Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Page 13
11 Jóhanna Rósa Kolbeins iðjuþjálfi Starf iðjuþjálfa í öldrunarteymi Inngangur Að vinna með öldruðum er mun fjölbreytt- ara en marga grunar, þar sem allir kvillar milli himins og jarðar komast á blað. Það er einnig gefandi starf. Það skemmtilegasta af öllu er hversu mikil áhrif starfið hefur á mig sem persónu. Þegar ég útskrifaðist sem iðjuþjálfi fyrir tæpum þremur árum ætlaði ég ALDREI að starfa á öldrunar- sviði! Svo leiddi eitt af öðru og ég ákvað að prófa. Öldrunar- lækningadeild Landspítalans í Hátúni varð fyrir valinu og lík- aði mér vel. Miklar breytingar á öldrunarþjónustu í Reykjavík hafa staðið yfir og þegar ljóst var að minn gamli vinnustaður myndi flytja á Landakot með tilheyrandi breytingum fór ég að hugsa málið. í janúar tók ég svo til starfa í öldrun- arteyminu á Landspítalanum. Þegar mér bauðst þetta má segja að einhver ævintýra- þrá hafi leitt mig út í þetta ómótaða starf á Öldrunarmatsdeild Landspítalans. Mann- skepnan er nú einu sinni þannig gerð að því meiri kröfur sem umhverfið gerir“, því meira fær maður til baka. Öldrunarteymið Á Landspítalanum er nú starfandi öldrun- arteymi og hefur verið starfandi í núverandi mynd síðan í apríl 1996. Öldrunarteymi er þverfagleg- ur vinnuhópur, sem vinnur ráðgefandi að úrlausn þeirra vandamála sem einkenna sjúk- dómsferil hins aldraða sjúk- lings. Hlutverk teymisins er einnig að undirbúa einstak- linginn sem best undir útskrift svo að endurinnlögnum fækki og veita einstaklingnum þann stuðning sem þörf er á. Að finna úrræði fyrir þá sem ekki geta úrskrifast aftur heim og að sinna einstaklingum í heimahúsum til að koma í veg fyrir innlögn. Öldrunarteymið skipa: • 2 öldrunarlæknar, hvor í 100% starfi. • 2 félagsráðgjafar, hvor í 80% starfi. • 2 hjúkrunarfræðingar, þ.e. öldrunarhjúkr- unarfræðingur í 60% starfi og hjúkrunar- fræðingur sem einnig er djákni í 40% starfi. • 1 sjúkraþjálfari í 80% starfi. • 1 iðjuþjálfi í 100% starfi.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.