Feykir


Feykir - 16.04.2009, Page 10

Feykir - 16.04.2009, Page 10
lO Feykir 15/2009 Kokkakeppni Árskóla Kjúklingurinn vinsæll í byrjun mánaðarins var haldin kokkakeppni Árskóla þar sem nemendur 9. og 10. bekkjar keppa sín á milli í eldun og framreiðslu. Krakkarnir elda og framreiða matinn eftir kúnstarinnar reglum og dómarar gefa svo stig og skipa keppendum í sæti. Þetta er í þriðja skiptið sem Árskóli heldur svona keppni en þátttakendur eru nemendur í matreiðslukennslu í Árskóla. Liðin voru fimm að þessu sinni sem kepptu og buðu þau upp á gómsæta rétti. Á síðasta ári fóru sigurvegararnir suður í Menntaskólann í Kópavogi og tóku þátt í matreiðslukeppni Rimaskóla en vegna ástandsins í þjóðfélaginu verður sú keppni ekki haldin þetta árið. Dómarar að þessu sinni voru þau Ragnheiður Matthíasdóttir, Kolbrún Þórðar- dóttir, Helga Harðardóttir, Jón Daníel Jónsson og Ævar Austfjörð og sögðu þau að erfitt hafi verið að dæma og mjótt hafi verið á munum því allt hefði þetta verið jafngott. Raðað var í þrjú efstu sætin og urðu úrslit eftirfarandi: 1. sæti hlutu: Kristín Halla og Sigríður Heiða og buðu upp á kjúldingabringu á lcúskús. 2. sæti hlutu: Ingvi Hrafn og Daníel og buðu þeir upp á karrý kjúkling. 3. sæti hlutu: Anna Sif, Elín Lilja og Fríða Rún buðu einnig upp á beikonvafðar kjúldinga- bringur. Þóra Karen, Jenný Sif og Sara Rut buðu upp á beikonvafna kjúklingabringu með pasta og ítalskri tómatsósu. Anna Margrét, Herdís Guðlaug og Sunneva buðu upp á innbakaðan lambavöðva með kryddjurtum. /ngw' Hrafn og Daníel kræktu í annað sætið með karrý kjúklingi. Dómarar við störf. F.v. Ævar Austfjörð, Jón Daníel Jónsson, Kolbrún Þórðardóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir og Helga Harðardóttir Herdis Steins, Sunneva Jónsdóttir og Anna Margrét Geirsdóttir Samfylkingin Við vinnum fyrir þig ééhm I Vinna1L. x ogvelrerð Við erum alltaf 1 grenndinni. Fylgstu meö uppakomum og fundum á vegum Samfylkingarinnar á xsnv.blog.is Fram til sigurs! Frambjóðendur Samfylkingarinnar eru á ferð og flugi um kjördæmið okkar og það er alltaf eittlivað um að vera. Kíktu í heimsókn í kosningamiðstöðina! Heitt á könnunni og fjörugar umræður í boði! Kosningarnar eru 25. apríl Kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Skagafirði, Ströndinni við Sæmundargötu, sími 860 2096.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.