Feykir - 22.05.2008, Blaðsíða 4
4 Feykir 20/2008
Þiónustuauglýsingar
Pionustuauc
■iii iii
■IHIJII
Bólstrun
Gunnars
Leifssonar
Lækjargötu 3 530 Hvammstanga
Sími: 451 2367 / 865 2103 Netfang: gl@simnet.is
Plöntusala
kl. 10-18 alladaga
Laugarmýri
© 453 8036
sérsmIði á eldhúsum,
SKÁPUM, INNIHURDUM,
0G ÖÐRUM SÉRHÖNNUÐUM
INNRÉTTINGUM
TRESMIÐJAN
CCK©
BORGARMÝR11 550 SAUÐÁRKRÓKI SlMI 453 5170 tborg@tborg.is
ÞJONU5TUAUGLYSING I FEYKI
MARG BORGAR5IG!
Hafðu samband > 455 7171
Löngumýri
c
I
Sýning á út-
saumsverkum
Nú stendur yfir
á Löngumýri
sýning á
útsaums-
verkum
Guðlaugar
Egilsdóttur frá
Álfgeirsvöllum.
Guðlaug fæddist að
Hvammkoti á Skaga
23. júlí 1920, dóttir
hjónanna Ingibjargar
Björnsdóttir og Egils
Gottskálkssonar
sem síðar bjuggu að
Miðgrund í Blöndu-
hlíð. Hún ólst upp á
Bakka, næsta bæ við
Löngumýri, hjá afa
sínum og ömmu til átta
ára aldurs. Guðlaug
bjó með manni sínum
Marinó Sigurðssyni
á Álfgeirsvöllum í
Skagafirði frá 1944 -
2006 er þau flutti til
Sauðárkróks.
Myndirnar eru
tlestar saumaðar
á hennar síðari
búskaparárum og má
sjá að lausar stundir frá
bústörfum hafa verið
velnýttar.Ásýningunni
eru 13 myndir sem er
aðeins hluti af þeim
myndum sem Guðlaug
hefur saumað. Það
var jóhann Guð-
mundssonar í Stapa
sem áttu frumkvæðið
að þvi að sýningin var
sett upp og vann að
uppsetningu hennar.
í gestabók sýning-
arinnar er eftirfarandi
vísa eftir Jóhann.
Hérmálíta
verkin vönd
víða sjást þess tnerki
að saman tengist
huguroghönd
í hreinu listaverki.
Guðlaug var í síðasta
nemendahópi Ingi-
bjargar Jóhannsdóttur
á Staðarfelli í Dölum
en Ingibjörg flutti frá
Staðarfelli vorið 1944
og stofnaði síðan
húsmæðraskólann
á Löngumýri. Á
milli Ingibjargar og
Guðlaugar ríkti ávallt
mikil vinátta enda
stutt á milli bæja. Því
er vel við hæfi að velja
sýningunni stað þar.
Sýningin stendur
yfir í maí og júní
og er símanúmer á
Löngumýri 453 8116
ef óskað er eftir að
koma á sérstökum
tíma.
Bjarni Jónsson skrifar
tc
c
Á0
§
•D
Stjórnvöld efli
íbúðalánasjóð
IEnn á ný eru uppi hugmyndir
um að ráðst gegn starfsemi
íbúðalánasjóðs. Rætt er af
hálfu stjórnvalda að skilja
að almenn lán og félagsleg lán
íbúðalánasjóðs.
Slík aðgerð veikir Ibúðalánasjóð
til muna og grefur undan þeim
sameiginlega og félagslega grunni
sem sjóðurinn byggir á fyrir hönd
allra landsmanna. íbúðalánasjóður
er ekki síst mikilvægur þeim hluta
þjóðarinnar sem lifir og starfar
í dreifbýli og því mun veikari
íbúðalánasjóður koma sérlega illa
við landsbyggðina.
Óábyrg útrás bankanna inn á
húsnæðismarkað landsmanna á
sinn þátt í þeim efnahagsvanda
sem þjóðin stendur nú frammi
fyrir. íbúðalánasjóður er einn af
hornsteinum velferðarkerfisins
og landsmenn verða að geta
treyst því að húseignir þeirra og
heimili verði ekki duttlungum
og ásælni fjármagnsafla að bráð.
Það er með öllu ólíðandi ef
ríkisstjórnin ætlar nú að rétta af
óráðsíðu viðskiptabankanna á
undanförnum árum með því að
veikja íbúðalánasjóð. Réttast væri
að viðskiptabankarnir drægju
kæru sína til ESA til baka og bættu
þannig fyrir þann skaða sem þeir
hafa þegar valdið almenningi í
landinu með brölti sínu. Gera á
þá kröfu til stjórnvalda að þau
verjist ásælni fjármagnsafla
inn í félagslegar grunnstoðir
samfélagsins með styrkari hætti.
