Feykir


Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 5

Feykir - 19.06.2008, Blaðsíða 5
24/2008 Feykir 5 Þaó er einhver rómantískur blær yfir nafni og staósetningu veitingastaóarins Viö árbakkann á Blönduósi, en staöinn eiga og reka hjónin Erla Evensen og Guðmundur Haraldsson. Fyrirtæki vikunnar Við árbakkann á Blönduósi Listamenn sem halda sýningar skilja gjarnan eftireina mynd. Barnabarn þeirra hjóna heillaði blaðakonu upp úrskónum. Staðsetning veitinga- staöarins er skemmtileg en hann stendur uppi á hól og blasir við er keyrt er gegnum bæinn. Ekki er útsýni út um glugga staðarins verra og segja þau hjón að á þeim nfu árum sem staðurinn hefur verið rekinn hafi þau eignast stóran hóp fastakúnna sem komi aftur og aftur. -Við erum að reka hér fyrst og fremst kaffihús með gott kaffi. Það hefur oft verið nefnt við okkur að við séu eini alvöru kaffistaðurinn sem hægt sér að stoppa á þegar keyrt er milli Akureyrar og Reykjavíkur. Við höfum því mikinn metnað fyrir okkar kaffi og leggjum upp með að gera vel. Þá eru terturnar okkar margar hverjar orðnar vinsælar og eins höfum við súpu dagsins, segir Erla. Við árbakkann var opnaður fyrst þann 4. júní 1999 en áður höfðu þau hjón lagst í gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Þetta var einhver skemmtileg hugmynd sem kviknaði og varð síðar að raunveruleika. Guðmundur sér um íþróttahús, sundlaug og skóla sem er eitt starf, svo hann hefúr alltafverið í fúllri vinnu annars staðar á meðan ég hef þá meira staðið vaktina hér, útskýrir Erla. Eins og svo oft þegar bryddað er upp á einhverju nýju taldi fólk þau hjón hálf klikkuð þegar framkvæmdir hófust fyrir rúmum níu árum síðan og flestir spáðu því að þau yrðu fljót að fara á hausinn með þetta. -En allt tókst þetta nú samt með mikilli bindingu og viðveru af okkar hálfú. Við vorum svo heppin að halda sama mannskap í vinnu hjá okkur þrjú fyrstu árin auk þess sem börnin okkar voru með okkur í þessu. Síðan gerist það að unga fólkið fer í burtu og það hefur reynst erfitt að fá fólk sem nennir að vinna svona vinnu. Fyrstu árin var líka rekinn bar í húsinu en þau segjast eiginlega alveg vera hætt þannig rekstri. - Við erum meira í að sinna þessu daglega auk þess sem við höfúm hér veisluþjónustu og höfum haft mötuneyti fyrir skólann sl. 3 ár. Við sendum mat yfir á skóladagheimilið en aðrir koma annars bara yfir og borða hér uppi á loftinu hjá okkur. Það kemur því mikið líf í húsið og off nötrar milliloftið hreinlega þegar fjörið er sem mest, segir Erla og Guðmundur heldur áfram; -Síðan höfum við alla tíð lagt upp með að hafa hér í húsinu skemmtilegar myndlistarsýningar og gerir fólk hreinlega ráð fyrir því á sumrin að geta komið við, fengið sér kaffibolla, skoðað skemmtilega sýningu og jafnvel keypt sér mynd. Það hafa margir listamenn verið að selja vel hérna hjá okkur, það er ef verkin eru á viðráðanlegu verði. Síðan skilja þeir off eftir eina mynd í þakklætisskyni fyrir aðstöðuna. Sumarið í sumar er engin undantekning þegar kemur að skemmtilegum uppákomum. Nú um miðjan júní var opnuð myndlistasýning Kristínar Guðbrandsdóttur en hún sýnir 22 vatnslitamyndir (þið á Sauðárkróki þekkið hana) og um miðjan júlí opnar sýning Auðar Ingu Ingvarsdóttur myndlistarnema við Glasgow School of Art en hún sýnir olíu og akrílverk. Á Húnavöku verður að venju boðið upp á lifandi tónlist og í september er síðan von á pólsk-íslensku jassbandi en Menningarráð Norðurlands vestra hefur styrkt tónleika bandsins hér á landi. Gaman að segja frá að í með bandinu spilar sonur þeirra hjóna, Haraldur Ægir. Það er ljóst að enginn ætti að verða svikinn af því að koma við á Árbakkanum á Blönduósi, fá sér ljúffengan kaffibolla og jafnvel splæsa í tertusneið en kökurnar hennar Erlu eru fyrir löngu orðnar landsþekktar. Fara þar fremstar meðal jafningja draumtertan og ostakökurnar sem hreinlega bráðna í munni. Veiðihornið___________________ Veiðisvæði Flókadals- vatns, Rókadalsár neðri og Hópsvatns í Rjótum Hvar: Fljótum. Fyrir hverja: Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hvað veiðist: Bleikja og urriði Veiðivon: Mikil, góð í bleikju og urriða þó nokkur í laxi þegar kemurfram íjúlí. Á hvað: Maðk spún og flugu. Besti staðurinn: Mesta veiðivon í Dælisós. Aðgengi á bíl: Hægt er að keyra á bíl að veiðistöðum. Veiðileyfi: Veiðileyfi er hægt að fá keypt í Skagfirðingabúð, Veiðarfæradeild. Kostar: Verð frá kr. 3000,- Gistimöguleikar: Hægt að tjalda, einnig er bændagisting í nágrenninu. Annað: Bátar geta fylgt með ef allar stengur eru teknar á vötnunum. Veiðisaga: Veiði fyrstu tvo dagana var 43 bleikjur og 3 urriðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.