Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 8
8 Feyklr 24/2008
Hrossaræktarbú vikunnar________
Flugumýri
Hjónin Eyrún Anna Sigurðardóttir, búrfæðingur af
hrossaræktarbraut á Háskólanum á Hólum og Páll Bjarki
Pálsson eiga og reka hrossaræktunarbúið Rugumýri í
Blönduhlíð, Skagafirði. Bú þeirra hjóna er landsþekkt en þar
stunda þau ræktun, tamningar og þjónustu við ferðamenn.
Hver er ykkar ferill í hesta-
mennsku?
-Við höfðum bæði unnið við
tamningar og þjálfun hrossa
frá unga aldri og vann Palli
Bjarki m.a. í nokkur ár hjá
Stóðhestastöð ríkisins í
Gunnarsholti.Við hófum
okkar hrossaræktarbúskap og
uppbyggingu hér á Flugumýri
árið 1987 og erum við nú
tuttugu árum síðar, fimm
börnum og fjölmörgum
hrossum ríkari. Börnin okkar
eru þau Ásta Björk sem
stundar nú nám við
íþróttaháskóla í Danmörku,
Eyrún Ýr hefur lokið fyrsta
árinu í Háskólanum á Hólum,
Sigurður Rúnar var að klára
grunnsólann í Varmahlíð,
Þórdís Inga 9ára og loks Júlía
Kristín 5 ára.
Hvað eruð þið með marga
hesta í tamningu þetta
vorið?
-Á járnum voru rúmlega
tuttugu hross þennan
veturinn. Heldur færri en við
höfum verið með undanfarna
vetur, þar sem við hjónin
vorum einungis tvö í
hesthúsinu , auk þess sem við
nutum góðrar aðstoðar Sigga
Rúnars og Eyrúnar meðfram
skóla.
Hve stóran hluta afþví eigið
þið sjálf?
-Þau voru öll í okkar eigu
utan eitt. Stefnan í vetur var
að þjálfa einungis okkar hross
þar sem við vorum ekki með
utanaðkomandi starfsfólk en
nú hefur fjölgað mjög á
bænum og í sumar munum
við því taka í þjálfun fyrir
aðra - Hafi einhver áhuga á
að koma til okkar hrossum þá
er velkomið að hafa
samband.
Eru ekki þarna itinati um
hestar sem lofa sérstaklega
góðu?
-Jú. Það voru margir góðir
gripir inni í vetur, sumir
tilbúnir til keppni en aðrir
yngri og ekki tilbúnir enn þá.
Stefnið þið tneð einhver hross
á Landsmót?
-Já. Stefnt er á að mæta með
afkvæmi Kormáks til
heiðursverðlaunaáLandsmóti
ef allt gengur upp. Auk þess
verður tekið þátt í
gæðingakeppni og eitthvað
sýnt til kynbótadóms svo
kemur í ljós hvað af því kemst
inná Landsmót.
Hvað vinnið þið tttörg við
búið og eru það allt full
störf?
Öllu jöfnu störfum við hér
þrjú yfir vetratímann en fleiri
á sumrin. Við höfum verið
svo heppin að kralckarnir
olckar hafa öll mikinn áhuga á
hrossum og búskap almennt
og höfum við notið dyggrar
aðstoðar þeirra í gegnurn
tíðina. Þau eldri Ásta Björk,
Eyrún og Sigurður hafa alltaf
tekið virkan þátt í því sem
gera þarf á búinu hverju sinni
og eru nú þegar komin með
talsvert milda reynslu hvort
heldur er í tamningum og
þjálfun eða keppni. í sumar
munu þau öll vinna hér heima
ásamt okkur en einnig ráðum
við til viðbótar einn
starfsmann í fullt starf við
tamningarnar. Þannig að
þetta sumarið lítur út fyrir að
við verðum hér sex í fullri
vinnu á búinu.
Eruð þið með einhverja
starfsemi tengda ferðaþjón-
ustu?
