Feykir


Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 27.08.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 31/2009 Trésmiðjan Borg hefur verið rekin á Sauóárkróki frá árinu 1963. Lengst af unnu Borgarmenn jafnt í útiverkum og innréttingasmíði en síóustu ár hefur dregió úr útivinnu og í dag er mest unnió vió sérsmíói á hvers kyns innréttingum. Feykir kynnti sér starfsemi Trésmiðjunnar. FYRIRTÆKI VIKUNNAR: Trésmiðjan Borg Með verkefni vel framyfir áramót Það er allt á fullu þegar blaðamaður gengur inn á Borgina og í raun fátt sem minnir á kreppu þegar horft er í kringum sig enda allt á fullu alls staðar. En á Borginni vinna alls 18 starfsmenn. Ég banka hjá Sigurgísla framleiðslustjóra og fæ hann til þess að gefa sér nokkrar mínútur og svara nokkrum laufléttum spurningum um fyrirtækið. Ég byrja á því að spyrja hvernig gangi að reka innréttingafyrirtæki á Sauðárkróki? -Nú í seinni tíð hefur það gengið nokkuð vel enda eru mörg önnur sambærileg fyrirtæki á landsbyggðinni sem segir ol<kur að það gangi ágætlega að reka svona fyrirtæki úti á landi. Sérhæfði þið ykkur eingöngu í eldhúsinnréttingum eða hvað er það sem þið sérhæft ykkur í að smíða? -Við vinnum eingöngu í sérsmíði og smíðum þá í raun allt sem þarf inn í hús, eldhúsinnréttingar, skápa, baðinnréttingar, hurðir, sól- bekki, og jafnvel einstaka húsgögn. Það að geta pantað allt inn í húsið á sama stað hefur óneitanlega marga kosti umfram það að kaupa fjölda- framleidda vöru, þvi þá eru allar spónlagðar innréttingar úr einu og sama trénu sem tryggir að sami blær verði á öllum innréttingum. Þegar innréttingar koma frá mörgum framleiðendum eru þær úr mörgum trjám þó svo viðartegundin sé sú sama því viður getur verið margbreyti- legur með liti og blæbrigði. Nú framleiðið þið mest fyrir Reykjavíkurmarkað, farið þið sjálfir og setjið upp ykkar innréttingar þar eða eruð þið með menn á ykkar snærum á höfuðborgar- svæðinu? - Við erum í samstarfi við fyrirtæki sem heitir BJ upp- setningar sem sjá um stór Reykjavíkursvæðið ef óskað er eftir uppsetningu, þetta er fyritæki var stofnað af fyrrum starfsmanni Borgarinnar og hjá honum vinna strákar sem lærðu einnig hér á Borginni. Nú eruð þið 18 sem vinnið hér, eruð þið alhr menntaðir húsa- eða húsgagnasmiðir? -Smiðirnir eru allir menntaðir húsasmiðir og síðan erum við með tvo nema í húsasmíði, einnig starfa nokkrir verka- menn hjá fyrirtækinu. Eruð þið dýrir? -Við erum kannski ekki ódýrastir en þegar kemur að því að bjóða í verk þarf maður auðvitað að vera ódýrastur til þess að fá verkin. En sérsmíði er alltaf dýrari heldur en fjöldaframleiðsla. Það hefur þó aðeins verið að breytast og hefur bilið á milli okkar og innfluttrar fjöldaframleiðslu minnkað með ógnarhraða síðasta árið. Við gerum föst verðtilboð í flest öll okkar verk. Innrétting í meðaleldhús er að kosta þetta 12-14 hundruð þúsund og alveg upp í þrjár milljónir allt eftir gerð og efnum sem í innréttinguna eru notuð. Við erum mest að vinna eftir teikningum frá arkitektum en teiknum einnig sjálfir ef þess er óskað og þá er það innifalið í verðum. Við höfum verið að upplifa breytingu á okkar viðskiptamannahópi að því marki að fólk sem áður var að sækja í fjöldaframleiddar innfluttar innréttingar er í auknu mæli farið að leita til okkar enda er samkeppni við innfluttar innréttingar nánast að detta upp fyrir. Hvemig hefur kreppan leikið ykkur? Við fundum verulega fyrir henni fyrst. En síðan er þetta allt að koma til baka. Það fraus allt þegar hrunið var en síðan urðu menn að halda áfram með þau verk sem þeir höfðu farið af stað með enda var mikið að hálfbyggðum húsum út um allt. Þá er fólk að breyta gömlu húsunum sínum, framkvæmdir sem fólk var búið að ákveða að fara í hafa nú farið af stað enda orðið nokkuð ljóst að ástandið er ekki að fara að breytast neitt á næstunni. Það er því nóg að gera hjá okkur eins og staðan er í dag þó svo að nýbyggingum hafi fækkað mikið. En á móti kemur að eldri hús eru endurnýjuð. Ertu bjartsýnn á framhaldið? -Maður verður að vonar það besta. Þetta kemur svona í kippum. Eins og staðan er í dag er nóg að gera vel fram yfir áramót sem er ágætt miðað við það sem við sjáum yfirleitt fram í tímann. Við fáum alltaf töluvert af nýjum verkum til þess að bjóða í og þá er alltaf von til þess að eitthvað af þeim detti inn. Undirboðin sem einkenndu markaðinn um tíma eru á undanhaldi sem segir manni að flestir hafi nóg að gera eins og er. Sigurgísli og Björgvin Sveinsson. Lára einbeitt viö vinnu sína. Hrannar Freyr viö vinnu sina. Borgin sérhæfir sig íhverskyns innréttingum. Lúövik og Fúsi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.