Feykir


Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 16.04.2009, Blaðsíða 10
lO Feyklr 15/2009 Kokkakeppni Árskóla Kjúklingurinn vinsæll Ingvi Hrafn og Daniel kræktu iannað sætið með karrý kjúklingi. Þátttakendur í Kokkakeppni Arskóla 2009. í byrjun mánaðarins var haldin kokkakeppni Árskóla þar sem nemendur 9. og 10. bekkjar keppa sín á milli í eldun og framreiðslu. Krakkarnir elda og framreiða matinn eftir kúnstarinnar reglum og dómarar gefa svo stig og skipa keppendum í sæti. Þetta er í þriðja skiptið sem Árskóli heldur svona keppni en þátttakendur eru nemendur í matreiðslukennslu í Árskóla. Liðin voru fimm að þessu sinni sem kepptu og buðu þau upp á gómsæta rétti. Á síðasta ári fóru sigurvegaramir suður í Menntaskólann i Kópavogi og tóku þátt í matreiðslukeppni Rimaskóla en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður sú keppni ekki haldin þetta árið. Dómarar að þessu sinni voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir, Kolbrún Þórðar- dóttir, Helga Harðardóttir, Jón Daniel Jónsson og Ævar Austfjörð og sögðu þau að erfitt hafi verið að dæma og mjótt hafi verið á munum því allt hefði þetta verið jafngott. Raðað var í þrjú efstu sætin og urðu úrslit eftirfarandi: 1. sæti hlutu: Kristín Halla og Sigríður Heiða og buðu upp á kjúklingabringu á kúskús. 2. sæti hlutu: Ingvi Hrafn og Daníel og buðu þeir upp á karrý kjúkling. 3. sæti hlutu: Anna Sif, Elín Lilja og Fríða Rún buðu einnig upp á beikonvafðar kjúklinga- bringur. Þóra Karen, Jenný Sif og Sara Rut buðu upp á beikonvafna kjúklingabringu með pasta og ítalskri tómatsósu. Anna Margrét, Herdís Guðlaug og Sunneva buðu upp á innbakaðan lambavöðva með kryddjurtum. Dómararvið störf. F.v. ÆvarAustfjórð, Jón DaníelJónsson, Kolbrún Þórðardóttir, Ragnheiður Matthiasdóttir og Helga Harðardóttir Herdís Steins, Sunneva Jónsdóttir og Anna Margrét Geirsdóttir Samfylkingin Við erum alltaf i gr fundum á vegum Samfytkingarinnar á xsnv.blog.is Fram til sigurs! Við vinnum fyrir þig Frambjóðendur Samfylkingarinnar eru á ferð og flugi um kjördæmið okkar og það er alltaf eitthvað um að vera. Kíktu í heimsókn í kosningamiðstöðina! Heitt á könnunni og fjörugar umræður í boði! Kosningarnar eru 25. apríl Kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Skagafirði, Ströndinni við Sæmundargötu, sími 860 2096.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.