Feykir - 04.12.2008, Blaðsíða 2
2 Feykír 46/2008
Skagafjörður
Kynna á nýtt
aðalskipulag
' ■> ►. •
’tpii,
Skagafjörður
Opnað fyrir
Ijósleiðarakerfi
Sveitarstjórn Skagafjarðar
hefur samþykkt samhljóða
ósk Skipulags- og
bygginganefndar um
heimild til þess að kynna
aðalskipulagstillögu
Skagafjarðar á opnum
borgarafundi.
Gísli Árnason, Vinstri
grænum, óskaði við það
tækifæri bokað að hann teldi
eðlilegf 'að ■ fresta ákvörð-
unartöku um línuleið 220 kw
háspennulínu á allri lagnaleið
línunnar, þar með talið frá
sveitarfélagsmörkum að
Kolgröf.
Ennfrémur að hann sjái
ekki íyrir sér að framtíðarstað-
ur fyrir sorpurðun verði að
Brimnesi. Skipulagið verður
kynnt í Feyki fljótlega á nýju
ári’
Er eitthvað að frétta?
Hafðu samband - Síminn er 455 7176
Leiðari
Bruðl í ríkisútvarpinu
Ég veltiþvífyrir mér hvernig standi á því að ríkisstofnun
getifarið rúmlega 700 milljónirfram úrfjárlögum.
Jú,jú það er komið í Ijós að rekstur ríMsútvarþsins er
kominn úr böndunum og launakostnaður á síðasta
ári rauk upp úr öllu valdi. Útvarpsstjóri kostar um
25 milljónir á ári meðiaunatengdum gjöldum og
einstaka þáttastjómendur með gfir 800 þúsund í
mánaðarlaun aukþess að fájakkaföt og síma. En eins
og annað tók veislan enda íþessari annars ágætu
stofimn og niðurskurðarlmífurinn var tekinn upp.
Útvarpsstjóri lækkar niður í 1,6 milljón á mánuði,
eða góð bankastjóralaun. Forsætisráðherra er með
rúma milljón, hvor ætli beri nú meiri ábyrgð? Og
síðan er skorið niður. Landsbyggðin er skorin afog
svæðisútvörpin munu hætta að hljóma frá og með
áramótum.
Æi er ekki best að skera niðurþað sem mestu máli
skiptír og byrja á toppnum það mættí bjarga nokkrum
störfum meðþví að lækka laun útvarpstjóra niður í
þingfarakaup. En hvað veit ég? Ég veit bara aðþað
þarfafnotagjöldfrá 561 heimili tíl þess að greiða laun
útvarpsstjóra og þá eru launatengdu gjöldin eftír. Ég slæ
á að þaðþurfi afnotagjöld allra heimila á Skagaströnd
og velflest á Blönduós til þess að greiða þetta.
Guðný Jóhannesdóttir
ritstjóri Feykis
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Feykjr
Utgefandi:
Nýprent ehf.
Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis:
Box 4,550 Sauðárkrókur
■ 4.. rV-
Bladstjórn:
Árni Gunnarsson,
Áskell Heiðar Ásgeirsson,
Merfiís Sæmundarcjóttif,
pfatUf Sigmarsson og Páll
gifmjaitsson.
Ritstjóri & ábyrgðarmaðun
Guðný Jóhannesdóttir
feykir@nyprent.is © 4557176
Blaðamenn:
Páll Friðriksson
palli@nyprent.ls. (Q 8619842
ÓíiÁrnar Bryhjarsson
oli@nyprent.is
Lausapenni:
Örn Þórarinsson.
Prófarkalestur.
Karl Jónsson •
Askriftarverð:
275 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
325 krónur með vsk.
Áskrift og dreifing
Nýprent ehf.
Sími 4557171
Umbrot og prentun:
Nýprent ehf.
Gagnaveita Skagafjaróar
opnaói um mánaóarmótin
nýtt Ijósleiðarakerfi f
Túnahverfi á Sauðárkróki.
Er þetta fyrsta skrefið af
mörgum f Ijósleiðara-
væðingu bæjarins en
jarðvinnuframkvæmdir
standa nú yfir í Hlíðahverfi
sem og ídráttur Ijósleiðara í
blokkir við Víðigrund.
Um opið kerfi er að ræða og
geta hvaða þjónustuaðilar sem
er veitt þjónustu sína yfir kerfið
og notendur að sama skapi
valið úr þjónustuframboði
þeirra.
