Feykir - 04.12.2008, Blaðsíða 3
46/2008 Feykir 3
Nemendur og starfsmenn Árskóla á Sauöárkróki héldu f hina árlegu friðargöngu síðastliðinn
föstudag. Þá var mynduð hin ágætasta halarófa sem náði frá Sauðárkrókskirkju, upp
Kirkjustfginn og að krossinum á Nöfum. Friðarljósið verður síðan látið ganga upp alla röðina
og þegar það berst að krossinum voru Ijósin á krossinum tendruð. Myndina tók Hjalti
Árnason.
Skagafjorður
Jólatónleikar söngdeildar
Tónleikar söngdeildar
Tónlistarskóla Skagafjarðar
verða haldnir að Löngumýri
þriðjudaginn 9. des. kl.
20.00.
Þar koma fram 10 söng-
deildarnemendur og barnakór
Tónlistarskólans sem Jóhanna
Marín Óskarsdóttir stjórnar.
Lagaval er íjölbreytt og
spannar allt frá söngtónlist
barroktímans til okkar daga í
bland við nokkur falleg
hátíðleg lög.
Kaffiveitingar verða seldar
á kr. 500 sem er til styrktar
söngdeildinni en frítt er fyrir
börn 12 ára og yngri.
Hrafnhildur Ýr
Víglundsdóttir
framkvæmdastjóri
Selaseturs á Hvammstanga
Feykir - Feykir.is
- ferskur miðill í heimabyggð
Fréttaskot > sendu póst á feykir@feykir.is
Sími455 7176
VELKOMLN Á AÐVENTUNNI
Askajfi verdur opid dagana 6., 7., 13.,14.
og 21. desemberfrá kl. 16-19.
Rökkurganga ígamla bœinn kl. 17. alla dagana.
(20 manns í hóp)
Verið velkomin,
RvaoðflSflfn Skaafirðinaa
Átak til þess að efla
bleikjueldi í Skagafirði
Hefur þú aðgang að góðu vatni til fiskeldis? Vilt þú kanna möguleika þína á því að koma á
fót fiskeldi? Verið Vísindagarðar, Háskólinn á Hólum, Hólalax, Hátæknisetur Islands og
Skagafjarðarveitur standa fyrir átaksverkefni um að efla bleikjueldi í Skagafirði.
Sérstök áhersla verður lögð á að byggja upp litlar eldisstöðvar og styðja við rekstur þeirra.
Leitað er að samstarfsaðilum sem vildu taka þátt í þessu verkefni og koma á fót litlum
fiskeldisstöðvum. Hér gætu leynst tækifæri fyrir bændur og landeigendur til þess að byggja
upp eigin atvinnurekstur eða aukabúgrein.
Það sem hópurinn getur boðið samstarfsaðilunum er eftirfarandi:
• Mat á aðstæðum til bleikjueldis.
• Gerð kostnaðaráætlunar um byggingu og rekstur á fiskeldisstöð.
• Aðstoð við gerð umsóknar um starfsleyfi
• Aðstoð við gerð umsókna um styrki til byggingar stöðvarinnar
og til þess að byggja upp lífmassa.
• Aðstoð við hönnun stöðvar.
• Aðgang að seiðum af heppilegri stærð til eldisins
• Ráðgjöf við eldi
• Slátrun og markaðssetningu afurða
Boðað er til kynningarfundar í Verinu, Háeyri 1. þriðjudaginn 9. desember kl. 16:00
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Gísla Svan Einarssyni í síma: 455 7930
V
VERIÐ
Vísindagarðar
23 ió 3 a 3 a ^ —*—
Hátæknisetur Islands
vaxtarsamningur Bvqqðastofnun