Feykir


Feykir - 16.04.2009, Qupperneq 6

Feykir - 16.04.2009, Qupperneq 6
6 Feykir 15/2009 OPNUVIÐTAL Feykis Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson í viðtali Athafnapar á Sauðárkróki Það er aldrei lognmolla í kringum athafnaparið Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpál Aðalsteinsson en saman eiga þau fyrirtækið Videosport, sem rekur fyrirtækin Ólafshús og Mælifell auk þess sem þau keyptu í fyrra rústirnar af Kaffi Krók sem þau stefna á aó opna í sumar. Þá eiga þau 1/3 hlut í Þreksporti. Feykir settist niður meó Sigga Dodda og Kristínu skömmu fyrir páska og forvitnaðist örlítið um hagi þeirra. Hádegisösin er nýlega yfirstaðin þegar mig ber að garði. Siggi Doddi er í símanum, í einhverj- um reddingum og eins og svo oít þegar ég hitti á þau er Kristín á hlaupum. Við fáum okkur sæti og á meðan ég ræsi upp tölvuna svara þau í sameiningu nokkrum tölvupóstum. Það þarf að taka margar ákvarðanir á skömmum tíma og það vefst ekki fyrir þeim. Greinilegt að þetta hafa þau gert oft áður. Tölvan er komin í gang og ég ákveð að byrja á því að skyggnast aftur í fortíðina og fá að vita hvað það var sem leiddi Húsvíkinginn og Króksarann saman? Þau lita á hvort annað og hlæja. - Við kynntumst í Portúgal, svarar Kristína að bragði. -Já, hún var þarna í fríi með foreldrum sínum og ég með félögunum bætir, Siggi Doddi við. -Ég var á þessum tíma að keyra bíl frá Húsavík og þekkti því tilvonandi tengdaforeldra mína. Rögnu varð að orði þegar í fluginu út að þau hefði ekki getað verið óheppnari með ferðafélaga. Grunlaus um að þegar ferðin væri á enda yrði einn okkar orðinn tengdasonur hennar, rifjar Siggi Doddi upp. Já, eins og svo oft hjá þeim gengu hlutirnir hratt fyrir sig og tveimur mánuðum síðar var Siggi Doddi fluttur til Reykja- víkur til Kristínar sem var í kennaranámi. En síðan hafa liðið mörg ár, eru þið enn ógift? -Já, svarar Kristín og filær. -Ég reyndar sagðist ætla að gifta mig 3. september í fyrra en sá dagur kom og fór án þess að ég myndi eftir því neitt sérstaklega. Við erum ekkert að stressa okkur á þessu. Átti aó vera þægileg aukavinna Að loknu kennaranámi hjá Kristínu fluttu þau til Sauðár- króks þar sem Siggi Doddi fór að keyra flutningabíl hjá tengda- foreldrum sínum og Kristín að kenna. -Ég ædaði bara að halda áfram að keyra enda hafði ég keyrt stóran bíl alveg síðan ég fékk til þess réttindi. Það má segja að ég hafi að hluta til verði alinn upp hjá Alla Geira á Húsavík en ég byrjaði að hanga þar 6 ára gamall og strax 17 ára fór ég að keyra út gos á minni bílnum hjá honum, riþar Siggi Doddi upp. Bæði voru þau þvi á grænni grein en ákváðu að fá sér örlitla aukavinnu og stofnuðu videóleigu og nætursölu við Aðalgötu 8, síðar Kjötkrókur, í febrúar árið 2001. -Við opnuð- um alltaf klulckan þrjú á daginn og um helgar var síðan opið til fjögur á nóttunni. Við vorum með leiktækjasal svona eins og í gamla daga og reyndum síðan að vinna þarna sem mest sjálf en á nóttunni vorum við með einn með okkur enda brjálað að gera, segja þau. Nokkru síðar bauðst þeim að taka við Shell og í einhvern tíma ráku þau bæði Shellsport og leiguna við Aðalgötu. -Sfðan bauðst okkur að kaupa efri hæðina sem þá var íbúðar- húsnæði og við breyttum efri hæðinni í vídeóleigu og mat- sölusal. Skömmu síðar bauðst okkur síðan að kaupa Mynd- heima, aðra leigu hér í bæ, og eftir það var ekld aftur snúið og við vorum bæði komin á kaf í vinnu sem upphaflega átti að vera þægileg aukavinna. Samhiliða allri vinnunni og uppbyggingu á fyrirtæld fundu þau hjónaleysi tíma til þess að fjölga mannkyninu en saman eiga þau, ???? 