Feykir


Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 3
31/2009 Feykir 3 Sigurjón Þórðarson_____________ Sækir um fiskistofustjóra Sigurjón Þóróarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og stundakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er á meðal umsækjenda um starf Fiskistofustjóra. Sigurjón er lífFræðingur að mennt auk þess sem hann stundaði í fyrravetur nám við stjórnsýslu í Háskóla íslands en því námi mun hann ljúka núna um áramót. Sigurjón hefur síðustu tvo áratugina fylgst náið með framvindu við stjórn fiskveiða á íslandi og víðar um heim. Hann segist hafa kynnt sér áherslur núverandi ríkisstjórnar í fiskveiðimálum og vill hann gjarnan fá að taka þátt í vinnu við að innleiða þær breytingar sem þar eru boðaðar. -Ég hef yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum og hef m.a. haldið erindi um stjórn fiskveiða í fiskveiðinefnd Evrópusambandsins í Brussel ásamt fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra Færeyja, segir Sigurjón. Ertu bjartsýnn á að fá starfið? -Ég tel mig alla vega eiga erindi en ég reikna líka með því að það séu ýmsir aðrir sem koma til greina. Skagafjórður_________________ Töðugjöld um helgina I tilefni af góðu sumri ætlar Svanhildur á Hótel Varmahlíð að blása til töðugjalda fyrir Skagfirðinga og aðra gesti með söng og gleði um næstu helgi. -Þetta á að verða huggulegt kvöld með skagfirskum mat- seðli úr Skagfirsku matar- kistunni eins og venjulega. Svo ætla Helga Rós Indriðadóttir og Sigurður Skagfjörð að kemmta gestum með söng við undirleik Tomasar Higgerson, segir Svanhildur Pálsdóttir hótelstjóri. -Fiskur og kjöt verður á matseðlinum en eftirrétturinn fer eftir því hvort ég kemst í berjamó. Ég er búin að tína lerkisveppi í Reykjarhólsskógi sem verða á boðstólnum. Að sögn Svanhildar hefur verið mikið að gera í sumar á hótelinu, yfir 90% nýting í júlí og ágúst en þar eru erlendir ferðamenn á bílaleigubílum í meirihluta. -Þetta er gríðarleg aukning frá því í fyrra og september lítur vel út, segir Svanhildur. nÍR OG HICIRI IfCFURI Herra Hundfúll er sæmilega sáttur við að tilkynna um sameiningu Feykis.is og Skagafjörður.com. Nýr vefur verður á slóðinni www.feykir.is og ætti að spretta upp á sína fjóra fætur nú á föstudaginn. Feykir.is verður sem fyrr fullur af ferskum fréttum, kvabbi og kveini, myndum og mögli og meiru til! Guðný, Palli og Óli hlakka til að takast saman á við nýjan og meiri vef. Herra Hundfúll reiknar með að hitta eldhressa Skagfirðinga í sínum nýju heimkynnum en Skagfirðingar ættu að kannast við eitt og annað af gamla Sk.com á Skagafjarðar-síðu Feykis.is. Ath. Á meðan verið er að koma nýja vefnum fyrir á netinu gæti gamli Feykir.is legið niðri. Beðist er velvirðingar á því. Sparisjóður Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfskraft í fullt starf sem fyrst Æskilegt er að viðkomandi aðili hafi reynslu af bankastörfum, sé framsækinn, metnaðarfullur og þjónustulipur. Starfið felst í alhliða þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini og færni í mannlegum samskiptum. $ ^SPARISJOÐUR Skagafjarðar Nánari upplýsingar gefur Kristján Björn Snorrason í síma 455 5554 / 896 1450, eða á netfangið kristjan@spar.is og skal umsóknum skilaö til hans. SPARISJÓÐUR SKAGAFJARÐAR og SJÓVÁ TRYGGINGAR Skagfiröingabraut 9a Sfmi 455 5555 Fax 455 5556 www.spsk.is 40 ára búfræðingar Hólaskóla Komu færandi hendi 40 ára búfræðingar frá Hólaskóla héldu nú um helgina upp á útskriftar- afmæli sitt. Að þvf tilefni færðu búfræðingarnir skólanum listaverk eftir danska listamanninn og hestamanninn Peter Tandrup. Búfræðingarnir skoðuðu sig um á Hólum undir leiðsögn Skúla Skúlasonar. Margt hefur heldur betur breyst - en margt er þó á sínum stað og óbreytan- legt. Hópurinn kom eins og Er eitthvað að frétta? áður sagði færandi hendi en verkið sem hópurinn gaf sýnir hest á skeiði. Verkið er staðsett í Þráarhöllinni ásamt öðru verki eftir sama listamann sem fjörutíu ára útskriftarhópur gaf skólanum í fyrra. Þykja verkin færa höllinni sérlega skemmtilegan blæ en á heimasíðu Hóla kemur fram að Hólaskóli sé þakklátur fyrir gjöfina og þá tryggð og vináttu sem hinir fyrrum nemendur sýna með henni. - Simmn 176 Sparisjóður Skagafjarðar er fjármálafyrirtæki ( heimabyggð sem leitast við að sinna fjármálalegum þörfum íbúa i héraðinu. Sparisjóðurinn leggur áherslu á að styrkja íþrótta-, æskulýðs- og menningarstarf í héraðinu og veitti krónum 7 milljónum til þeirra mála f fyrra. Hjá Sparisjóðnum starfa 5 manns og þar af einn sem sér um tryggingamál fyrir Sjóvá, en Sparisjóðurinn er umboðsaðili Sjóvár. Innlán í Sparisjóðnum hafa aukist um 35% frá síðustu áramótum. Sparisjóður Skagafjarðar er annar af tveimur sparisjóðum á Islandi sem ekki hefur óskað eftir ríkisframlagi eftir bankahrunið. Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði fyrir Sparisjóðinn á næstu misserum. Umsóknarfrestur er til 5. september n.k.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.