Feykir


Feykir - 05.11.2009, Side 2

Feykir - 05.11.2009, Side 2
2 Feykir 41/2009 Blönduós Norðurland vestra Flísalögn á sund- laug gengur vel Sundlaugin á Blönduósi verður öll hin glæsilegasta. Mynd: Blönduós.is Unnið hefur verið að flísalögn á nýju sundlauginni á Blönduósi síðustu vikur og er því verki lokið. Var tjaldað yfir sundlaugina á meðan til að hafa sem bestu vinnuaðstæður og var tjaldið færtyfir ápottana og vaðlaugina sem verða einnig flísalögð. Þá er vinna við að ljúka tengiganginum langt komin og er skemmtilegur heildarsvipur að koma á allt verkið. Leiðari Hinn beitti hnífur niðurskurðarins Mér hefur sl. vikur verið tíðrætt um hinn beitta hníf niðurskurðar sem verið hefur á loftí hjá ríkinu sl. vikur. Ekki það, að ráðamenn þjóðarinnar eru ekki öfundsverðir afhlutskipti sínu þessar vikurnar en engu að síður hlýtur krafa okkar sem landið byggjum að vera sú að jafnt verði látíð yfir alla ganga. íþessari viku ferFeykir afstað meðþriggja vikna umjjöllun um fjárlögin en í umjjöllun okkar munum við taka fyrir niðurskurð til heilbrigðismála, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og sýslumannsembætta, lögreglu - og héraðsdómsembætta. Hver umfjöllun endar síðan á þeim spumingum sem eftír standa þegar jjallað hefur verið um málið með augum heimamanna. Spurningarþessar verða sendar tíl viðkomandi ráðuneyta ogfá þau viku tíl þess að senda okkur svör sín. Svörin verða síðan birt í Feyki. Erþað von mín að lesendur takiþátt íþessari vinnu með okkur og sendi okkur ábendingar um hvemig niðurskurðurinn kemur niður á einstaka svæðum eða atvinnugreinum. Krafa okkar er sú aðjafnt verði skorið niður hjá öllum landshlutum en ekki lítið hjá sumum og mikið hjá öðrum. Á okkar svæði virðist niðurskurðurinn ætla að verða mikill og því hljótum við að mótmæla öll sem eitt. Ábendingar og reynslusögur má senda á netfangið feykir@feykir. is Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum [Feykir Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgdamiaður Á skriftarverð: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir 275 krónur hvert tölublað Borgarflöt 1 Sauðárkróki feykir@nyprent.is ® 4557176 með vsk. Póstfang Feykis: Blaðamenn: Lausasöluverð: Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson 325 krónur með vsk. palli@nyprent.is ® 8619842 Áskrift og dreifing Blaðstjórn: Óli Arnar Brynjarsson Árni Gunnarsson, oli@nyprent.is Nýprent ehf. Áskell Heiðar Ásgeirsson, Lausapenni: Sími 455 7171 Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Dagbjartsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Nýprent ehf. Hætta á að mjaltaþjónar bænda verði óstarfhæfir Fóðurblandan h.f og DeLaval A/S hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Fóðurblandan taki yfir sölu og þjónustu á vörum DeLaval á íslandi. Bbl.is segir að farið er að bera á skorti á varahlutum og rekstrarvörum í DeLaval mjaltakerfi og segja þjónustu- aðilar að raunverulega hætta sé á að mjaltaþjónar bænda verði óstarfhæfir ef upp koma í þeim bilanir. Vélaver, umboðsaðili DeLaval á íslandi, lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti 17. ágúst síðastliðinn og er svo komið að skortur er orðinn á DeLaval vörum í landinu. Tilkynning barst frá DeLaval í byrjun þessa mánaðar um að fyrirtækið hefði leitað til Fóðurblönd- unnar um samstarf vegna sölu og þjónustu á DeLaval búnaði á íslandi og þar sem samningar hafa tekist milli fyrirtækjanna má búast við að varahlutir fari að berast til landsins svo ekki þurfi