Feykir


Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 3
25/2009 Feykir 3 Blönduós Stórslysi afstýrt Mildi þykir að ekki varð úr stórslys er mótsgestur á Smábæjarleikunum á Blönduósi sat í tjaldi sTnu við að hita kaffi. Eitthvað hafði gasleiðslan úr kúti og í pnmus ekki verið rétt fest og þvf fór eldur frá prímusnum og niður leiðsluna og í átt að gaskútnum. Tjaldgesturinn var fljótur að átta sig á hættunni, greip prímusinn og kútinn og hljóp með það út úr tjaldinu og út á grasið fyrir utan. þar var nýlegar búið að tyrfa svo hægt var að rífa upp þökur og skella þeim yfir allt saman. Slökkviliðið var kallað á vettvangt og tók það vaska slökkviliðsmenn á Blönduósi ekki nema örfáar mínútur að kæla gaskútinn og afstýra Ka/t vatnið varlátið buna á gaskút og prímus. hættu. Tjald við tjald var á tjaldstæðinu á Glaðheimum á Blönduósi um helgina og því ljóst að mikið hættuástand hefði getað skapast hefði kviknað eldur. Bókaútgáfa Sjómannadagurinn á Skagaströnd í 70 ár Út er komin bók um sögu sjómannadagsins á Skagaströnd í 70 ár eða allt frá þvf að hann var fyrst haldinn háb'ðlegur um 1940. Höfund bókarinnar og útgefandi er Lárus Ægir Guðmundsson. Bókin er 70 bls. að stærð og prýdd 180 gömlum og nýjum ljósmynd- um frá margvíslegum at- burðum sem tengjast þessum mikla hátíðisdegi Skagstrend- inga og raunar íslendinga allra. í bókinni er saga hátíðar- haldanna rakin allt frá árinu 1939 og fram til dagsins í dag. Þar er að finna frásagnir af hinum ýmsu þáttum í sjó- mannadagshátíðarhöldunum þennan tíma og deginum lýst í máli og myndum. í bókinni er skrá með myndum yfir alla þá sem fengið hafa heiðurspening sjómannadagsins allt frá árinu 1965 þ egar fyrstu sjómennirnir voru heiðraðir. í lok bókarinnar sem heitir Sjómannadagurinn á Skaga- strönd í 70 ár eru minningar þriggja Skagstrendinga um það hvernig þeir muna þennan dag frá æsku sinni og uppvexti. Útgáfa bókarinnar er styrkt afMenningarráðiNorðurlands vestra. Blönduós ísamstarfí við Hvanneyri Yndisgarðar Húni segir frá Yndisgörðum á Blönduósi sem er samstarfsverkefni Blönduósbæjar og Land- búnaðarháskólans um gerð klónasafns- og tilraunareits. Tilgangur verkefnisins er að velja út heppilegustu tegundir, kvæmi og yrki garðplantna fyrir íslenskar aðstæður með áherslu á opin svæði, útivistarsvæði og skjólbelti. Afrakstur verkefnisins verður listi yfir yrki og kvæmi sem mælt er með í ræktun hérlendis. Lummuhelgin verður um helgina Lummu lummulegt lag Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir er ekki af baki dottin en á dögunum var frumsýndur söngleikur Sólveigar Töfratónar Ævintýra- kistunnar og er skemmst frá því að segja að uppsetning hennar sló í gegn. Nú hefur Sólveig hrist fram úr ermi sinni eitt stykki Lummulag sem hljóma mun nú um Lummuhelgina svo og allar ókomnar Lummuhelgar. Feykir fékk textann sendan og nú er um að gera að leggja hann á minnið og syngja með um helgina. Bœrinn er að springa út, Eitthvað er aðgerast hér, Brettu nú upp ermarnar Hitaðu núpönnuna Lummaðu þig upp! Bregðu á leik með krökkunum Slökktu á símanum! Lummudaga, njótum öll sem eitt. Lummudaga, því Skagfirðingar kunríað rokkafeitt! Lét ekki einhver örugglega ísbirnina vita að nú vœri rétti tíminn, til að kom 'ogfá sér girnilegan bita! Kannski viltu rúsínur, Smá slettu afmjólkurgraut, Endalausar uppskriftir, Engar tvennar eins. Svona er það með mannfólkið Óteljandi útgáfur En lánið leikur við okkur Ég er Skagfirðingur! Grillaðu ígötunni, Sólveig B Fjólmundsdótttir Tœmdu bauk með grannanum Tengslanet kvenna á Norðurlandi vestra Undirbúningsfundur í Kvenna- skólanum a Blönduósi 19. júní Frá fundinum 19.júní síðastliðinn. Það ríkti góður andi í Kvennaskólanum á Blönduósi sl. föstudagskvöld þar sem konur á Norðurlandi vestra hittust til að ræða og undirbúa stofnun tengsla- nets. Á fúndinn komu gestir frá Tengslaneti Austfirskra kvenna og sögðu frá blómlegri starfsemi þess en það tengslanet hefur nú verið starfandi um þriggja ára skeið með góðum árangri. Þrátt fyrir miklar annir og ýmsa viðburði á svæðinu var góð mæting og fjölmargar konur sendu einnig skeyti til fundarboðenda þar sem áhuga var lýst á þátttöku í tengsla- netinu. Á fundinum var skipaður undirbúningshópur sem vinna mun að nánari undirbúningi en áætlað er að formlegur stofnfundur verði haldinn í september næstkomandi. í undirbúningshópnum eru: Ásta fóhannsdóttir, Hvammstanga fensína Lýðsdóttir, Skagaströnd Guðrún Sighvatsdóttir, Sauðárkróki Katrín María Andrésdóttir, Sauðárkróki mun starfa með hópnum fyrir hönd fundar- boðenda, sem voru Vaxtar- samningur SSNV, Vinnumála- stofnun - Atvinnumál kvenna og SSNV-Atvinnuþróun. Við vinnurrrvÉl saman SPARISJÓÐUR Skagafjarðar SJOVA SKAGFIRÐIl'JGABRAUT 9A SAUBARKRÓKUR SlMI 455 5555

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.