Feykir


Feykir - 22.05.2008, Blaðsíða 6

Feykir - 22.05.2008, Blaðsíða 6
6 Feyklr 20/2008 K YHNIHO 00 F0K8A0A !■■■■■ / Vellunnin í HnfissctrU) ú llliintluósi Blönduós___________ Nýr staifsmaður Hafísseturs Haffssetrió er að hefja sitt þriðja starfsár nú f sumar og er verið að vinna í þvf að efla starfið og markaðssetja það frekar. Nýr starfsmaður hefur verió ráðinn og hans fyrsta verk er að undirbúa ráðstefnu í tilefni opnunar setursins. Feykir forvitnaðist um forstöðumanninn og starfsemina framundan. „Ég heiti Katharina Angela Schneider og er frá Þýskalandi. Ég kom til íslands í fyrra og byrjaði að vinna á bókasafninu en er núna að taka við Hafíssetrinu. Ég er reyndar ennþá að vinna á bókasafninu og verð það eitthvað áfram,“ segir nýi forstöðumaðurinn á lýta- lausri íslensku og blaðamað- ur undrast hversu vel hún hefur náð íslenskunni. „Ég var í sveit á Guðlaugs- stöðum árið '99 - 2000 og er búin að vera hér af og til síðan.“ Ástin hefur greinilega blómstrað í sveitinni því Katharina krækti í bónda- soninn á bænum. Hann heitir Guðmundur Halldór Sigurðarson og er núna á fullu í sauðburði, „hann sér um lömbin en ég um ísbjörninn." En hefur hann fylgt þér á skólagöngu þinni um heiminn? „Nei, hann var alltaf á íslandi í búskapnum og svo vann hann sem rafvirkiíReykjavík. Enhann kom í heimsókn til Þýska- lands og ég kom reglulega í heimsókn til íslands og þetta gekk ágætlega.“ Katharina er menntuð sem sagnfræðingur og bók- menntafræðingur og stund- aði nám í háskólum í Freiburg, Oxford og á íslandi. Núna á hún lögheimili á Eiðsstöðum í Blöndudal en sækir vinnu á Blönduósi. „Það leggst mjög vel í mig að taka við Hafíssetrinu. Þetta er mjög spennandi og gott tækifæri fyrir mig að spreyta mig á þessu. Mér finnst þetta áhugavert setur og krefjandi að efla það og markaðs- setja.“ Ráðstefna undirbúin „I tilefni opnunar Hafíssetursins núna stöndum við fyrir ráðstefnu sem ber heitið -Norðurslóðir, náttúra og mannlíf,- og fer fram 31. maí. Þarna verða margir áhugaverðir fyrirlestrar um hafísrannsóknir, loftslags- breytingar, sjóleiðina norður til Kína og fleira. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir svo frá ferð sem hann fór, á rannsóknarskipinu Explorer til Austur Græn- lands árið 2006, í nýrri heimildarmynd eftir Svein M. Sveinsson sem við munum frumsýna. Svo í lokin opnar Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri á Blönduósi Hafíssetrið form- lega þetta árið“. Björninn unninn Hafíssetrið er staðsett í Hildebrandshúsinu sem er eitt af elstu húsum landsins. Þar innan dyra skartar setrið m.a. uppstoppuðum ísbirni sem setur sterkan svip á sýninguna. -,,Já, það er smá saga af því hvernig hann kom hingað. Þannig var að Jóna Fanney, fyrrverandi bæjarstjóri, sat f kaffi heima hjá sér með bæjarstjóra Seltjarnarness og voru þau að spjalla um daginn og veginn. Spurði hún svona í hálfkæringi hvort hann vissi nokkuð um ísbjörn sem gæti verið á sýningunni. Hann gat nú ekki svarað því þá en nokkrum dögum seinna fékk Jóna tölvupóst frá bæjarstjóranum og skilaboðin voru einföld, -Björninn er unninn-. Það var gerður samningur við eigandann og björninn fær að standa á setrinu meðan það er opið.“ Á setrinu eru gömlu veðurmælingatækin sem Grímur Gíslason notaði þegar hann tók veðrið fyrir Veðurstofuna á árum áður. -„Veðurstofan ánafnaði Blönduósbæ mælitækin og við ætlum að gefa fólki kost á því að sjá hvernig tækin virka,“ segir Katharina að lokum full tilhlökkunar til sumarsins og spennandi verkefna. Arsenal aðdáendur__ Kynslóðir saman á leik /; s#* ■ mt Við sögðum frá því í vetur að Jónas Svavarsson forseti Kiwaniskiúbbs Sauðárkróks hefði orðið sextugur í febrúar s.l. í afmælisgjöf frá fjölskyldunni fékk hann ferð á leik Arsenal - Reading í London 19. apríl. Með Jónasi í för voru tengdasynir hans þrír, þeir Gísli Sigurðsson, Ólafur Rafn Ólafsson, og Rúnar Rúnarsson. Og til að bæta hópinn fóru þeir líka, Fannar Freyr sonur Gísla og tengdapabbi Svavars, Haraldur Hermannsson frá Mói, 85 ára. -Mér bauðst að fara með, það var ekki hægt að neita því, þetta var hin ágætasta ferð, segir Haraldur. Aðspurður um upplifun hans á leiknum svarar Haraldur. - Hann var afspyrnu illa leikinn af mótherjunum þ.e. Reading. Leikurinn fór 3-0 fyrir Arsenal. Þarna var geysilega mikið mannhaf, alveg gígantískt, öðruvísi en maður á að venjast hérna á Króknum. Fylgist þú mikið með enska boltanum? -Jú, ég geri það svona nokkuð en Arsenal er ekkert endilega liðið mitt. Á svo sem ekkert uppáhalds lið en ég fylgist með íslendingunum, þegar Eiður var í Englandi og svo Hermann Hreiðars náttúrulega. En hvað er verið að fást við fyrir utan boltann? -Ég er í varpinu núna út í Fljótum. Þarf reyndar að koma hingað upp á Krók í sjúkraþjálfun.nuddogeinhverja helvítis vitleysu. Maður er víst að eldast. En maður reynir að hoppa þangað til maður stingst ofan í gröfina. En ég er á leiðinni núna út í Fljót, segir Haraldur að lokum og er greinilega ekki af baki dottinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.