Feykir


Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 11
31/2009 FeykJr 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Margrét og Helgi Freyr kokka Suörænn 8 poppaður saltfiskur Þessa vikuna eru það Margrét Helga Hallsdóttir og Helgi Freyr Margeirsson á Sauðárkróki sem deila uppskrift að sælkeraveislu með lesendum Feykis. Þau Margrét og Helgi skora á Ósk Bjarnadóttur og Axel Eyjólfsson á Sauðárkróki að koma með næstu uppskrift. AÐALRÉTTUR Suðrœnn og poppaður saltfiskur UPPSKRIFT FYRIR 8 MANNS 800 gr. saltfiskur, skorinn í litla bita. 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 gul paprika 2 rauðlaukar 1 venjulegur laukur 1 glas svartar steinlausar ólívur 4-6 bökunarkartöflur 4 tómatar Fersk steinselja Grænmetið er skorið í grófa bita, en best er að skera kartöflumar í sneiðar. Krydd: 8 hvítlauksrif söxuð Ca. 2 matskeiðaraf þurrkuðu oreganó Ca 1 msk. Svartur mulinn pipar 2 dl. ólívu olía Þegar búið er að skera allt grænmetið niður þá er þessu öllu blandað vel saman í höndunum og sett í eldfast mót, og sett inn í ofn við 190 gráður í 30 mínútur. Rétturinn er borinn fram með snittubrauði og er gott að dýfa því í vökvann sem kemur úr réttinum. EFTIRRÉTTUR Kókosbollu - bomba Marengsbotn brotinn niður í skál. 500 ml. þeyttur rjómi. Kókosboflum bætt út í rjómann. Ofan á rjómann er sett Nóa kropp.jarðarberogvínber. 150gr. suðusúkkulaði brætt og notað til skreytinga. Uppskrift afmarengsbotni: 5 eggjahvítur 4 dl. sykur Eggjahvítumar og sykurinn þeytt saman og sett á smjörpappír í ofnskúffu eða í 2 tertuform. Bakað við 125 gráður í 1,5 - 2 klukkutíma. Verði ykkur að góðu! Gott úr garóinum Himnesk fæða úr garóinum þínum hraóast Það er komið að uppskerutíma en mörg okkar eiga fulla garða af gimilegu grænmeti. Feykir tók saman nokkrar gimilegar uppskriftir þar sem hægt er að notast við grænmeti sem við sækjum beint út í garð. Blómkálsgratin Vi -1 blómkálshöfuð (ca 500 -700g), skorið í lítil blóm 250 gr. kartöflur, skomar í báta 1 rauð paprika skorin í 2x2cm bita 1 púrra skorin í 1 cm bita 2-4 hvítlauksrif, pressuð 2 tsk. wasabi duft eða mauk 1-3 msk. olia, t.d. kaldpressuð kókosolía 1 msk. tamarisósa 1 tsk. grænmetiskraftur 1-1 V2 dl. vatn 1 d/. möndlur, malaðar 1 dl. sesamfræ Aðferð: Hitið ofninn í 200°C, setjið bökunarpappír í ofnskúffu og grænmetið þar í. Hrærið saman pressuðum hvítlauk, wasabi, kókosolíu, tamarisósu, græn- metiskraft, vatni og hellið yffr grænmetið. Stráiðmöluðummöndlumogsesamfræjum yfir og bakið í um 25 - 30 mín. Mörgum finnst ótrúlega gott að strá rifhum parmesan eða geitaosti yfir, Þessi réttur er frábær einn og sér með salati og speltbrauði, eða sem meðlæti með kjöti eða fiski. Grænmetisbaka Smjördeig í eitt spring form 1 kg. spergilkál 7 egg Salt, pipar 1 tsk. tinjan 20 sneiðar ostur Aðferð: Setjið grænmetið í í formið, ofan í deigið. Hrærið eggin sundur og kryddið til áður en þeim er hellt yfir grænmetið og ostinum raðað ofan á. Bakið bökuna í 180°C heitum ofni í 35 til 40 mín. Blómkáls- og kartöflusúpa 1/2 stór blómkálshaus 1/2 stór kartafla, skorin i teninga 375 ml. téttmjólk (eða nýmjólk fyrirþá sem vilja) 500 ml. grænmetissoð (500 ml. soðið vatn +1-2 grænmetisten- ingar t.d. frá Rapunzel) Nokkrir vorlaukar 1 msk. kókosfeiti eða ólífuolía 13 gr. spelti (kartöflumjöl fyrir þá sem hafa glúteinóþol) 20 gr. rifinn, magur ostur Lítill bútur ferskur parmesan (má sleppa), rifinn á rifjámi Heilsusalt (Herbamare) Pipar Aðferð: Brjótið blómkálið í litla jafn stóra sprota. Setjið blómkálið í stóran pott ásamt mjólkinni, kartöfluteningunum, grænmet- issoðinu og hvíta partinum af vorlauknum (sá græni er notaður ofan á súpuna). Sjóðið allt í 20 mínútur eða þangað til grænmetið er orðið mjög mjúkt. Síið vökvann í stóra skál og geymið grænmetið í annarri skál. Hitið kókosfeitina í stóra pottinum og bætið speltinu saman við. Hrærið allan tímann og mjög hratt í 1 mínútu eða svo (þangað til að úr verður smá grautur). Bætið vökvanum (sem var síaður ffá) hægt saman við, smátt og smátt í einu þangað til allt blandast vel saman. Látið suðuna koma upp og látið malla í 2-3 mínútur. Bætið grænmetinu saman við og smakkið til með salti og pipar. Notið nú töffasprota til að mauka súpuna eða setjið í nokkrum skömmtum í matvinnsluvél eða blandara. Blandið þangað til súpan er orðin silkimjúk (þið getið geymt nokkra bita af blómkálinu til að hafa grófari áferð ef þess er óskað). Bætið rifna ostinum saman við og hrærið þangað til hann bráðnar. Bætið parmesan ostinum út á. Saxið græna hlutann af vorlauknum og dreifið yfir. Berið fram strax. Gott er að hafa nýbakað brauð með súpunni. Broccoli- og blómkálsréttur í ofni 175 grblómkál 175 gr broccoli 1/2 bolli hrein jógúrt 1 bolli magur ostur (11%) rifinn 1 tsk sterkt sinnep 2 msk brauðrasp (t.d. úr speltbrauði eða heilhveitbrauði) Heilsusalt (Herbamare) Svarturpipar Aðferð: Skerið blómkál og broccolí í bita og sjóðið í söltu vatni í 8-10 mínútur. Gott er að láta grænmetið í sigti, skola með köldu vatni og láta vatnið renna af. Setjið jógúrt, rifinn ost og sinnep í skál og hræra saman. Kryddið með salti og pipar og setjið þetta svo yfir grænmetið. Setjið brauðrasp yfir sósuna. Setjið í eldfast mót inn í ofn og bakið í 10- 15 mínútur við 200°C. Það er gott að bera fram tamarisósu og ferskt salat með þessum rétti. Gulrótarbuff úr soónum gulrótum 2 d/ soðnar og stappaðar gulrætur 3 dl soðnar og stappaðar kartöflur 1 msk kókosfeiti eða ólífuolía 4 msk nýrifinn parmesan ostur 2 msk rasp (meira ef þarf). Best að nota speltbrauð (2ja daga gamalt er upplagt) og setja í smástund i matvinnsluvél. Athugið að speltbrauð í bakaríum er yfirleitt með geri sem og sykri svo best er að kaupa gerlaust speltbrauð. 1 tsk ítalskt krydd (t.d. frá Pottagöldrum) Heilsusalt (Herbamare), pipar 2-3 msk söxuð steinselja (má sleppa) Nokkrar matskeiðar spelti Aðferð: Öflu nema speltinu blandað saman og búin til 8 buff sem er svo velt upp úr spelti. Áður en buffin eru mótuð er gott að geyma deigið í ísskáp í um klukkutíma til að auðveldara verði að móta buffin. Bökuð í ofni í um 30-40 mínútur við 200°C. Berið fram með létt-sinnepssósu, hýðishrís- grjónum og fersku salati Góóur kartöfluréttur 1 dós 18% sýrður rjómi 500 g kartöflur 4 egg 2 egg 'A tsk. Salt 100 g skinka 2 meðalstórir tómatar 1/5 tsk pipar 'A tsk múskat 1 paprika 50 g 26% ostur (gouda) 50 g smjör 2 msk graslaukur Aðferð: Harðsjóðið eggin. Flysjið kartöflurnar hráar og skerið í teninga ásamt skinku og papriku. Skerið tómata og egg í sneiðar. Leggið í lögum í skál, tómatsneiðar efst. Sósa: Blandið vel saman eggjum, sýrðum rjóma og kryddi. Klippið graslaukinn smátt og bætið út í. Hellið sósunni yfir í skálina og stráið osti ofan á. Dreifið smjöri í bitum yfir. Bakið í ofni við 200°C í 40 - 50 mín. eða þar til kartöflurnar eru orðnar meyrar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.