Feykir


Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 4

Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 4
4 Feylcir 24/2008 Frá Hrefnu Aradóttur Tálgað úr grænni grein - til sjávar, til sveita 21. júní til 5. júlí 2008 Velkomin á sýninguna mína í Listmunahorni Árbæjarsafns. Sýningin opnar laugardaginn 21. júní kl. 14.00 og verður síðan opin frá 10 til 17 alla daga. Verkin sem ég sýni eru tré- skurðarverk unnin eftir gömlum myndum. Verkin tileinka ég foreldrum mínum. Til sjávar, tileinka ég pabba mínum Ara Bergþórssyni f. 1913 d. 1986, en hann var sjómaður á Norðfirði alla sína tíð. Eftir að hann kom í land vann hann við net hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar eins lengi og starfsgeta hans leyfði. Sögurnar hans af sjónum og myndir frá þeim tíma eru kveikjan að verkum í minningu hans. Til sveita, tileinka ég mömmu minni Guðlaugu Ingibjörgu Aðal- steinsdóttur f. 1925 d. 1991, en hún ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal sem er 397 m yfir sjávarmáli og næstum eins langt frá sjó og nokkur byggð er á íslandi. þó svo að hún hafi sest að í Neskaupstað og búið öll sín fullorðinsár við sjóinn þá var sveitin henni alltaf kær. Myndir sem tengjast Vaðbrekku og sögur sem mamma sagði eru kveikjan að verkum í minningu hennar. Annað, einnig sýni ég jólasveina sem hafa verið aðalframleiðslan mín síðan 1997. Síðastliðin 4 ár hef ég líka unnið fermingarstyttur og aðrar tækifærisstyttur eftir myndum og eru nokkrar þeirra einnig hér til sýnis. Allir velkomnir. Hrefna Amdóttir Steinunn Arnljótsdóttir skrifar Samstarf leik- og grunnskóla Sfðastliðið haust fóru Varmahlíðarskóli, sem er grunnskóli, og leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð af stað með skemmtilegt samstarfsverkefni. Markmiðið með því er að auka gagnkvæm samskipti á milli skólanna, m.a. til þess að auðvelda börnunum flutning á milli skólastiga. Þetta verkefni er hugsað sem þróunarverkefni í tvö ár og verður komið í heimsókn í Birkilund. Byrjað var með hefðbundinni heimsókn 1. bekkjar í garðinn við Birkilund í haust. Nokkru síðar komu þau á náttfataball með elstu börnum Birkilundar. Á degi íslenskrar tungu kom 7. bekkur og las fyrir leikskólabörnin. í lok nóvember kom 3. bekkur ásamt bekkjarkennara og tónlistarkenn- ara og þau spiluðu og sungu fyrir börnin á eldri deildinni og leikskólabörnin sungu með þeim. I endurmetið að þeim tíma liðnum. Verkefninu hefur verið úthlutaður styrkur úr sjóðnum „Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði”. Verk- efnið hefur gengið út á það að fjölga heimsóknum á milli skólanna og auka þannig félagsleg samskipti á milli eldri og yngri barna og gefa leikskólabörnunum kost á að kynnast bæði húsnæði og kenn- urum Varmahlíðarskóla. Elstu leikskólabörnin hafa farið í heimsókn í Varmahlíðarskóla í matreiðslu hjá 5. bekk, tölvuver með 2. bekk, smíðar með 9. bekk, myndmennt með 7. bekk og í bekkjarstofu til Birgittu, umsjónarkennara 1. bekkjar. Þau fóru einnig í íþróttir með 1., 2. og 3. bekk og í sund með 8. bekk. Grunnskólabörnin hafa einnig desember kom 4. bekkur