambíu. Við prjónuðum flík- ur, húfur og trefla, útbjuggum bæklinga og veggspjöld sem tengdust verkefninu og voru notuð á FNV deginum. Og núna erum við að afhenda prjónelsið, sögðu krakkarnir þegar fulltrúar frá Rauða krossinum tóku við gjöfmni ogþökkuðu fyrir gott framlag. Nokkrar konur hafa komið reglulega saman í vetur í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkróki og prjónað föt fyrir verkefnið Föt sem framlag. Yfir 90 pakkar farnir Fötin fara til neyðar og þróunaraðstoðar erlendis ogkomaaðgóðumnotum fyrir þá sem minnst mega sín. Yfir níutíu pakkar eru farnir frá prjónakonunum en sem dæmi er í einum pakka ætlaður kornabörnum: tvær peysur./treyjur, tvær nærskyrtur, og nærbuxur eða samfellur, fjórar taubleyjur, einar buxur, tvenn pör af sokkum, ein húfa, eitt teppi og eitt handklæði. Konurnar ætla að prjóna út maí en fara eftir það í sumarfrí. I haust verður svo byrjað aftur og allir hvattir til að koma og vera með í skemmtilegum félagsskap. Konurnar vildu koma því á framfæri að þeir sem vildu koma einhverju í söfnunina skulu koma með það f Rauðakrosshúsið en ekki setja það í söfnunar- gáminn. Það sem sett er í hann fer í önnur verkefni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.