Feykir - 05.11.2009, Side 7
41/2009 Feykir 7
Vísindi: Feykir mun á næstu mánuóum birta
kynningar á þeim fyrirtækum og stofnunum sem
stunda vísindarannsóknir á Noróurlandi vestra. í
þessu blaói og næst munum vió kynna til leiks þau
fyrirtæki og stofnanir sem taka munu þátt í
kynningunni. Kynningar vísindafólksins munu síóan
birtast á þriggja vikna fresti eftir þaö.
Eflum alla dáö!
Um 170manns
I starffavið vísiitdarannsókiiirl
a Nordurlandi vestra^
..vf'
Umfang rannsókna- og þró-
unarstarfs á landsbyggðinni
hefiir vaxið töluvert hin síðari ár
og hafa fjölmörg útibú skóla,
stofhana, setra, ffumkvöðla- og
sprotafyrirtækja verið stofhuð í
dreifðum byggðum landsins.
Hluti af þessari uppbyggingu
hefur verið á vegum hins
opinbera í samræmi við stefhu
stj órn-valda að efla sérffæðistörf
á landsbyggðinni, en önnur
hefur verið á vegum ein-
staklinga og fyrirtækja. Alls eru
um 160 manns sem vinna við
störf sem mætti tengja við
rannsóknar- og þróunarstarf á
Norðurlandi vestra í dag í um
25 stofnunum og fyrir-tækjum.
Á yfirlitskortinu sést
dreifing þessarar fjölbreyttu
starfsemi ogfjöldi starfsmanna
sem starfar á hverjum stað. Að
auki eru reknar þrjár heil-
brigðis- og heilsugæslustofn-
anir á svæðinu þar sem starfa
rúmlega 300 manns. Nokkur
rannsóknar- og þróunarvinna
fer fram innan veggja þessara
stofnana. Ekki má síðan
gleyma þvi að mikið þróunar-
starf á sér stað í skólum á
öllum stigum á Norðurlandi
vestra.
Oft á tíðum er uppbygging
þessarar starfsemi ný af nálinni
í þeim byggðarlögum sem hún
er staðsett í og skapar ný
atvinnutækifæri sérfræðinga í
ýmsum greinum vísinda á
landsbyggðinni. í mörgum
tilfellum getur þessi starfsemi
nýst sveitarfélögum að leita
sér sérfræðiþekkingar heima
fyrir í stað þess að sækja slíka
þjónustu í stærri byggðarlög.
Auk þess að skila auknum
tekjum til sveitarfélaganna þá
auðgar þessi starfsemi
fjölbreytileika atvinnulífsins
og ekki síst mannlífið.
En hvað er þetta fólk að
gera? í hverju felst þessi starf-
semi? Það er eðlilegt að slíkar
spurningar vakni þegar um
nýjungar er að ræða í
atvinnusköpun. Off á tíðum er
um mjög sérhæfða starfsemi
að ræða en í öðrum tilfellum
er viðfangsefnið almennara.
Kynning er þó mikilvæg og
eru þessi greinarskrif liður í
því að kynna þessa fjölbreyttu
starfsemi og varpa ljósi á
mikilvægi hennar. Hér á eftir
eru talin upp og kynnt lauslega
skólar, stofnanir, setur, frum-
kvöðla- og sprotafyrirtæki
sem við teljum heyra undir
rannsóknar- og þróunarstarf á
Norðurlandi vestra. Þetta er
áreiðanlega ekki tæmandi listi
en ætti að gefa hugmynd um
umfang starfseminnar og
Qölda starfsmanna. Við viljum
auðmjúklega biðjast fyrirfram
velvirðingar ef einhverjum
finnst hann verða útundan.
Það er örugglega ekki gert af
illmennsku eða ásetningi!
í kjölfar þessa yfirlits mun
síðan birtast greinaröð hér í
Feyki þar sem einstaka
vísindamenn kynna áhugaverð
rannsóknarefni sem þeir eru
að vinna að. Fyrirhugað er að
greinar birtist á þriggja vikna
fresti og má gera ráð fyrir
mjög fjölbreyttum umfjöllun-
arefnum.
