Feykir


Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 9

Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 9
24/2008 Feykir 9 Hestaumfjöllun Feykis Úrtaka fyrir Landsmót Úrtaka hestamanna- félaganna Þyts og Neista í Húnavatnssýslum fyrir Landsmót 2008 fór fram 7. júní s.l. á Kirkjuhvammsvelli við Hvammstanga. Úrslit urðu eftirfarandi: Hestamannafélagið Þytur A- FLOKKUR 1. Johnny frá Hala og Svavar Örn Hreiðarsson eink. 8,52 2. Eldurfrá Sauðadalsá og Fanney Dögg Indriðadóttir eink. 8,41 B-FLOKKUR 1. Skáti frá Skáney og ísólfur Líndal Þórisson eink. 8,49 2. Akkurfrá Brautarholti og Tryggvi Björnsson eink. 8,46 UNGMENNAFLOKKUR 1. Helga Una Björnsdóttir og Gammurfrá Steinnesi eink. 8,19 2. Helga Rós Níelsdóttir og Villimey frá Snjallsteinshöfða 1 eink. 7,88 UNGLINGAFLOKKUR 1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Landerfrá Bergsstöðum eink. 8,13 2. Aðalheiður Einarsdóttir og Moli frá Reykjum eink. 7,97 BARNAFLOKKUR 1. Róbert Arnar Sigurðsson og Kjarnorka frá Fremri-Fitjum eink. 7,44 Hestamannafélagið Neisti A - FLOKKUR: Birta frá Flögu 6v. /knapi Helga Una / einkunn 8,18 Fregn frá Gýgjarhóli 7v. / knapi:Ólafur Magnússon/ einkunn 7,86 B - FLOKKUR: Gáski frá Sveinsstöðum 10v/ knapi:Ólafur Magnússon/ einkunn 8,49 Gola frá Leysingjastöðum 8v/ knapi:Þórir ísólfsson / einkunn 8,19 UNGMENNAFLOKKUR: Snótfrá Sveinsstöðum 6v/ knapi:Anna F. Jonasson / einkunn 7,86 UNGLINGAFLOKKUR: Móheiður frá Helguhvammi II 8v / knapi: Elín Hulda Harðardóttir / einkunn 8,05 Kládíus frá Kollaleiru 7v / knapi: Harpa Birgisdóttir / einkunn 8,04 BARNAFLOKKUR: Þróttur frá Húsavík 12v / knapi: Aron Orri Tryggvason / meðaleinkunn 8,07 Leiðrétting í síðasta Feyki gerði blaða- maður sig sekan um mistök við upptalningu á landsmótshestum úr Skaga- firði og leiðréttist það hér með. í B FLOKKI fer hestur númer eitt: Mette Mannseth / Ösp frá Minni-Reykjum 8,27 Hestamannafélagið Stígandi hefúr stækkað að umfangi síðustu misseri og telja nú yfir tvöhundruð og fimmtíu manns. Þau félög sem það gera, hafa rétt tO þess að senda þrjá hesta á Landsmót. Blaðamaður Feykis áttaði sig ekki á því hversu fjölmennir þeir eru og hafði þriðja hest á Landsmót ekki með. Leiðréttist það hér með. A-FLOKKUR Páll Bjarki Pálsson / Boði frá Flugumýri 8,32 B-FLOKKUR Björn Fr. Jónsson / Ábóti frá Vatnsleysu 8,21 UNGMENNAFLOKKUR Heiða Guðbjörg Sigtryggsdóttir / Blanda frá Þorsteinsstöðum 7,26 UNGLINGAFLOKKUR Elinborg Bessadóttir / Meistari frá Hofsstaðaseli 7,66 BARNAFLOKKUR Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Dreki frá Syðra-Skörðugili 8,07 Málfríður Finnbogadóttir er markaðs- og kynningarfulltrúi Hólaskóla, Háskólans á Hólum auk þess sem Málfríóur sér um kynningarmál fyrir dómkirkjuna á Hólum. Aó venju veróur glæsileg sumardagskrá í dómkirkjunni og engin fróóari um hana en Málfríður. Menningarveisla á Hólum í sumar Heil og sæl Málfríður, hvað er nú helst að frétta frá Hólastað? -Það er kominn sumarbragur á Hólum - heyskapur er hafinn og ferðamenn komnir á stjá. Mannlífið setur sterkan svip á Hólastað og eru sumamemendur og fræðimenn hluti af því. Hópur nemenda er á sumamámskeiði í hrossarækt og annar í vettvangsskóla í fornleifafræði. Að auki eru erlendir fræðimenn að vinna að rannsóknum f samvinnu við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. En af þér sjálfri? -Allt gott af mér að frétta, fór í frí til Parísar um daginn og skrapp með eiginmanninum í Gvendarskál á laugardaginn og skrifuðum við í gestabókina. Annars er nóg að gera í menningarstarfinu á Hólum. Ég sýni gjaman einleikinn minn um konumar á Hólum - Teboð Hólamaddömunnar - ef óskað er. Annars er ég að Ijúka við meistararitgerðímenningarstjómun og hef því nóg að gera. Er spennandi sumardagskrá í Hóladómkirkju? -Já það má með sanni segja það. Á sumardag- skránni eru fjórtán tónleikar með mjög fjölbreyttri tónlist. Um helgina voru hjá okkur frábærir djassarar frá Ástralíu og um næstu helgi flytja söngnemar Stabat Mater undir stjórn Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur. Við bjóðum uppá kóra, einleiki og alls konar samleik og samsöng. Meðal þeirra þekktari er kór Baselkirkjunnar í Moskvu. Að auki eru messur alla sunnu- daga og bænastundir aðra daga vikunnar. Hvað með Hólahátið? Er komin mynd á hana þetta árið? -Hólahátíð verður 15. - 17. ágúst og er að fá á sig glæsilega mynd. Sú hefð hefur skapast að byrja á föstudagskvöldi með ráðstefnu eða málþingi og í þetta sinn verður það um kirkjutextfl með áherslu á Hólatextílinn. Á laugardeginum verður helgiganga í Gvendarskál og pílagrímagöngur sem hafa notið aukinna vinsælda. Á sunnudeginum verða síðan hátíðarmessa og hátíðarsamkoma. Fljótlega getum við upplýst hver predikar í messunni og hver verður ræðumaðurdagsins. Geta þeir sem sækja Hóla heim f sumar fengið að skoða kirkjuna og staðinn? -Já, að sjálfsögðu. Hóladómkirkja er opin frá 10 - 18 og Stokkastofan í Auðunarstofu á sama tíma. Nýibær er opinn frá 10 á morgnana. Einnig eru nokkrar sýningar sem gestir geta skoðað - biskupasýning í íþróttahúsinu, sýning um Theodór Arnbjörnsson hrossa- ræktarráðunaut, í Auðunarstofu er sýning á verkfærum sem notuð voru við smíði stofunnar og margmiðlunarefni um Hólaprentið. Svo er auðvitað ómissandi að skoða hvað er um að vera f fomleifauppgreftrinum. Við höfum bæklinga sem leiðbeina fólki um staðinn og aðra um húsin. Boðið er uppá leiðsögn fyrir hópa sem panta fyrirfram f sfma 8996303. Eitthvað að lokum? -Sumarið leggst vel í mig og margt skemmtilegt framundan sem nærir sálina. > >

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.