Feykir - 01.10.2009, Blaðsíða 11
36/2009 Feykir 11
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR )
Sandra og Ragnar kokka
Hrefnuforréttur og
Teiryaki-fiskréttur
Það eru hrossaræktendurnir og tamningafólkið á Efri-
Mýrum þau Sandra Maria Marín og Ragnar Stefansson
sem koma með Ijúffengar uppskriftir að þessu sinni.
Þau sækja hráefnið í hafið og bjóða upp á hrefnukjöt og
ýsu sem eru tilreidd á snyrtilegan hátt.
Hrefnuforréttur
Kryddlegið hrefnukjöt í soyja-
sósu, hunangi og balsam-
ediki.
Látið liggja í þrjá tíma
og snöggsteikið svo á grill-
pönnu.
Mauk:
Rauðlaukur steiktur í olíu
2 msk. hunang
Balsamedik (t.d. Fattorie
Giacobazzi-Balsamix)
Soðið saman í mauk, kjötið
skorið niður og borið fram
með snittubrauði.
Teiryaki-fiskréttur
fyrir4
2 ýsuflök, skorin niður
3 bollar soðin hrisgrjón
1,5 dl. teriyakisósa
(Kikkoman)
Rifinn hvítlaukur
1 dós afkotasælu
1 dósafsveppum
1 dós afmaís
Sett saman í eldfast mót.
Rjómi og rifinn ostur settur
yfir. Bakað í ofni 180°c
þangað til að osturinn er
gylltur.
Verði ykkur að góðu!
Þverárrétt
Stóóréttir og Ijósmyndasýning
Stóðréttir vom haldnar í Þverárrétt íVesturhópi
um helgina eða laugardaginn 26. september.
Ekki viðraði vel til gangna- og réttarstarfa
og var veður um frostmark og gekk á með
hríðaréljum á meðan réttarstörf stöðu yfir.
Fjölmargir hrossabændur létu það þó
ekki aftra sér frá réttarstörfum og var fjölda
hrossa réttað að venju. Kvenfélagið Ársól
sá um veitingar í réttarskúrnum og var
heitt kakó og vöfflur með sultu og rjóma
kærkomið til að ylja fólki í kuldanum.
Þá var búið að setja upp í kaffiskúrnum
sýningu þar sem saga réttarinnar er sögð
í máli og myndum. Safnað hefúr verið
saman ljósmyndum frá ýmsum tímum,
þær elstu frá því stuttu effir 1930 og margt
forvitnilegt sem kom fram á sýningunni um
réttar- og gagnastörf í Þverárhreppi hinum
forna. Sýningin er styrkt af Menningarráði
Norðurlands vestra.
Myndirnar tók Pétur Jónsson.
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON )
Vísnaþáttur 507
Heilir og sælir lesendur góðir.
Helgina 19.-20. sept. síðastliðinn voru
mikil hátíðarhöld vegna áttatíu ára
afmælis Kvæðamannafélagsins Iðunnar.
Bjarney Arnórsdóttir mun hafa ort af því
tilefni.
Þegar kveðurþýðum rómi
þulur snjöllu stökurnar.
Þá er líkt og endurómi
afturgömlu vökurnar.
Ingólfiir Ómar yrkir þessa í tilefni
affnælisins.
Léttir trega lífgar brá
líkt og dœmi sanna.
Stakan snjalla ítök á
enn í hugum manna.
Eftir að hafa hlustað á formann félagsins
orti Ingólfur.
Flugu kvœða kviðlingar
á kímni ei þar skorti.
Stórkostlegur Steindór var
stökur snjallar orti.
Það er Ágúst Guðbrandsson frá
Hækingsdal sem yrkir svo snjalla vísu.
Ljósumfaldi hreykir hátt
hafmey sjaldan betur.
Rósum kaldinn feykir, fátt
friði haldiðgetur.
Örugglega sjá margir lesendur hver snilld
felst í þessari vísu. Get samt ekki stillt mig
um að birta hana aftur með öðruvísi
meiningu.
Getur haldiðfriðifátt
feykir kaldinn rósum.
Betur sjaldan hafmey hátt
hreykirfaldi Ijósum.
Gaman fyrir þá sem geta svo vel gert.
Einhverju sinni er Ágúst sá mynd af
Hannibal Valdimarssyni í Tímanum varð
þessi til.
Mjög nú skortir manna val
mœddan Tima -garminn.
Hefur 'ann mynd afHannibal
hengt í treyjubarminn.
Gaman að birta næst þessa góðu vísu
eftir Ágúst. Ennþá hringhenda.
Mín er trú á dyggðir dauð
til dáða lúinn, staður.
Ég er rúinn öllum auð
alveg búinn maður.
Freistandi að bæta þessari við eftir
Ágúst.
Mér hefur stundum yljað öl
eftir nóttu svarta.
Enginn skildi kvarta um kvöl
þótt kenni til í hjarta.
Þar sem enn eru menn í göngum og
allskonar heimalandasmölun er ágætt að
rifja næst upp þessa kunnu vísu Baldvins
Jónatanssonar.
Degi hallar. Dýrlegt er
daggarjjall á túnum.
Smalar allir hóa hér
hátt íjjallabrúnum.
Markús Jónsson frá Borgareyrum var
kunnur hagyrðingur á seinni tíð. Þessi
mun vera eftir hann.
Við töfra glœstar tískumyndir
teiknaranum yfirsést.
Þegar ástin elda kyndir,
Evuklœðin reynast best.
Önnur kemur hér eftir Markús.
Freistingar áfótum tveim
fœrt hafa marga í nokkra sekt.
Því aðfallafyrir þeim
erframar öðru notalegt.
Jón Hansson hefúr líka fallið í freistni.
Freistingin erfremursœt
flestum þó að meini.
Sumum þykirsyndin mœt
sé hún drýgð í leyni.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson finnur
freistinguna í ljóðagerðinni og yrkir.
Einn tilfundar oft égkem
óðardís að hitta.
Efalaust ég enda sem
andlegfyllibytta.
Sá kunni snillingur Jón Þorsteinsson frá
Arnarvatni mun eiga þessa.
Allt er mcelt á eina vog
í því svarta skýji.
Helmingurinn öfgar og
afgangurinn lýgi.
Þá er gaman að birta hér næst þessa
mörgum kunnu og merkilegu vísu sem
ég held að ég fari rétt með að sé eftir Jón
á Arnarvatni.
Slyng er tófa að grafa göng
glingrar spói um mýrar hring.
Kringum mó við hrauna hröng
hringlar snjóugt beitilyng.
Ótrúleg orðagnótt sem þvi miður virðist
ekki lifa í dag.
Sá snjalli Halli Hjálmarsson frá Kambi
mun ef ég man rétt hafa ort þessa.
Tölumfagurt tungumál
teygjum stutta vöku.
Lyftum glasi, lyftum sál
látumfiúka stöku.
Gott að enda með þessum beiska
sannleika Halla.
Flaskan mörgum leggur lið
lœknar dýpstu sárin.
Hópur manna heldur við
hana gegnum árin.
Verið þar með
sœl að sinni.