Feykir


Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 9

Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 9
31/2009 Feykir 9 Jón Þorsteinn Reynisson harmonikuleikari Lék meö Sinfoníunni átta ára gamall Jón Þorsteinn er fæddur árið 1988 og ólst upp í Mýrarkoti í Skagafirði á mjög músíkríku sveitaheimili. Stórfjölskyldan er mikið tónlistarfólk og má nefna að móðir Jóns er organisti í kirkjusóknum „út að austan“ eins og sagt er í Skagafirði auk þess að vera tónlistarkennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar, systir hans og faðir syngja í kirkjukórnum eins og hann sjálfur og bróðir hans syngur í kórum á höfuðborgarsvæðinu auk þess að spila i hljómsveitinni Múgsefjun. Jón hóf að læra á píanó og blokkflautu aðeins fimm ára gamall og sóttist námið vel. Samhliða því námi ákvað Jón, þá átta ára að læra á harmoniku. Það sama ár lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum henn- ar á Hofsósi. 10 ára tók Jón Þorsteinn þátt í hæfi- leikakeppni á vegum FHUR í Reykjavík og sigraði í sínum aldursflokki og 13 ára sigraði hann einleikarakeppni MENOR sem haldin var á Akureyri. Hann hefur auk þess spilað á harmonikumótum og ýmsum öðrum samkom- um og tónleikum víða um land. -Ég spilaði eingöngu á píanóharmoniku fýrstu árin en skipti yfir á hnappa- harmoniku árið 2006. í rauninni er hnappaharm- onika allt annað hljóðfæri, flóknari og skemmtilegri. Ég þurfti að byrja að læra alveg upp á nýtt, segir Jón og leggur áherslu á hversu mikill munur er á þessum tveimur harmonikum. -Ég og kennarinn minn Stefán Gíslason vorum eiginlega eins og blindir kettlingar þegar við vorum að byrja á þessu. Vorum hvorugur klárir á þessu. En til þess að geta tekið lokaprófið þurfti ég að spila á hnappaharm- onikuna og skipti þess vegna yfir. Ég þurfti að leggjast yfir þetta af öllum þunga og þetta var mikið bras. í dag spila ég ekkert á hina harmonikuna, segir Jón og greinilegt að hann sér ekki eftir þeirri vinnu sem fór í skiptin. Það var vorið 2008 sem Jón lauk framhaldsprófi í harm- onikuleik auk tónfræði- greina frá Tónlistarskóla Skagaíjarðar. Hugurinn stendur greinilega á frekara nám í hljóðfæraleik, en stefnirjóná tónhstar- kennaranám? -Nei. Ég hef ekki áhuga á að kenna, en það getur vel verið að ég nái mér í gráðu. Það getur vel verið að það borgi sig. Nú stefhi ég á að læra hjá Vadim Fjodrov hinum þekkta harmonikuleikara sem kom hingað tO lands ásamt bróður sínum frá Rússlandi og er að kenna í Listaháskólanum. Ég æda að reyna að fara til hans eina helgi í mánuði. Næsta stig er háskólanám og ég stefni þangað en ég er ekki búinn að ákveða enn hvert ég fer eða hvað ég læri námkvæmlega. Það eru margar leiðir færar í þessu. Góðir harmonikuleik- arar hafa löngum verið vinsælir á gömludansa- böUum en Jón hefur lítið verið í þeim skemmtana- bransa. Þó grípur hann í ndckuna á jólaböllum. -Ég spOaði á balli þegar ég var tíu ára í Hlíðarhúsinu með bróður mínum, annars hef ég látið þetta alveg vera fýrir utan jólaböllin. En hvaða lög æth séu í mestu uppáhaldi hjá Jóni? -SkemmtOegast finnst mér að spOa klassík eða barokktónlist. Hún er í mestu uppáhaldi hjá mér. Annars