Stjórnvöld þurfa þegar í stað
að eyða allri óvissu varðandi
áframhaldandi starfsemi og
hlutverk íbúðalánasjóðs. Það
er beinlínis skaðlegt fyrir
almenning að misvísandi
skilaboð og ólíkar yfirlýsingar
ráðherra ríkisstjórnarinnar setji
framtíð íbúðalánasjóðs í óvissu,
og nauðsynlegt að skýrum
skilaboðum um framtíð sjóðsins sé
komið á framfæri. Nauðsynlegt er
að efla íbúðalánasjóð til framtíðar,
landsmönnum til heilla, í stað
þess að láta undan linnulausum
kröfum afla sem eru sinnulítil
um hagsmuni íbúa hinna dreifðu
byggða.
Bjarni Jónsson
Sveitarstjórnarfulltrúi VG
( ÁSKORENDAPENNINN )
Björnjóhann Björnsson skrifar
Feykir, sverð
og skjöldur
Sjaldan hefur maður
verið skoraður á hólm,
líklega ekki síðan
á bernskuárunum á
Króknum er við félagarnir
á Hólaveginum börðumst
við nágranna okkar
í næstu götum, með
heimatilbúið trésverð og
-skjöld að vopni. Með
penna í hendi er það sönn
ánægja og heiður að taka
áskorun Feykis og berja
saman eins og einn pistil,
og skora um leið á annan
burtfluttan Skagfirðing,
Ingi V. Jónasson í Skövde
í Svíþjóð til að taka við
keflinu.
Ég ætla að nota þetta
tækifæri og leyfa mér að
vera svolítið sjálfhverfur, þó
að fátt fari meira ítaugarnar
á manni en sjálfhverfir
fjölmiðlamenn. Feykir á
nefnilega stóran sess í
hjarta mínu. Þar byrjaði
ferillinn í blaðamennskunni
fyrir rúmum 20 árum, innan
um hugsuði og húmorista
sem sumir hverjir eru farnir
yfir móðuna miklu, menn
eins ogJón Gauti Jónsson
ritstjóri, Haukur Hafstað í
Vík, er þá var blaðamaður á
Feyki, Stebbi Árna í Sást og
Erling Pétursson kaupmaður,
sem var reglulegur gestur
á sameiginlegri kaffistofu
Feykis og Sást í Aðalgötu 2,
gamla Barnaskólahúsinu.
Þarna var rætt um pólitíkina,
slúðrað um náungann, sagðar
gamansögur og hugmyndir
kviknuðu jafnvel að efni sem
rataði á síður blaðsins. Þetta
voru skemmtilegir tímar og
reyndust gott veganesti í
blaðamennskunni.
Aldrei er nógu
oft hamrað á mikilvægi
fjölmiðla á borð við Feyki,
og þar sem ritstjórn blaðsins
er skiljanlega feimin að
skrifa mikið um eigið ágæti
og mikilvægi, leyfi ég mér
að taka af henni mesta
ómakið! Með tilkomu
netsins, frfblaða og stórauknu
framboði frétta, svo ekki sé
nú talað um allt bloggið,
hafa héraðsfréttablöð og
áskriftarblöð átt undir
högg að sækja. En hinir
"stóru" fjölmiðlar sinna
landsbyggðinni með
takmörkuðum hætti og
þar liggur helsta tækifæri
héraðsfréttablaðanna. Fólk
vill fréttir og umfjöllun um
sitt nánasta umhverfi, og
einnig er nauðsynlegt að
hafa umræðuvettvang fyrir
helstu málefni samfélagsins
hverju sinni. Þessu hlutverki
hefur Feykir gegnt vikulega
fyrir Norðurland vestra allt
frá árinu 1982. Hlutverkið
er í senn krefjandi og
skemmtilegt og vonandi
nær blaðið að dafna sem
allra lengst. Það er í góðum
höndum í dag undir stjórn
Guðnýjar ritstjóra, og
ánægjulegt að Palli Friðriks,
minn gamli bekkjarbróðir
og leikfélagi, sé kominn
með penna að vopni. En
það er ekki síður mikilvægt
að fólkið á svæðinu, sem
og burtfluttir Skagfirðingar
og Húnvetningar, leggi
blaðinu til ábendingar, efni
ogstuðning. Biað eins og
Feykir á ekki aðeins að vera
fréttamiðill, heldur einnig
bæði vopn og vörn fyrir sitt
samfélag- heimatilbúið
sverð og skjöldur.
Björn Jóhann skorar á Inga
V. Jónasson í Svíþjóð.