að handmjólka ef mjalta- þjónar bila hjá bændum. Húnaþing vestra Ný Samstaða Það var jákvæðni og bjartsýni nkjandi á stofnfundi á Staðarflöt f Hrútafirði s.l. Iaugardag,enþásameinuðust Verkalýðsfélag Hrútfirðinga og Stéttarfélagið Samstaða í eitt félag sem mun bera nafn þess síðarnefnda. Á stofnfundinum hlýddu fundargestir á fallegan söng og undirleik sem kennarar og nemendur tónlistarskólanna á svæðinu fluttu. Sérstaka hrifningu vakti söngur lítillar stúlku sem söng Maístjörnuna með sannkallaðri englarödd. Kosið var til stjórna og nefnda til aðalfundar 2010. Ásgerður Pálsdóttir var kosin formaður félagsins. Lög og reglugerðir fyrir félagið voru samþykkt á fundinum. Þau verða svo prentuð og send til félagsmanna. Fjárhagslegur samruni félaganna verður ekki fyrr en um áramót, svo að greitt verður áfram til gömlu félaganna til áramóta. Nánar verður sagt frá undirbúningi sameiningarinnar og fund- inum í kynningarblaði sem kemur út fyrir jólin. Norðurland vestra Fjölgar mikið á atvinnuleysisskrá Eftir að atvinnuástand hafði lagast mikið á Norðurlandi vestra f vor og sumar flölgaði í sfðustu viku skyndilega mjög á atvinnuleysisskrá. Fjölgaði atvinnulausum á svæðinu úr 88 í 119 á svo til einni viku. Á heimasíðu Vinnumála- stofnunnar má enn finna eitthvað um laus störf á svæðinu en þó verður að segjast að eins og staðan er í dag er ekki um auðugan garð að gresja á þeim bænum. Sauðárkrókur Búhöldum synjað um niðurfellingu gjalds Byggðarráð Skagafjarðar hefur hafnað erindi frá Búhöldum hsf. þar sem félagið óskaði eftir því að gjald vegna endurúthlutunar lóða við Iðutún 1-3, Iðutún 5 -7 og Iðutún 9-11 verði fellt niður. FVoru það rök Búhalda að þar sem gjaldtakan hefði ekki verið kynnt félaginu og ekki auglýst með formlegum hætti skyldi hún felld niður. í rökstuðningi byggðarráðs segir að þann 29. janúar 2009 hafi sveitarstjórn staðfest gjaldskrá tæknideildar, þar á meðal var gjaldtaka vegna lóðaúthlutana. Sauðfjárrækt Ullarverð hækkar til bænda Skrifað var undir nýtt samkomulag um ullarviðskipti fyrir helgi. Samkvæmt þvf hækkar verð ullar til bænda um 8% frá og með 1. nóvember. Rekstur ístex hefur gengið vel á því ári sem nú er að líða (uppgjörsár þess er frá 1. nóv-31. okt) og fyrirtækið fjórfaldar hlut sinn í ullarverðinu á milli ára. Það breytti þó fors- endum að miklu meira magn ullar barst til ístex á liðnum vetri heldur en fyrri samningur gerði ráð fyrir eða 717 tonn í stað 640. Þar sem greiðslur vegna ullar- nýtingar í sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki magntengd, hefur það áhrif á verðlagninguna nú. Skagaströnd__________ Námskeið í olíumálun í Nesi lista- miðstöð Nes listamiðstöð býður uppá námskeið f olíumálun helgina 14.-15. nóvember. Kennari á námskeiðinu er Halldór Árni Sveinsson en hann hélt námskeið hjá Nesi listamiðstöð f júní 2008 við góðan orðstýr. Halldór Árni sem kennir að öllu jöfnu íjölmiðlun við Flensborgarskóla í Hafnarfirði hefur jafnframt kennt olímálun við Námsflokka Hafnarfjarðar og víðar síðustu tuttugu árin. Á námskeiðinu, sem er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum, verður farið í val á myndefni, myndbyggingu og blöndun, notkun og meðferð olíulita. Námskeiðið í olíumálun hjá Nesi listamiðstöð er liður í verkefninu Lifandi list, sem styrkt er af Vaxtar- samningi Norðurlands vestra. Nánari upplýsingar fást hjá Nesi listamiðstöð nes@neslist.is og í síma 452 2816 og er námskeiðsgjald 9.000 kr.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.