-Já árið 2001 vorum við svo
heppin að Magnús Sigmunds-
son eigandi Hestasports
kynnti olckur fyrir heimi
ferðaþjónustunnar og það var
ekki aftur snúið. Það sumar
flutti hann hestasýningar þær
er hann hafði boðið
ferðamönnum uppá fram á
Vindheimamelum, hingað
heim að Flugumýri en við
höfðum komið að starf-
seminni hjá honum þar. Síðan
höfum við starfrækt hér
hestatengda afþreyingu fyrir
ferðamenn, meðfram okkar
hrossarækt auk þess sem við
bjóðum uppá bændagistingu
í smáum stíl og erum við í
samtökum Ferðaþjónustu
bænda. Við bjóðum uppá
hestasýningarnar "Stefnumót
við íslenska hestinn" en þar
gefst gestum kostur á að
upplifa og kynnast okkar
einstaka gæðingi, fjölhæfni
hans og kostum í sínu
náttúrulega umhverfi. Auk
þess sem gestir fá smá innsýn
í daglegt líf á búinu og þá er
einnig boðið upp á kaffi og
heimabakað að hætti skag-
firskrar gestrisni. Þessar
sýningar njóta nú sífellt meiri
vinsælda meðal ferðamanna
hér í Skagafirði og það eru í
raun ákveðin forréttindi að
eiga þess kost að vinna að
enn frekari kynningu á
hestinum þannig að hróður
hans berist sem víðast. Þetta
styður því hvað við annað og
fellur vel að olckar markmiðum
í hrossarækt sem er að rækta
geðgóð afkastahross. Einnig
fáum við gesti í hestaleigu og
styttri hestaferðir hér í
nágrenni Flugumýrar.
Eigið þið von á mörgunt
folölduttt þetta vorið?
-Stefnan er að fá um 12-15
folöld ár hvert en þetta vorið
munu ekki fæðast hér nema 7
folöld. Bæði héldum við
geldum þrem hryssum sem
voru með folaldi í fyrra því
við vildum freista þess að fá
hærri dóm á þær en einnig
vorum við óheppin því tvær
af olckar bestu hryssum þær
Sif og Hending festu ekki fang
eða létu og koma því eklci
með folald þetta vorið. Sif
tókum við því inn og erum
með hana í léttu trimmi okkur
til ánægju.
Undan eitthverju spennandi?
-Já það koma folöld undan
Kormáld okkar, Hóf
Hróðssyni, Glettingi Stein-
nesi, Sveini-Hervari, Röklcva
frá Hárlaugsstöðum og Fróða
frá Staðartungu.
Er alltafnóg að gera og lítið
tnál að lifa af hestamennsku
í dag?
-Það er alltaf nóg að gera og
næg verkefni framundan eins
og reyndar hjá flestum sem
reka eigið fyrirtæki. Það er
svo bara spurning hvað
maður leggur mesta áherslu á
í lífinu almennt hvað maður
velur að gera hverju sinni. I
hrossaræktinni liggur oft
þolinmótt fjármagn, það
tekur sinn tíma að ala upp og
temja hrossin og tekjuhlið í
rekstri eins og okkar getur
verið frekar misjöfn. Það
getur því stundum verið erfitt
að gera áætlanir langt fram í
tímann eins og æskilegt væri
hjá stórri fjölskyldu. En
sennilega er þetta samt meira
spurning um hvaða kröfur
maður gerir til lífsins.
Eitthvað að lokutn?
-Já. Munum að bera virðingu
fyrir hestunum okkar og
gerum sanngjarnar kröfur til
þeirra og góðu atlæti og
umhirðu skila þau margfalt
til baka. Einnig þurfum við
að vera vakandi fyrir því að
jafnvel þó aðbúnaður hrossa
á húsi sé víðast hvar góður í
dag þá er hestinum
reglubundin dagleg hreyfing
úti við nauðsynleg. Njótum
hrossanna okkar á þeirra
forsendum!