Feykir


Feykir - 22.05.2008, Blaðsíða 2

Feykir - 22.05.2008, Blaðsíða 2
2 Feykir 20/2008 Fornleifarannsóknir í Skagafirði Sauðárkrókur Blönduós 3,8 milljónir í styrk Stjórn fornleifasjóós hefur nýverió lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2008. Fjárveitingar til sjóðsins í ár voru 25 milljónir króna og bárust alls 38 umsóknir að fjárhæð tæplega 74 milljónir króna. Að þessu sinni hlutu þrjú Skagfirsk verkefni styrk úr sjóðnum að upphæð 3,8 milljónir króna. Guðný Zoega íyrir hönd Byggðasafns Skagfirðinga hlaut 800 þúsund króna styrk til framhalds fornleifa- rannsókna á kirkjum í Skagafirði. Einnig fékk Hólarannsóknin og Ragn- heiður Traustadóttir eina milljón króna fyrir rann- sóknina Jarðfundnir gripir frá Hólum í Hjaltadal 2002-2007 og Háskólinn á Hólum, Ragnheiður Traustadóttir tvær milljónir í styrk fyrir rannsókn á Kolkuóshöfn í Skagafirði. Leiðari Húrrajyrir Halldóru Jónsdóttur Halldóra Jónsdóttir, 24 óra stúlka með Downs syndrom segirfró lífsgildum sínum grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Gagnrýnir Halldóra þar þci umræðu sem verið hefur umfósturskimun og að eyða berifóstrum með Down syndrom. Lestur þessarar greinar hafði mikil óhrif ó mig ekki sist að í Ijósiþess að ó menntaskólaórunum vann ég bæði á Sólborg sálugu á Akureyri svo og skammtímavistun fyrirfótluð börn. Ein góð vinkona mín, fædd með Downs syndrom og alvarlegan hjartagalla lést 12 ára gömul, ekki löngu fyrir andlát hennar vorum við að ræða saman um lífið og tilveruna. Hún sagði mér að hún ættiþá ósk heitasta að losna við hjartamein sitt svo hún þyrfti ekki að deyja. -Ég veit að ég verð aldrei fullorðin en ég vildi óska að ég gæti orðiðfullorðin, tekið bílprófog eignast kærasta, ég vildi að ég væri eins og þú, sagði hún. Þessi vinkona mín var læs og skrifandi og eldklár miðað við sína fótlun. Hún var alltafjákvæð og lífsglöð og það var ekki hægt annað en líða vel í návist hennar. Fleiri einstaklingum með Downs syndrom kynntist ég og einum vini mínumfylgdi ég í hansfyrstu sporum út á vinnumarkaðinn. Ég veit ekki hvort okkar var stoltara þegar hann fékk sinnfyrsta launaseðil. Hann spjarar sig bara nokkuð vel i dag. Mín skoðun er sú að með því að taka þá ákvörðun að verða ófrísk taki hjón þá ákvörðun að þau séu reiðubúin að verðaforeldrar. Börnin okkar geta orðiðfyrir slysum eða veikindum á lífsleiðinni og við erum aldrei “trygg” með “heilbrigði”þeirra. Efleyfa á þessa skimun með það fyrir augum að eyða þeimfóstrum sem ekki standast kröfurforeldra þarfþá ekki um leið að koma upp skilalúgum fyrir veik böm?Mig langar því að taka undir orð Halldóru og gera þau að mínum lokaorðum. -Hver getur sagtþað að við með Downs heilkennið séum minna virði en einhver annar. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgdarmaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is © 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Ingimar Hólm, Raggi Skíöi, Jónas Svavars og Hermann Agnars raða í ráðstefnumöppur. Umdæmisþing Kiwanis Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki skipuleggur nú umdæmisþing Kiwanis fyrir ísland og Færeyjar sem haldið verður 30. maí - 1. júni. „Umdæmisþingið er haldið einu sinni á ári, oftast á Reykjavíkursvæðinu en reynt er að koma því út á land af og til,“ segir Ingimar Hólm formaður þingnefndar. „Þetta er það stórt í sniðum og vandamálið er að finna gistingu fyrir alla. Það verður gist út um allan fjörð, Varmahlíð, Steinsstöðum, Löngumýri og á Króknum.