Feykir


Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 25.06.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 25/2009 ( TÖLVUPÓSTVIÐTALIÐ ) Þórhallur Barðason á Blönduósi er formaður Menningar- og fegmnarnefndar bæjarins en nefndin fer meó umsýslu Húnavöku þetta árió. Feykir sendi Þórhalli tölvupóst og forvitnaðist örlítió um komandi Húnavöku, Þórhall sjálfan auk þess aö spyrja frétta frá Blönduósi. Fulltrúi frá Blönduósi f öllum hljómsveitum Aðeins um manninn sjálfan, hver er hann, hvaðan kemur hann og hvað gerir hann? -Ég er værukært góðmenni og kem frá Paradís, þ.e. Kópaskeri. Ég er söngvari og kenni söng við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga og stjórna Samkórnum Björk. Hvað er síðan að frétta af Blönduósi? -Núna í þessum orðum töluðum em Smábæjarleikarnir ífullum gangi og flaut dómara og hvatningaröskur dynja á okkur. En þér sjálfum? -Allt gott takk. Ert þú eitthvað að syngja þessa dagana? -Það er að mestu sumarfrí á þeim vígstöðum. Nú ert þú formaður menningar- nefndar, hver eru helstu hlutverk nefndarinnar? -Nefndin heitir Menningar- og fegrunarnefnd Blönduósbæjar, en varðandi menningarhlutann, þá emm við ráðgefandi æðri stjórnsýslu bæjarins, bæjarráði og bæjarstjórn og tengiliðir milli menningarfrömuða og bæjarins. Húnavakan er framundan, hvað er á dagskránni? -Já, hún fer fram helgina 17.-19. júlí. Það verða tónleikar með Bróður Svatúlfs og Agent Fresco og svo fjölskylduball með Svörtu sauðunum á föstudagskvöldinu. Á Laugardeginum 18. júlí byrjar dagurinn á söngvara-keppni fyrir börninsemnefnist„Míkróhúnninn”, svo er Blönduhlaupið kl. 11. Kl. 14 verður fjölskylduskemmtun á torginu. Það verða tónleikar í kirkjunni í hádeginu og um kvöldið er kvöldvaka í Kvenfélagsgarðinum. Dagurinn endar svo með stór- dansleik með hjómsveitinni „í svörtum fötum”. Sunnudagurinn er svo helgaður söfnunum okkar. í Hafíssetrinu verður kunngjört hver á besta nafnið á nýju ísbimuna okkar sem drepin var með eftirminnilegum hætti úti á Skaga. Á bókasafninu verður bókamarkaður alla helgina og í Heimilisiðnaðarsafninu verður lifandi dagskrá. Nú er ég að þylja þetta upp úr mér eftir minni og það vantar ömgglega margt. Er von á einhverjum stórum nöfnum á hátíðina? -Já, er það ekki? í svörtum fötum, Skoppa og Skrítla og Gunni og Felix em sjálfsagt stærstu nöfnin sen búið er að semja við. Hvert er hlutverk bæjarbúa í hátíðarhöldunum? -Samkórinn verður með tónleika í hádeginu á laugardeginum. Ungmennafélagið sér um Blönduhlaupið. Að öðru leyti em bæjarbúar ekki mjög duglegir að trana sérfram og kannski þeirséu ekki virkjaðir nóg hátíöarhelgina. Heimamenn hafa samt verið duglegir að skreyta og gera fínt og sækja viðburði þá sem em í boði. Það verða veitt verðlaun á kvöldvöku á laugardeginum, um- hverfisverðlaun, fegursti garðurinn, mesta framtak til fegmnar og svo framvegis og ég trúi því að það hafi jákvæð áhrif. Hverjir eru það sem hafa verið að sækja hátíðina heim, eru það brottfluttir húnvetningar eða hafið þið verið að ná lausa- traffík? -Brottfluttir Blönduósingar hafa notað tækifærið og haldið : bekkjarmót á Húnavöku og svo hafa vinir og ættingjar Blönduósinga verið duglegir að heimsækja þá á þessum tíma. Hvað með íbúa úr nágranna- byggðarlögum ykkar, hafa þeir veríð duglegir að mæta á Húna- vöku? -Það hafa ekki verðið stundaðar neinar rannsóknir á því en ég hef hitt þó nokkra úrnágrannabyggðum á Húnavöku. Nágrannar okkar hafa verið mjög duglegir að koma á böllinn svo mikið veit ég þó. Eitthvað að lokum? -Allir eru hjartanlega velkomnir á Húnavöku og vonast ég til þess að sjá sem flesta fylla götur Blönduósbæjar með hlátri og gleði. Og til gamans langar mig að taka það fram að Blönduósbær og nærsveitir eiga fulltrúa í öllum hljómsveitunum sem nefndar em í þessu viðtali. Húsfreyjurnar á Vatnsnesi Rammíslenskur hátíöarmatur Margir gestir mættu á svæðið og nutu veisluborðsins. Sumarhátíðin Bjartar nætur fór fram í Hamarsbúð á Vatnsnesi 20. júní s.l. í fimmtánda sinn, en það eru Húsfreyjurnar á Vatnsnesi sem standa fyrir henni. Um það bil 390 manns nutu hins margrómaða fjöruhlað- borðs, sem svignaði undan sjaldséðum kræsingum á borð við selkjöt, signa grásleppu, súrsaða selshreifa, kviðsvið, rúsínublóðmör, grafna grá- lúðu, snittum með kæfu og reyktum silungi, heimagerðu skyri og fjallagrasamjólk svo fátt eitt sé nefnt. Gestir fjöruhlaðborðsins kornu ríðandi, gangandi og akandi, og þeir síðastnefndu komu frá öllum landshlutum. Um tónlistina og stemninguna sá Tríó Ragnars Levi. Bögglauppboð var haldið að vanda í stórtjaldinu, en tekið skal fram að allur ágóði uppboðsins rann óskertur til Náttúrugripasafns Grunn- skóla Húnaþings vestra. Veðrið var milt og rólegt, en rigningarskúrir voru um tíma en það er í fyrsta skipti á þessum fimmtán árum sem það gerist í þessari veislu. Þrátt fyrir vætuna skemmtu gestir hátíðarinnar sér vel og er hún rós í hnappagati sýslunnar. Hestamenn létu sig ekki vanta i kræsingarnar. Hákarl ofan á brauð og hettumáfsegg.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.