í dag eru tvö fyrirtæki inni á
kerfi Gagnaveitunnar; Fjölnet
sem býður upp á internet-
þjónustu og Vodafone sem
býður upp á internet- og
símaþjónustu auk sjónvarps-
dreifingar fyrir 365 miðla.
Viðræður standa yfir við fleiri
þjónustuaðila um aðkomu
þeirra að kerfi Gagnaveitunnar
á næstu misserum.
Uppbygging Gagnaveit-
unnar á háhraðaneti í dreifbýli
stendur einnig yfir og hafa
viðtökur verið góðar við
tengingum á því svæði sem
núverandi athygli beinist að.
Um er að ræða Viðvíkursveit,
norðanverðan Akrahrepp og
austanvert Hegranes, en á því
svæði eru um 30 bæir.
Húnavatnshreppur
Útsvarsprósenta
óbreytt
Hreppsnefnd
Húnavatnshrepps
samþykkti samhljóða á
fundi sfnum í sfðustu viku
tillögu oddvita um að
útsvarsprósenta ársins
2009 verði óbreytt frá fyrra
ári eða 13,03%
Þá var fyrri umræða um
fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
Áður hafði verið farið yfir
helstu tekju- og kostnaðarliði
og unnin drög að fjárhagsáætl-
un 2009. Farið var yfir
rekstrarliði og fjárfestingar í
fjárhagsáætlun. Voru menn
sammála um að mikil óvissa sé
um tekjuliði áætlunar þar sem
gera megi ráð fyrir talsverðum
lækkunum á framlögum
Jöfnunarsjóðs og alls óvíst er
með greiðslu á aukaframlagi
sjóðsins. Eftir yfirferð var
fjárhagsáætlun vísað til
annarrar umræðu í
hreppsnefnd.
Skagaströnd
Frumhönnun á sund-
laug lokið
Sveitarstjórn
Skagastrandar hefur
ákveðið að óska eftir
frumáætlun kostnaðar við
byggingu sundlaugar við
íþróttahúsið á
Skagaströnd.
Nú þegar hefur farið fram
frumhönnun sundlaugar og
verður kostnaður skoðaður út
frá þeim tillögum auk þess sem
gerður verður samanburður á
kostnaði við byggingu og
rekstur mismunandi stærða á
sundlaugarkeri.
Skagafjarðarveitur
Lán til framkvæmda
Byggðarráð Skagafjarðar
hefur samþykkt að taka
lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga ohf. að
fjárhæð 50.000.000 kr. til
10 ára.
Er lánið tekið vegna
hitaveituframkvæmda hjá
Skagafjarðarveitum ehf.
Guðmundi Guðlaugssyni,
sveitarstjóra, var falið að ganga
frá láninu fyrir hönd
sveitarfélagsins.
Skagafjörður
Aðventu-
kvökl
frestast
umviku
Aðventukvöld sem auglýst
var í Jólablaði Feykis og
átti að vera í Skagaseli
laugardagskvöldið 6.
desember kl: 20:30 frestast
um viku og verður þess í
stað haldið sunnudaginn 14.
desember klukkan 20:00.
Blönduós
Ijón
Norðursins
opnar
Húnahornið segir frá þvf
að nýtt kaffihús hafi verið
opnað á Blönduósi í gær.
Kaffihúsið er staðsett
í gamla Mosfelli við
Blöndubyggð og hefur fengið
nafnið Ljón Norðursins.
Eigandi kaffihússins er
Jónas Skaftason leigubílstjóri.
Kaffihúsið verður opið fram
að jólum og einnig á milli
jóla og nýjárs og er stefnt á
að bjóða upp á lifandi tónlist
ásamt bakkelsi. Góð viðbót
i flóruna á Blönduósi en
Við Árbakkann mun loka á
Þorláksmessu.
Skagaströnd
Úrsúla nýr
prestur
Skagaströnd.is segir
frá þvf að valnefnd í
Skagastrandarprestakalli
og Húnavatnsprófasts-
dæmi hafi á fundi sínum
þann 26. nóvember lagt
til að Úrsúla Árnadóttir
verið ráðin sóknarprestur f
prestakallinu.
Þrír umsækjendur voru
um embættið sem veitist
frá 1. janúar 2009. Biskup
íslands skipar i embætti
sóknarprests til fimm
ára að fenginni umsögn
valnefndar.
Valnefnd skipuðu níu
manns úr prestakallinu
ásamt prófasti Húnavatns-
prófastsdæmis.