Þorsteinn Sæmundsson
ogSólrún Harðardóttir
HÓLAR í HJALTADAL
Hólaskóli
- Háskólinn á Hólum [65]
www.hoiar.is
• Við Háskólann á
Hólum eru stund-
aðar víðtækar
rannsóknir í öllum
deildum skólans.
Rannsóknir eru
ásamt kennslu meginþáttur starfs-
eminnar. Samstarf er um rannsóknir
við aðrarstofnanirhérlendisen stærsti
hluti rannsóknanna er alþjóðlegur.
Nemendur í rannsóknartengdu
framhaldsnámi eru margir erlendir.
Hátt hlutfall rekstrartekna skólans eru
rannsóknarstyrkir.
Ferðamáladeild leggur áherslur á
rannsóknir á eftirfarandi sviðum:
a. uppbyggingu og ímynd
áfangastaða,
b. vöruþróun og rekstur,
c. menningu, náttúm, mat og heilsu,
afþreyingu og útivist og
d. kennsiufræði ferðamála.
Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
Helstu rannsóknarsvið deildarinnar
eru fiskeldisfræði, fiskalíffræði, Iffeðlis-
fræði, vistfræði og þróunarfræði.
Hestafræðideild
Helstu rannsóknarsvið deildarinnar
eru: frjósemi, fóstu rvísafl utn i nga r,
þjáIfunarlffeðlisfræði, sjúkdómar og
heilsufræði, atferlisfræði, fóðurfræði
og reiðkennslufræði
Háskólasetur Háskólans
á Hólum á Blönduósi
Sjá nánar undir Blönduós.
Hólarannsóknin [30]
Þverfagleg vísindarannsókn þar
sem að koma innlendir og erlendir
sérfræðingar úr flestum greinum
menningarsöguiegra rannsókna.
Markmið rannsóknarinnar er m.a. að
fá heildarmynd af þróun staðarins
og umhverfis hans og enn fremur að
afla nýrra gagna um sögu íslands og
samskipti til foma við umheiminn.
Hólarannsóknin teygir anga sína
víða um héraðið og á hennar vegum
hafa einnig verið fomleifarannsóknir
í Kolkuósi og í Keldudal. Hólarann-
sóknin er samstarfsverkefni skólans,
Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóð-
minjasafn Islands. Hólarannsóknin
stendur að vettvangsskóla í
fomleifafræði.
Guðbrandsstofnun
Sjálfstæð rannsókna- og fræðastofn-
un við Háskólann á Hólum. Háskólinn
á Hólum, embætti Hólabiskups f.h.
Þjóðkirkjunnar og Háskóli íslands em
aðilar að Guðbrandsstofnun. Mark-
mið stofnunarinnar er að treysta
þekkingu á sviði ýmissa fræðigreina,
einkum guðfræði, sögu, bókmennta,
fomleifafræði, siðfræði, prentlistar
og sögu, kirkjulistar, tónlistar og
myndlistar og raunvísinda.
Dýralæknir
hrossasjúkdóma [ij
www.mast.is
Fornleifavernd
ríkisins [2]
www. fomleifavernd. is
Sérfræðingsstaða
‘*./:{?7SS,r við embætti
yfirdýralæknis
sem komið var á fót árið 1994 til
að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum
gegn hrossasjúkdómum. Nú heyrir
staðan undir dýraheilbrigðissvið
Matvælastofnunar. Rannsóknir
á hrossasjúkdómum og líffræði
hestsins er umtalsverður þáttur í
starfi dýralæknis hrossasjúkdóma og
eru nokkur stór rannsóknaverkefni í
gangi um þessar mundir.
Héraðssetur
Landgræðslunnar [ij
www.land.is
Héraðssetrið hóf
starfsemi sína árið
1996.Starfssvæði
héraðssetursinser
Vestur- og Austur-
Húnavatnassýslur
og Skagafjarðarsýsla. Helstu verkefni
em umsjón með verkefnunum.
Bændur græða landið og Vamir gegn
landbroti af völdum fallvatna, beitar-
og gróðureftirlit og ráðgjöf þar um.
Ennfremur gæðastýring í hrossa- og
sauðfjárrækt.