“ Þingið sjálft verður haldið í Bóknámshúsinu á laugar- deginum og lokahófið um kvöldið í íþróttahúsinu. „Á föstudeginum verður fræðslu- fundur í Bóknámshúsinu og um kvöldið höldum við upp á 30áraafmæliKiwanisklúbbsins Drangeyjar í Reiðhöllinni Svaðastöðum,“ segir Ingimar að lokum og væntir þess að eiga góða helgi um mánaðarmótin. Húnaþing vestra Selaskoðun og æðarvarp Nú þegar vorið er komið og grundirnar gróa og varp fugla er í hámarki þarf að gæta þess að styggja ekki vængjaða gesti okkar að óþörfu. Selaskoðunarstaðurinn við Illugastaði á Vatnsnesi er lokaður frá 1. maí til 20. júní, meðan á varptíma stendur. Þetta er gert þar sem æðarvarpið er friðlýst. Bent er á selaskoðunarstaði við Svalbarð og á Ósum. Á Ósum liggur gönguleið frá farfuglaheimilinu að strönd- Skagafjörður Nýtt merki Grunn- skólans austan Vatna Á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar s.l. mánudag voru lagðarframtværtillögur að merki Grunnskólans austan Vatna. Tillaga A hefur Þórðar- höfðann sem meginstef og þrjá stuðla sem vísa til skólanna. Tillaga B er með þrjár öldur sem merkja skólana og ör sem vísar til norðurs og afmarkar öldurnar austan megin til að staðsetja skólann austan Vatna. í kosningu meðal nemenda hlaut tillaga A 2/3 atkvæða. Meðal starfsmanna hlaut tillaga B 12 atkvæði en tillaga A 11 atkvæði. í valnefnd um merki skólans hlaut tillaga B 5 atkvæði en tillaga A 4 atkvæði. Fræðslu- nefnd samþykkir tillögu valnefndar. 44Grunnskólinn •/t/i/LaustanVatna Vökulögín 2008 Nú fer hver að verða sfðastur að senda inn lög í keppnina Vökulögin 2008 sem fram fer á Blönduósi á flölskyldu- og menningarhátíðinni Húnavöku á Blönduósi 11.-13. júí. Lögunum skal skila á geisladiski ásamt texta fyrir 23. maí til Menningarmálanefndar Blönduósbæjar, Hnjúka- byggð 33, 540 Blönduósi, merkt „Vökulögin 2008”. Upplýsingar um höfundana þurfa að fylgja með í lokuðu umslagi. Sjö lög verða valin í úrslitakeppnina og fá eigendur laganna sjötíuþúsund krónur til að búa það til opinbers flutnings. Kvenfélag Sauðárkr. Komufær- andi hendi Félags- og tómstunda- nefnd Skagafjarðar óskaði f vetur eftir þvf við Byggðarráð Skagafjarðar að keypt yrðu þrjú hjartastuðtæki í sundlaugar og fþróttamannvirki í eigu sveitarfélagsins. Nú hefur Kvenfélag Sauðárkróks af höfðings- skap, gefið tvö tæki til íþróttamannvirkjanna á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að keypt verði eitt tæki til viðbótar fyrir íþróttamiðstöðina í Varmahlíð. Húnavatnssýslur Lestrar- greining Umsjónarmenn sér- kennslu grunnskólanna í Húnavatnssýslum og sérkennari Grunnskólans á Borðeyri eru um þessar mundir að læra að nota nýtt greiningartæki í lestri. Greiningartækið heitir LOGOS og er eftir Torleiv Hoien einn þekktasta og virtasta sérffæðing á þessu sviði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.