Feykir


Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 13

Feykir - 22.04.2009, Blaðsíða 13
16/2009 Feyklr 13 (ÁSKORENDAPENNINN ) Úrsúla Árnadóttir skrifar frá Skagaströnd Um líf í gnægö „Ég er kominn til þess aó þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægó." (Jh 10:10) Þessi orð hefur guðspjallamaðurinn Jóhannes eftir Frelsaranum þegar hann útskýrir hirðishlutverk sitt fyrir lærisveinunum sínum og tortryggnum gyðingum. En er hægt að tala um líf í gnægð núna 2000 árum síðar, hér norður við heimskautsbaug í hræðilegri kreppu sem ekki sér fyrir endann á í bráð. Getur Frelsarinn lofað okkur gnægð inní líf okkar hér og nú og hvaða gnægð er hann að lofa? Sannarlega er það ekki ofgnótt veraldlegra verðmæta sem taumlaust flæddi yfirákveðna þjóðfélagshópa til skammstíma. Ekki flatskjáir, sem virðast ætla að verða táknmynd eyðslu og taumleysis. Líf í gnægðum á sér stað þegar manneskjan nær að upplifa snertingu heilags anda í eigið líf. Þegar manneskjan samsamar sig sköpun Guðs í öllum sínum myndum. Finnur til samkenndar, finnur tilgang og markmið með lífisínu. Ótti hverfur og fullvissa og fullnægja fyllirsál manneskjunnar. Kirkjan þín er staður til að finna og rækta lífígnægðum. Er það ekki dásamlegt til þess að vita að um allt land eru sérstök hús, sem við köllum kirkjur, til að upplifa og finna líf í gnægð, rækta sjálfan sig, skoða sinn innri mann og upplifa samfélag við þá sem eru í sömu erindargjörðum, sömu leit. Þessi hús hafa verið reistá liðnum öldum, af forfeðrum okkar, öfum og ömmu, þrátt fyrir skort og fátækt. Þegar hið veraldlega bregst og þegar heimurinn bregst þér þá máttu vita að þú getur leitað til hans sem aldrei bregst og kirkjan hans stendur þér opin. ■ Leitaðu sannleikans um Guð og þú upplifír kyrrð og innri frið. ■ Leitaðu sannleikans um náungann og þú finnur til samúðar. ■ Leitaðu sannleikans um sjálfan þig og þú fyllist auðmýkt. Bemarður af Clairvaux Kristin trú snýst um velferð mannsins íheildsinni. Um samfélag okkar hér og nú. Um samskipti okkar við annað fólk og samtal okkar við okkursjálf. Kristintrú skoðar alltaf lífið í heild sinni og miðarað því að styðja fólk til lífs í fullri gnægð, bæði andlega og veraldlega. Trúin er stöðugt samtal einstaklingsins við sinn innri og ytri veruleika. í hinum ytri veruleika dagsins í dag, hér á íslandi, birtist óréttlætið, spillingin og ójöfnuðurinn, en félagslegt réttlæti er grunngildi í kristinni trú. Að því verðum við að stefna og kalla eftir í komandi kosningum. Penninn fer til Hildar Ingu Rúnarsdótturá Skagaströnd ( MENNINGARUMFjÖLLUN Feykis) Landnám Ingimundar gamla Sagan viö hvert fótspor Þingeyrakirkja. Ljósmynd: PéturJónsson Verkefnið Sögukort Vatnsdæla- sögu var styrkt af Menningar- ráði Norðurlands vestra og snýr að því skapa heildstæða útiminjasýningu um minjar í Vatnsdal og Þingi í A-Hún. Unnið er að því að merkja og bæta aðgengi að fjölda minja sem finna má á svæðinu. Einn liður í verkefninu er að gefa út sérstakt sögukort um minjarnar, þar sem minjastaðimir verða merktir inn á, sagt frá fornleifum og atburðum og sagan gerð Ijóslifandi með teikninum unnum upp úr sögunni, af Ingólfi Björgvinssyni teiknara. Það er Pétur Jónsson verkefnisstjóri sem leiðir okkur í allan sannleika um verkefnið. Að verkefninu stendur félagið Landnám Ingimundar gamla í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu og Fornleifavernd ríkisins, en minjavörður Norðurlands vestra hefur komið að uppmælingu minjastaða, aldursgreiningu og rannsókn á minjunum. Menningarminjar í Vatnsdal og þingi eru óvenjulega margar á mjög afmörkuðu svæði og eru 10 af þeim sérstaklega friðlýstar af Þjóðminjaverði. Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra á stærstan þátt í því að koma verkefninu af stað, en hluti af hans starfi er að hafa umsjón með og yfirfara allar friðlýstar minjar í landshlutanum. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á og stuðla jafnfram að verndun minjanna. Þá er vonast til að verkefnið fái ferðamenn í auknum mæli til að stoppa á svæðinu og nýta sér alla þá fjölbreyttu möguleika sem þar er —............ á að finna. I Vatnsdalnum er ýmsir skemmtilegir útivistarmöguleikar, Vatnsdalshólamir, sagan við hvert fótspor og svo Þingeyrakirkja sem í dagfæryfir 10.000 gesti árlega. Unnið hefurverið aðverkefninu um nokkura ára skeið með rannsóknum og uppsetningu söguskilta og í vetur er unnið að sögukortinu. Félagið fékk 750.000 kr styrk frá Menningarráði og skiptir það sköpum við að kortið verði gefið út í vor. ÍJ ]< ITIenningarráð M JI1 Norðurlands vestra ( MITT LIÐ ) Við Kalli urðum aó velia okkur nýtt I Nafn: Jón Karlsson. Heimili: Sauðármýri 3 Sauðárkróki. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Uppáhaldsliðið mitter Arsenal og hefurverið lengi. Á upphafsárum enska boltans í sjónvarpinu, hallaðist ég að Derby, einhverra hluta vegna. Ætli fyrstu kynnin hafi ekki verið í svarthvítu, kannske með snjókomu á skjánum með vikugamlan leik. Síðan féll þetta lið um deild og við það var náttúriega ekki unandi. Enda tilfinningaböndin ekki orðin sterk. Þannig að við Kalli urðum að velja okkur nýtt lið og Arsenal kom upp. Því verður ekki breytt héðan af á hverju sem dynur. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Hefi ekki lent í alvariegum deilum vegna stuðnings við Arsenal, staðið þó fast á mínu. Stundum orðið var við samsorta nettan hroka hjá stuðningsmönnum Man. Un., ká err og þýska landsliðsins. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Fór 2005 á leik Ars. / M. City. Ógleymanlegar minningar frá þeirri feró. Eitt það eftirminnilegasta var þegar minnst var við sérstaka athöfn afreka kappans lan Wright. Ungmenni komu hlaupandi inná völlinn eitt og eitt, haldandi á fánum allra liðanna í enska boltanum. Á hvem fána varskráð tala, en það var markafjöldinn sem I.W. hafði skorað gegn viðkomandi liði á feriinum. Áttu einhvem hlut sem tengist liðinu? Já eitt og annað. Ég á kaffikrús, þvottapoka, fána, nokkra boli, ARSENALBÓKINA 2002. Svo á ég foriáta trefil (týndur) og húfu (líka týnd ). Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? Samstaða og stuðningur nánustu fjölskyldu hefur ekki verið vandamál - sjá mynd. Uppáhalds málsháttur? Ufðu ívoninni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.