Sögusetur íslenska
hestsins [2]
www.sogusetur.is
Alþjóðleg miðstöð
Twíí þekkingar og
jr( fræðslu um
sögu hestsins.
**írA~v& Sögusetrið safnar
margvíslegum
heimildum um íslenska hestinn, vinnur
að uppsetningu heimildarbanka og
Ijósmyndasafns, uppsetningusýninga
og að margskonar fræðslustarfi. Þá
er setrið í víðtæku samstarfi. Setrið
stundar rannsóknir sem er jafnframt
gmnnur að fræðslu- og sýningarstarfi
þess.
SAUÐÁRKRÓKUR
Byggðastofnun -
þrounarsvið [7]
www.byggdastofnun.is
Hlutverk þróunar-
sviðs Byggðastofn-
unar er m.a. gerð
byggðaáætlunar
til fjögurra ára
og samstarf við
atvinnuþróunarfélögin. Sömuleiðis
gagnasöfnun og úrvinnsla upplýs-
inga, umsjón með og vinna við
úttektir, rannsóknir og annað
þróunarstarf á sviði byggðamála og
atvinnulífs.
Þróunarsvið er tengiliður gagnvart
margskonar erlendu samstarfi svo
sem Norðurslóðaáætluninni (NPP),
Norrænu Atlantsnefndinni (N0RA),
ESP0N sem er samevrópsk rann-
sóknarstofnun á sviði byggðamála og
norrænu embættismannanefndinni
um byggðamál.
Stjórnsýslustofnun
sem heyrir undir
menntamálaráð-
herra. Markmið
þjóðminjalaga og
hlutverk Fomleifa-
vemdar er að tryggja eftir föngum
varðveislu menningarsögulegra minja
í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og
kynni þjóðarinnar að þeim og greiða
fýrir rannsóknum. Stofnunin er
staðsett á sex stöðum á landinu.
Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga [io,5j
www. skagafjordur. is
Safnið hefur það
meginhlutverk
að safna skjölum
opinberra aðila
í Skagafirði sem
varðveisluskyld eru.
Héraðsskjalasafnið
safnar einnig gögnum eintaklinga
og fyrirtækja og Ijósmyndum frá
almenningi. Safnið sér um skráningu
ogvarðveislu þessara gagna ogsinnir
rannsóknum á þeim eftirföngum. Við
safnið em ávallt unnar rannsóknir
sem byggjast á þeim plmörgu
fyrirspumum sem safnið fær til sín,
en þær eru um 700 á hverju ári.
Þá hefur undanfarið verið unnið
að umfangsmiklum rannsóknum á
einstökum safnhlutum.
Leiðbeininga-
miðstöðin ehf [8]
Miðstöðin sinnir
ráðgjafaþjónustu
fyrir bændur og
búfjársæðingum
skv. samningi við
Búnaðarsamband
Skagfirðinga. Ráð-
gjafaþjónustan snýr að almennri
og sérhæfðri ráðgjöf varðandi
landnýtingu, jarðrækt og áburðar-
notkun, kynbætur, fóðmn og
aðbúnað búfjár, búrekstur og gerð
rekstraráætlana.
Auk þess sinnir LBM sþómun,
bókhaldi og fleim fyrir aðila innan
héraðs sem utan, bændursem aðra.
Félagið sinnir búfjáreftirliti í Skagafirði
og á Siglufirði.
Náttúrustofa
Norðurlands vestra [3]
www.nnv.is
NATTURUSTOFA ____
Norðurlands vestra zUUU
Náttú rustofa
^ Norðurlands
vestra var
stofnuð árið
og er
staðsett á
Sauðárkróki. Um hlutverk stofunnar
er kveðið á í lögum um Náttúm-
fræðistofnun íslands og náttúmstofur
frá árinu 1992 með síðari breytingum.
Starfssvið Náttúmstofu Norðurlands
vestra er margþætt en vísindalegar
náttúmrannsóknir, gagnasöfnun um
náttúmfar, vöktun á náttúm landsins,
ráðgjöf á verksviðum stofunnar og
fræðsla em meðal helstu verkefna
hennar. Bæði jarðfræði- og
Iíffræðirannsóknir eru stundaðar á
stofunni.