Feykir


Feykir - 04.12.2008, Side 11

Feykir - 04.12.2008, Side 11
46/2008 Feykir 11 ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Sólveig Fjólmunds og Rúnar Sím kokka Nomu lamb og súkkulaóimús Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir og Rúnar S. Sfmonarson láta okkur hafa einstaklega girnilegar uppskriftir að þessu sinni Sólveig og Rúnar skora á þau Nönnu Andreu Jónsdóttur og Guðmund Kr. Hermundsson Víðihlíð 5 Sauðárkróki, að koma með næstu uppskriftir. FORRÉTTUR FYRIR 4 Parmaskinkuvafinn humar Hráefni: 8 stk. humarhalar (skellausir og hreinsaðir) 4 sneiðar Parmaskinka, skornar í tvennt. Salt og pipar Ólífuolía 8 sneiðar steikt brauð Salat Pestó, eftir smekk Aðferð: Hreinsið humarinn. Vefjið parmaskinkunni utan um og steikið upp úr ólífuolíunni í c.a. 1 mín. á hvorri hlið. Saltið og piprið. Berið fram með stökku brauði, salati og pestói. Nomu-lamb Þarf að undirbúa daginn áður. Lambalæri er sett í ofnpott. Ríflega 2 msk. af Nomu-Lamb rub kryddi er blandað saman við c.a. 0,5 dl. ólívuolíu og penslað yfir lærið. Látið bíða yflr nótt. Skerið niður 2 lauka í grófa báta og raðið meðfram lærinu í pottinum. Hellið bolla af vatni og bolla af rauðvíni yflr laukinn og stráið 0,5-1 msk. af Nomu- Lamb rub yfir. Látið lokaðan pottinn í kaldan ofn, stillið á 200°C og steikið í 4 stk. bökunarkartöflur (foreldaðar) 100 gr. beikon 1 hvítlauksrif 1 búnt steinselja, saxað Salt og pipar Ögn saxaður chili 1,5 klst. Takið Iokið af og steikið áfram í 15-20 mín. Takið soðið úr pottinum, sigtið í sósupott og bætið við rauðvíni og rjóma eftir smekk. Þykkið með sósujafnara ef þarf. Gott er að bragðbæta sósuna með rifsberjageli. Fylltar kartöflur með beikoni FYRIR FJÓRA Hráefni: Aðferð: Steikið beikonið og saxið smátt. Takið bökuðu kartöflurnar í tvennt, hreinsið innan úr þeim með skeið og setjið í skál. Passið að skemma ekki hýðið. Stappið innihaldið saman með stökku beikoni, hvítlauk, saxaðri steinselju, salti og pipar og ögn af chili. Fyllið hýðið, setjið kartöflurnar saman aftur, vefjið í álpappír og bakið í ofni. Borið fram með sýrðum rjóma. Súper einföld súkkulaðimús FYRIR 4-6 Hráefni: 200gr. rjómi 200 gr. súkkulaði 300 ml. léttþeyttur rjómi Aðferð: Bræðið súkkulaðið í örbylgju- ofni eða yflr vatnsbaði, æskilegt hitastig á súkkulaðinu er um 40- 45°C. Volgum rjóma bætt í súkkulaðið í smáum skömmtum og hrært hratt um leið. Léttþeytta rjóm- anum bætt varlega í. Borið fram í glösum eða í súkkulaðiskálum. Skreytt eftir smekk, t.d. með berjum. Verði ykkur að góðu! ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 488 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja hressilega með tveimur ágætum vísum sem vonandi eru mörgum kunnar. Höfundur er Jón S Bergmann: Undarleg er íslensk þjóð allt sem hefur lifað. Hugsun sína og hag í Ijóð hefur hún sett ogskrifað. Meðan einhveryrkir brag og íslendingar skrifa. Þetta gamla þjóðarlag það mun alltaflifa. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum mun hafa ort þessa. Falleg hringhenda þar á ferð: Degi hallar hafs að djúpi hökulfalla lcetur sinn. Fold í mjallar hvílir hjúpi hrímar allan gluggann minn. Áfram skal halda með hringhendur. Og minnir mig að þessi sé eftir Ólöfu frá Hlöðum: Sólarveldið opið er einsöng heldur þráin. Þegar eldinn innra í mér allir héldu dáinn. Þormóður Pálsson mun hafa verið að bíða eftir afgreiðslu í verslun, þegar maður nokkur ruddist fram fyrir hann og heimtaði afgreiðslu. Orðið var við því, en á meðan mun Þormóður hafa ort svo: Alveg vœri eftir nótum eðli þínu stakkur skorinn, ef að vœri á fjórum fótum frekja þín og heimska borin. Ekki þýðir um að tala afglöpin hjáforsjóninni, að hún hvorki horn né hala hafði með í sköpun þinni. Ein vísa kemur hér í viðbót effir Þormóð: Andann hefur ítök skort efað þrýtur gaman. Þá sem hafa áður ort œvintýri saman. Jóhannes Ásgeirsson frá Þrándarkoti lítur yfir farinn veg og yrkir svo: Dreymdiföng og djarfan byr dags íþröng erglaður. Er þó löngum eins ogfyrr útigöngumaður. Önnur hringhenda kemur hér eftir Jóhannes og mun hún ort er hann glímdi við hávaða hraða borgarsamfélagsins: Bíla þröng og margir menn mœla löngum veginn. Þó á göngu er ég enn alltaf röngu megin. Sá góði gleðimaður Stefán Sveinsson, mun hafa ort þessa: Einn ég lóna í lífsins dans laus við tjón og hatur. Ástin þjónar eðli manns eins og spónamatur. Önnur vísa kemur hér eftir Stefán: Ekki hceli ég ástinni ei þó skœli afkvensemi, en oft var scela að henni í rúmbceli í sveitinni. Langar til að biðja lesendur að láta mér í té upplýsingar um höfúnd næstu vísu: Þegar aftur þornar brá þiðna hjartans lindir endurvakin ástarþrá œsir gamlar syndir. Eftir kenningum margra er sá matur sem af sumum er kallaður sveitamatur, feitur og stórhættulegur. Ættu margir sem eldri eru að vera steindauðir fyrir löngu, eftir áliti ýmissa fræðinga. Kannske hefur Vigfus Pétursson ort svo einhverju sinni, yfir mat sínum: Allsstaðar sér maður undrandifólk á þessum dreifbýlisköllum. Þeir djöfla í sig kjöti og drekka svo mjólk en drepastþó seinast af öllum. Kannske er vel við hæfi á þessum bankamála- og verðbólgutímum, að rifja næst upp vísu eftir kaupmanninn og húmoristann ísleif Gíslason á Sauðárkróki: Verðbólgan með veldið sitt virða þjáir flesta. Viltu Gudda í vestið mitt vísitölu festa. Sú ágæta vísnakona, Anna Eggertsdóttir frá Steðja, mun einhverju sinni hafa mætt á samkomu, þá nýkomin úr aðgerð á sjúkrahúsi. Er einn af samkomugestum spurði um líðan hennar, kom þetta svar: ífótonum er égfjarska þreytt þófasinu ekkert spilli. Annars bara yfirleitt ágœt þar á milli. Okkar ágæti Rósberg, mun eitthvert haustið hafa ort svo: Falla lauf áfoldu hljótt flögra daufir hrafnar Ég er að paufast einn um nótt inn til Raufarhafnar. Gott að enda með þessum sannleika Þorsteins Guðmundssonar á Skálpa- stöðum: Lauf af björkumfallafer feigðarspárnar kalla. Sóknargjaldið síðast er samafyrir alla. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.