og lék og söng kvæðið um 10 litla jólasveina fyrir börnin á yngri deildinni en 5. bekkur las frumsamdar sögur fyrir börnin á eldri deildinni. Á þorranum kom 6. bekkur og söng þorralög og þau spiluðu með á ýmis hljóðfæri. Rétt fyrir páskana kom 7. bekkurinn aftur og las fyrir leikskólabörnin, enda voru þau að æfa sig fyrir stóru upplestrarkeppnina. í apríl kom 2. bekkur í heimsókn til að leika við leikskólabörnin. Allar voru þessar heimsóknir mjög skemmtilegar og helsti gallinn sá hvað tíminn var fljótur að líða. í byrjun maí fóru elstu börn Birkilundar og 1. og 2. bekkur Varmahlíðarskóla saman í gönguferð niður að Húseyjarkvísl, þar sem þau sáu meðal annars nýfætt folald og svo hrafnshreiður í klettum. Elstu börnum Birkilundar var boðið á lokaæfmgu fyrir árshátíð 1.-6. bekkjar Varmahlíðarskóla og 1. bekk var boðið á lokaæfingu elstu barna Birkilundar á leikriti um Maximús, sem var lokaverkefni þeirra í skólahópsvinnunni. Allir þeir kennarar í Varma- hlíðarskóla sem leitað hefúr verið til hafa verið mjög jákvæðir. Vel hefur verið staðið að því að taka á móti leikskólabörnunum og heimsóknir í leikskólann hafa einnig verið vel undirbúnar. Þetta hefúr verið mjög skemmtilegt og við erum sannfærð um að börnin, sem eru að ljúka leikskólagöngu sinni í vor, komi til með að njóta þess við upphaf grunnskólagöngu að vera orðin kunnug bæði húsakynnum, nemendum og kennurum skólans. Tveir nemar í leikskólafræðum við HA skrifuðu í vetur lokaritgerð um samstarf leik- og grunnskóla. Leituðu þær m.a. eftir efni í þá ritgerð hjá þeim kennurum við leik- og grunnskólann í Varmahlíð sem staðið hafa að þessu samstarfsverkefni. Er ánægjulegt að okkar viðfangsefni hafi þannig vakið áhuga utanaðkomandi aðila. f.h. samstarfshópsins Steinunn Arnljótsdóttir leikskólastjóri. Þjórtustuauglýsingar Pjonustuauc Bólsfrun Gunnars Leifssonar Lækjargötu 3 530 Hvammstanga Sími: 451 2367 / 865 2103 Netfang: gl@simnet.is IIII III II III* II Plöntusala kl. 13-18 alla daga Laugarmýri ©453 8036/898 8036 SÉRSMÍÐI Á ELDHÚSUM, SKÁPUM, INNIHURDUM, 0G ÖÐRUM SÉRHÖNNUDUM trésmiðjan INNRÉTTINGUM B0RGARMÝR11 550 SAUDARKRÚKI SIMI453 5170 tborg@tborg.is Öll almenn jarðvinna Flutningar og kranavinna Allt verk og f lutningar ehf. HVAMMSTANGA © 897 6597 / 895 2052 ÞJONUSTUAUGLYSING I FEYKI MARG BORGARSIG! Hafðu samband © 455 7171 Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! Á.. DOFINNI 20. JÚNÍ Fimmtarþraut UM5S:: Sauðárkrókur 21. JÚNÍ Knattspyrna á Króknum. M.fl. kvenna - l.deild, Tindastóll - Höttur kl. 16:00 :: Sauðárkrókur 21. JÚNÍ Norðvesturþrenna:: Blönduós 20.-22. JÚN( Jónsmessuhátíð:: Hofsós 22. JÚNÍ Hóladómkirkja, messa kl. 11:00:: Hólar 22. JÚNÍ Tónleikar, kl. 14:00. Söngnemar úr Garðabæ flytja Sabat Mater eftir Pergolesi undir stjórn Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur:: Hólar 23. JÚNÍ Knattspyrna á Króknum. M.fl. karla - 2.deild, Tindastóll - Hvöt, kl. 20:00:: Sauðárkrókur 24. JÚNÍ Knattspyrna á Króknum. M.fl. kvenna - l.deild, Tindastóll - Völsungur, kl. 20:00:: Sauðárkrókur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.