Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 1
Borgarröst 5, Sauðárkrókur
Sími 453 6760 / 698 4342 Fax: 453 6761
Netfang: malverk550@simnet.is
ísbjörn gekk á land við Hraun
Tugmilljóna
tilraun
ísbjörn gekk á land við Hraun á Skaga á
mánudagsmorguninn og endaði líf sitt
í fjörunni einum og hálfum sólarhring
síðar. í millitíðinni fór fram heilmikil
björgunaraðgerð sem í tóku þátt
starfsmenn ráðuneytis, tveggja stofnana,
þriggja lögregluembætta, flugfélags,
dýralæknar og björgunarsveitarmenn.
Feykir fékk þá Stefán Vagn Stefánsson og
Þorstein Sæmundsson til þess að fara yfir
atburðarrásina 16.-17. júní sl. söguna og
fleira á miðopnu.
sjá bls. 6-7
Menningarhús við Árskóla
Bygginganefnd skipuð
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt með tveimur
atkvæðum að skipuð verði bygginganefnd Árskóla og
menningarhúss. Mun nefndin eiga að hafa umsjón með
undirbúningi, hönnun og framkvæmd verksins. Einnig á
nefndin að skoða leiðir til fjármögnunar verksins.
Nefndina skipa þeir Gunnar
Bragi Sveinsson formaður
byggðarráðs, Óskar Björnsson
skólastjóri Árskóla og Unnar
Ingvarsson forstöðumaður
Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Starfsmenn með nefndinni
verðaGuðmundurGuðlaugsson
sveitarstjóri, Jón Örn Berndsen
sviðsstjóri Umhverfis- og
tæknisviðs og Áskell Heiðar
Ásgeirsson sviðssþ'óri Markaðs-
og þróunarsviðs.
Páll Dagbjartsson óskaði
bókað að fulltrúar D-lista hefðu
þegar hafnað þessari hugmynd
meirihlutans og á þeirri
forsendu hafni þeir að taka þátt í
skipun bygginganefndarinnar. í
bókun Páls segir. -Við minnum
á að í fullu gildi er samkomulag
milli menntamálaráðuneytisins
og sveitarstjórna beggja sveitar-
félaganna í Skagafirði dags. 28.
mai 2005. Þar segir m.a. „Það er
yfirlýstur vilji sveitarfélaganna
og menntamálaráðuneytisins
að menningarhús í Skagafirði
verði tvíþætt og felist í
fyrsta lagi, í uppbyggingu
og endurbótum á Miðgarði
og í öðru lagi, í viðbyggingu
og endurbótum á Safnahúsi
Skagfirðinga á Sauðárkróki."
Þetta samkomulag var sam-
þykkt samhljóða í báðum
sveitarstjómunum m.a. af odd-
vitum núverandi meirihluta,
sem þá voru í minnihluta.
Þá ítrekaði Bjarni Jónsson
fyrribókun sínaummálið. Bj arni
telur að áformin séu óraunsæ
og endurspegli ekki íjárhagslega
stöðu sveitarfélagsins eða að
tillit sé tekið til fjárþarfar brýnni
verkefna eins og viðbyggingar
við Árskóla, leikskóla á Sauðár-
króki, íþróttahús á Hofsósi
og framkvæmdir við bætta
sundaðstöðu á Sauðárkróki.
Athygli hefur vakið að
engar formlegar mótbárur
hafa borist til sveitarstjórnar
frá íþróttahreyfingunni en
samkvæmt áreiðanlegum
heimildum blaðsins er verð-
miðinn fyrir íþróttasvæðið eitt
stykki fótboltahús.
Norðvesturnefndin
Vonbrigði í Húna-
þingi vestra
Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir vonbrigðum
sfnum með tillögur Norðvesturnefndarinnar sem
byggðarráð telur innibera afskaplega litlar breytingar
til styrkingar atvinnulífs í Húnaþingi vestra.
Skýrslan hefur enn ekki verið kynnt sveitarstjórnarmönn-
um og því verður fréttaskýring að bíða enn.
Blönduós
Smábæjarleikar um helgina
Um helgina verður mikið um
að vera á Blönduósi þegar
hinir árlegu Smábæjarleikar
verða haldnir. Keppendur
smærri bæjarfélaga vfða að
af landinu mæta með góða
skapið og leika knatt-
spyrnu.
Um það bil 85 eru skráð til
þátttöku og fylgja þeim sjö til
átta hundruð keppendur. Mikil
undirbúningsvinna heíúr verið
í gangi síðustu daga og að sögn
Völu Gísladóttur hjá Hvöt
hefúr hreinlega allt verið á
fullu. - Um helgina fjölgar
fólkinu í bænum um 2500
manns í það minnsta með
keppendum, fjölskyldum
þeirra og fararstjórum.
CANON EOS400D
stafræn myndavcl
meó EF-S 18-55mm linsu
ákr. 72.900.-
—JCTenflifl ehj>|—
TÖLVUUtlLI) I L N 1.1 l S
lk)H<AHIIOI .’/ sAUUAHkH*>KI • |v, /-hio
rK \i'
ir
VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM!
Daglegar ræstingar og
reglubundið viðhald á bóni
í fyrirtækjum og stofnunum
l
Hringdu núna eða sendu tölvupóst
Sími: 848 7007 * Netfang: siffoC^hive.is
Bílaviðgerðir