Feykir


Feykir - 14.08.2008, Page 11

Feykir - 14.08.2008, Page 11
30/2008 Feykir 11 Skipbrot viö bæjardyrnar Fjólmundur Fjólmundsson varð fyrir þeirri dapurlegu reynslu aðfararnótt s.l. sunnudags að fjögurra og hálfs tonna bátur hans sökk eftir árekstur við fljótandi hlut í sjónum. Lfklegt má telja að rekaviðardrumbur hafi verið orsakavaldurinn. -Ég var á leið í land, var aftur í bátnum að gera að fiski þegar ég heyri högg og bresti. Maður er alveg grandalaus á svona nokkuð því þarna eru engar grynningar, segir Fjólmundur. Hann þekkir aðstæður þarna vel enda búinn að róa á Skagafirði í rösk fjörtíu ár. Hann hefur ávallt verið einn á bátnum en verið í góðu sambandi heim. -Ég var nýbúinn að tala við konuna mína í síma og segja henni hvar ég væri og hvenær hún mætti eiga von á mér heim. Það var svo rétt fyrir miðnættið sem ósköpin dynja yfir. Fyrstu viðbrögð Fjólmundar var að fara fram í stýrishús til að sækja farsímann og láta vita af sér en síminn hafði dottið af hillunni sem hann var á og Fjólmundur fann hann ekki í myrkrinu. -Þá ákvað ég að gera björgunarbátinn kláran og finna símann seinna. Þegar björgunarbáturinn var kominn útbyrðis ákvað ég að taka ekki sénsinn á að fara aftur í bátinn til þess eins að leita að símanum í myrkrinu ef bátnum skyldi hvolfa. Þess í stað hélt ég mér í björgunarbátnum, setti neyðarsendinn í gang og skaut upp neyðarsól. Enginn tók eftir neyöarsólinni Um hálftíma eftir að sólin fór á loft kveikti ég á handblysi. Ég hélt að það tæki örfáar mínútur að koma björgunarsveitinni til mín enda var ég alveg við bæjardyrnar hjá þeim. Mér finnst það með ólíkindum að enginn skyldi taka eftir neyðarsólinni úr landi. Ég sá öll ljós í landi bæði af ljósastaurum og bílum. Það er verið að kanna það hvernig stendur á því að sendingin úr neyðarsendinum kemur ekki til björgunaraðila fyrr en ég er kominn í land. Ég tel mig hafa farið rétt að öllu þegar ég kveikti á honum enda kviknaði bæði ljós og hljóðmerki. Þegar báturinn er við það að sökkva skar Fjólmundur björgunarbátinn frá trillunni og er alltaf sannfærður um að stutt sé í það að hann verði sóttur. Hann skýtur annarri sól á loft en þegar hann sér engin viðbrögð í landi byrjar hann að munda árastubbana, eins og hann orðar það, því hætta var á að bátinn ræki upp í kletta við Þórðarhöfðann. -Hættan við það að lenda upp við Höfðann er að þar er sog við klettana, og grjót sem gæti gert gat á bátinn. Þar hefðu getað skapast erfiðar aðstæður. Einnig var ég þá í hvarfi og útilokað að nokkur hefði séð til mín úr landi. Konuna feraó lengja eftir mér Þegar Fjólmundur skilar sér ekki á réttum tíma f land, fer Sigrún Kristjánsdóttir, eiginkona hans, að svipast um eftir honum. Hringir í farsímann, fer niður á bryggju til að athuga hvort bátur- inn sé kominn að, keyrir um og skimar eftir ljósi út á sjónum. Þegar ekkert af þessu skilar árangri hringir hún í neyðarlínuna, 112, og biður um að strax verði kallað út björgunarlið. Þá var klukkan um 2.45 en björgunarsveitin fær ekki boð fyrr en um 3.30. -Það finnst mér of langur viðbragðstími, segir Fjólmundur. Lögreglan vildi kanna málið aftur sem Sigrún var búin að gera. Hringja, fara niður á bryggju og keyra um. Þarna fór dýrmætur tími í það sem búið var að gera, segir Fjólmundur. -Ef ég hefði ekki komist í björgunarbátinn og verið í sjónum, þá veit ég ekki hvernig þetta hefði endað. Réri í fjóra tíma Fjólmundur réri á björgun- arbátnum í u.m.þ.b. fjórar stundir og vissi að ef hann kæmist suður fyrir Þórðarhöfðann þá væri hann sloppinn því þá tekur mölin við. -Sem betur fer var norðanátt svo það hjálpaði til. Ég hefði ekki boðið í það ef það hefði blásið að sunnan. Þá hefði mig rekið eitthvert á haf út. En mér tókst að róa fyrir Höfðann og átti örfáa metra eftir í fjöruna þegar björgunarsveitin tók á móti mér. Þá var klukkan um fjögur, segir Fjólmundur og vill koma þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í bj örgunaraðgerðunum. -Ég vil líka leggja á það áherslu að enginn ætti að sleppa því að fara í Slysavarnaskólann þegar boðið er upp á námskeið þar. Ég fór fyrir tuttugu árum og bý að þeirri reynslu enn. Fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli og tel mig hafa gert allt rétt.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.