Feykir


Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 7
25/2009 FeykJr 7 það sem er efst á baugi hjá mér þessa stundina að fara út í þannig rekstur. En ég útiloka það ekkert, segir Sirrý og segir að hún hafi ekki átt von á því að vinna í þessari samkeppni og bara alls ekki, ítrekar hún. Hjá Þórdísi er hugmyndin þannig til komin að ef tO þess kæmi að Capello þyrffi stærra húsnæði þá væri ekki um auðugan garð að gresja í húsnæðismálum á Króknum. Hugmynd Þórdísar gerir ráð fyrir því að í húsinu verði hárgreiðslustofa, nudd, snyrtifræðingur og slökun. -Ég lærði og vann á Hár Saga sem er í sama húsi og Hótel Saga í Reykjavík en þar eru einmitt hárgreiðslustofa, rakarastofa og SPA, segir Þórdís og fannst sniðugt að hafa þessa starfsemi undir sama þaki en saknar þess að ekki skuli vera álíka starfsemi á Króknum. -Ég hugsaði með mér að ég gæti verið með einn þriðja af plássinu undir hársnyrtinguna en nuddari og snyrtifræðingur myndi skipta hinu plássinu á milli sin, segir Þórdís og telur að auðvelt geti verið að fá snyrtifræðing á Krókinn þar sem atvinnuleysi virðist fara vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís flutti á heimaslóðir árið 2004 og stofnaði fyrirtæki sitt árið 2005 ...og alltaf nóg að gera, sem betur fer, eins og hún segir sjálf og býst við að fjölga starfsfólki um einn í haust. Þegar Þórdís er spurð út í það hvort hún haldi að hennar hugmynd verði að veruleika vill hún taka það fram að allt er þetta á hugmyndastigi og engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi nokkuð í þessa veru en það auðveldar hlutina að hún sé með rekstur og gæti þurft að stækka við sig. -En, það er aldrei að vita, segir Þórdís með bros á vör og segir að allir möguleikar séu opnir. -Ég er alveg til í að skoða þetta. Þegar þær stöllur voru spurðar út í það hvort þær hafi vitað af tillögu hinnar svöruðu þær að svo hafi ekki verið. Þegar þær voru kallaðar í myndatöku fyrir framan Kaffi Krók rifjaðist upp fýrir þeim að þær hittust í Laugum SPA fyrir nokkrum misserum og voru báðar í sæluvimu í dekri og slökun og sjálfsagt að hugsa það sama, mikið væri gott að hafa svona á Króknum. Viðtal við stofnendur hljómsveitarinnar Fúsaleg Helgi Gott aó stofna hljómsveit á Króknum Fjöllistahópurinn hjá Vinnuskóla Skagafjarðar fór á stúfana og hitti meðlimi hljómsveitarinnar Fúsaleg Helgi og lagði nokkrar spurningar fyrir þá Fúsa og Helga. Krakkarnir sem unnu viðtalið heita Fannar Arnarsson, Laufey Rún Harðardóttir og Gísli Þráinn Kristjánsson. Fúsi og Helgi eöa Fúsaleg Helgi. Við fórum niður í Loðskinn þar sem að Fúsaleg Helgi er með æfingasvæði, hittum þar Fúsa og Helga Sæmund og spjölluðum við þá. Helgi og Fúsi eru í tveimur böndum sem eru Bróðir Svartúlfs og Fúsaleg Helgi. Strákarnir æfa á hverju kvöldi niðri í Loðskinn og gengur bara ótrúlega vel með báðar hljómsveitir, Bróðir Svartúlfs vann náttúrulega Músíktilraunir og fékk þá gríðarlega umíjöllun, við ákváðum að koma með smá umfjöllun um Fúsaleg Helgi. 1. Er erfitt að koma upp hljómsveit á Sauðárkróki? -Maður verður bara að þekkja einhvern annan sem er að spila, ef þú átt vini sem eru í músík þá er það ekkert mál, ef þú þekkir engan þá er það erfiðara. Þá er bara að skrá sig í tónlistarklúbbinn. 2. Er góð aðstaða fyrir hljómsveitir hér á Króknum? - Já, miðað við íbúaíjölda þá er góð aðstaða uppi í skóla og í Húsi frítímans. Sveitarfélagið er búið að vera mjög opið íýrir öllu svona. 3. Hvað kallast tónlistar- stefnan sem að Fúsaleg Helgi spilar? -Kántrý / blús / Ambient. 4. Hvernig gengur með bandið? -Það gengur ótrúlega vel miðað við að við erum í Bróðir Svartúlfs, við áttum ekki von á að geta haldið í Fúsaleg Helgi eins og við vorum að gera en fólk er að taka vel í þetta og fílar bandið. Þetta er svo líbó, tónlist til að spjalla við, drekka, slaka á, slást og allt mögulegt. 5. Eru þið að fá einhverja styrki? -Sparisjóðurinn styrkti Bróðir Svartúlfs og ætlar að gera það meira en við erum að fara að sækja um í styrk í menningarsjóð, fólk er mjög jákvætt fyrir að gefa peninga í þetta. 6. Eigum við von á disk frá ykkur? Laufey Rún, Gísli Þráinn og Fannar. -Það er bókað mál, vitum ekki alveg hvenær en þegar að tími gefst til þá eigum við efni í disk. Markmiðið er að koma út diski í vor. 7. Hvað er uppáhalds giggið ykkar? -Á Jónsmessu í Höfðaborg 2008, gekk ótrúlega vel fólk var svo líbó og hresst, stóð upp og klappaði og i Bifröst laugardagkvöldið 20. júní. Það var alveg geggjað. 8. Hvernig varð bandið til? -Það var í seinnipart 2007, fyrir söngkeppni FNV 2008, við vildum gera blúslag fyrir keppnina sem var vel tekið og við tókum það upp. Vorum bara tveir þá en svo fýrir tónleika sem við héldum í apríl 2008 á Mælifelli, datt okkur í hug að hafa “stórsveit” og við hringdum í Nonna og Sævar og þá varð Fúsaleg Helgi til eins og hún er núna. 9. Hvernig gengur ykkur að vera í tveimur böndum? -Gengur býsna vel, vorum búnir að sjá fram á að Fúsaleg Helgi myndi detta upp fýrir, en svo eru alveg 7 kvöld í viku sem við höfum til að æfa og við náum alveg að æfa nóg fyrir báðar hljóm- sveitir. 10. Er þetta eitthvað sem að þið ætlið að halda áfram að gera í framtiðinni? - Já. Þetta er lífið. Veitir manni ánægju og fýllingu í lífið. 11. Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn ykkar? Helgi: Tom Waits, Leonard Cohen og Bruce Spring- steen. Fúsi: Kurt Cobain, Jeff Buckley, Eric Clapton og Stevie Ray. 12. Er svo planið að taka þátt í undankeppni Eurovision? -Ég var einmitt að hugsa um þetta í dag og ég ætla að gera það, Fúsi vill það ekkert, en á örugglega eftir að gera það einhvern tímann. 13. í hvernig sokkum eru þið? Fúsi: Svartir og snúa á röngunni. Helgi: Svörtum sokkum úr Dressman.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.