hef ég gaman af að spOa aUt mögulegt. Ég hef mikið verið að spOa í veislum og við skírnir og þessháttar. Þá eru aUskon- ar lög á dagskránni. -Síðasta sumar hélt ég tónleikaröð viðsvegar um landið, sem var styrkt af Menningarráði Norður- lands vestra. Síðastíiðið ár hef ég líka oft verið beðinn að spOa á hinum ýmsu menningarviðburðum og hefúr verið töluvert að gera hvað það varðar, og yfirleitt aUtaf eitthvað framundan, segir þessi spilandi káti hamoniku- leikari. Sveinn Guðmundsson, Júlíus Guðni o£ Evelyn Kuhne. Spjallaó vió bændur Sæll kunningi! Á Lýtingsstöðum í Skagafirði búa hjónin Sveinn Guðmundsson og Evelyn Kuhne og reka þar hestatengda ferðaþjónustu. Þetta er tíunda sumarið sem þau halda úti þessari starfsemi og segja þau að það sé árangur mikillar vinnu. SæU kunningi, er sú kveðja sem fólk heyrir gjarna frá Sveini enda stundum kallaður Sveinn kunningi. Með þessari kveðju tók hann á móti blaðamanni Feykis í síðustu viku og bauð að auki koníak með kaffinu. Þau hjón voru spurð út í vinnuna við ferðaþjónustuna. -Fyrstu árin voru erfið en mikil vinna fór í að standsetja gistiaðstöðuna auk alls hins, segir Sveinn en hann þurfti að breyta íbúðarhúsinu mikið til þess að taka á móti ferðafólkinu. Alls eru sjö herbergi sem þau leigja út, fjögur tveggja manna og þrjú þriggja manna . Flestir gestirnir eru erlendir og mest Evrópubúar. Það er Evelyn sem sér um markaðssetninguna en hún fer aðallega fram gegn um heimasíðubúsins áwww.lythorse.com. -Við auglýsum líka í hestatímaritum og algengum ferðabæklingum og það hefur líka verið skrifað um okkur í ferðamannabækur eins og Lonely Planet og það skilar sínu, segir Evelyn og Sveinn bætir við að besta auglýsingin sé aOtaf ánægður kúnni og það er alltaf markmiðið að þeir fari héðan ánægðir. Sveinn og Evelyn voru sammála um það að bókunarmiðstöð sem var sett upp í Upplýsingamiðstöðinni i Varmahlíð í sumar hjálpi mikið til að beina lausatraffíkinni til þeirra en hún eykst meðan smá samdráttur hafi verið í lengri ferðunum á þessu ári. Lausatraffíkin byggist á hestaleigu frá einum og upp í fjögurra klukkutíma ferðir en lengri ferðirnar taka viku og er þá ferðast um heimabyggðina þ.e. Austur- og Vesturbyggð. Einnigerfarin átta daga hálendisferð og réttarferðir í Stafnsrétt og Laufskálarétt. Þá getum við boðið vinnustaðahópum að koma og fara á hestbak um nágrennið. Á bænum eru yfir sextíu hross á járnum og dugar ekki alltaf til, segir Sveinn og treystir þá á kunningja sína sem lána honum hross þegar á þarf að halda. Fyrir utan leiguhross fá þau Sveinn og Evelyn 8 til 12 folöld á ári sem æduð eru til ræktunar og sölu. Sveinn temur tryppin sjálfur en segist senda þau í þjálfun annað þegar kemur að sýningamálum. -Ég fékk góða hryssu í dóm í vor sem Bjarni Jónasson sýndi fyrir mig. Hún var með 8,27 fyrir hæfileika og 8,13 í aðaleinkunn. Síðasta vor fék ég tólf folöld þar af tvö undan nýkjörnum heimsmeistara Tind frá Varmalæk sem ég bind miklar vonir við, segir Sveinn og glaðlegur glampi kemur í augu hans og greinilegt að hugurinn reikar fram á við þegar takast á við gæðinga framtíðarinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.