10 ára og ??? 4 ára auk þess sem Siggi Doddi á 16 ára dóttur á Akureyri. Uppbygging fyrirtækja þeirra hélt áfram og um áramótin 2004 -2005heyrðuþauaðrekstraraðili Ólafshús væri farinn að huga að því að selja reksturinn. -Við heyrðum að Óli vildi minnka við sig og ákváðum að gera honum tilboð í reksturinn sem og við gerðum. Samkomulag var okkar á milli að Óli yrði hjá okkur til þess að byrja með og myndi áfram sjá um eldamennskuna, sjálf ætluðum við að sjá um reksturinn. Þetta var sú viðbót sem við þurftum til þess að gera lifað af eigin rekstri, segir Siggi Doddi. I október 2006 bættist Mælifell síðan í reksturinn. En hvernig skyldi ganga upp að samræma fjölskyldulífið og reksturfyrirtækja? -Við skulum segja að það sé gott að eiga ömmu og afa og í okkar tilfelli nauðsynlegt að eiga tvö pör. Öðru vísi væri þetta ekki hægt. Þetta gengur bara vel, er auðvitað svolítið púsluspil í kringum helgarnar þegar er líka opið á Mælifelli. Þá fara þau bara í ferðatöskurnar og fara til afa og ömmu. Þetta gerist nánast allar helgar og því má segja að þau eigi þrjú heimili, segir Kristín. Samhliða rekstrinum er Siggi Doddi í hljómsveitinni Von sem stofnuð var í október 2001. Upphaflega var Siggi Doddi ekki inn í myndinni en strákunum vantaði Jiljómborðsleikara og höfðu heyrt að á Vörumiðlun starfaði strákur sem eitt sinn hafði spilað á hljómborð með Gloríu á Húsavík. -Það varð því úr að ég spilaði með þeim á fyrsta ballinu og hef verið með síðan, segir Siggi Doddi. Von hefúr síðustu fimm ár verið að spila þetta 55 - 60 böll á ári. Á meðan tekur Kristín helgar- vaktirnar heima á Sauðárkróki og má segja að hennar vinnutími sé langmestur frá föstudags- morgni og fram á sunnudags- kvöld. -Það er auðvitað langmest að gera um helgar þegar ég er off í burtu að spila en samt sem áður á þetta magnaða samleið því í gengum tónlistina kynnist ég mörgum og á orðið mjög auðvelt með að bóka bönd og trúbadora hingað. Síðan reynum við að spila hér heima annað slagið sem er líka ágætt. Tónlistarveisla á Sæluviku Eins og fram hefur komið í viðtalinu er sjaldan lognmolla í kringum þau Sigga Dodda og Kristínu og framundan eru enn meiri annir. í Sæluviku ætla þau í samvinnu við hljómsveitina Von að setja upp tónlistaveislu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Fyrri liluti kvöldsins verður úr smiðjuErluGígjuÞorvaldsdóttur og verða þá eingöngu spiluð lög úr lagasafni hennar. En Erla Gígja hélt fyrr í vetur upp á 70 ára afmæli sitt samhliða þvi að taka þátt í úrslitakvöldi Euro- vision hér á landi. -Hún á að baki glæsilegan lagahöfunda- feril og er enn að ég veit ekki betur en að á sjálfu kvöldinu verði frumflutt tvö laga hennar. Lögin hennar flytja þau Hreindís Ylva, Ægir Ásbjörns, Einar Ágúst, Sólveig Fjólmunds og Unnur Birna Björnsdóttir. Síðari hluti kvöldsins verður tileinkaður íslenskum dægur- lögum sem flutt verða af Matta Papa, Magna úr á Móti Sól, Ásdísi Guðmunds, Róberti Bakara og ínu Valgerði auk þess sem verið er að vinna í einum landsþeklrtum flytjanda til viðbótar. -Síðan langar mig að fá líka einhvern einn úr ráðhúsinu til þess að koma og syngja eitt lag, segir Siggi Doddi. Eftir glæsilega söngdagskrá

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.