Feykir - 05.11.2009, Blaðsíða 8
8 Feykir 41/2009
Matthildur Kemp Guðnadóttir prófaói aó ganga í skoskan barnaskóla
Ævintýri í Skotlandi
Ég heiti Matthildur Kemp
Guðnadóttir og er í 6. bekk
í Árskóla. Mamma mín,
Kristbjörg Kemp, er
kennari þar. Mamma hafði
lengi hugsað sér að fara til
Skotlands og heimsækja
skóla sem Árskóli hefur átt í
samstarfi við í nokkur ár.
Skólinn heitir Balwearie
High School og er í bænum
Kirkcaldy. Ég varð mjög
glöð þegar mamma bauð
mér að koma með sér. Hún
var búin að fá leyfi til að ég
mætti vera í skólanum þann
tíma sem hún var að kynna
sér störf í enskudeildinni. í
Balwearie eru 1700
nemendur á aldrinum
11-18 ára. Ég var boðin
velkomin sem fyrsta árs
nemi í vikutíma.
Ævintýrið hófst laugar-
daginn 3. október. Flugið var
eldsnemma um morguninn.
Ég var ekkert þreytt vegna
þess að ég svaf eins og steinn
þrátt fyrir að ég væri að
drepast úr spenningi. Við
flugum íyrst til Manchester á
Englandi og síðan til Glasgow.
Við ætluðum að vera þar í tvo
daga. Það skemmtilegasta
sem við gerðum í Glasgow
var að fara í mjög merkilegt
safn sem heitir Kelvingrove
Art Museum. Þar sáum við
mörg listaverk. Mér fannst
safnið mjög flott. Á mánu-
dagsmorgni sótti Gordon
Mackenzie okkur á hótelið,
en hann er skólastjórinn í
Balwearie. Við könnumst vel
við hann því hann hefur
komið fjórum sinnum til
Sauðárkróks og heimsótt
Árskóla. Við keyrðum með
Gordon til Kirkcaldy. Á
leiðinni sá ég ótrúlega flotta
rauða brú. Yfir hana keyra
bara lestar. Ég horfði í
kringum mig alla leiðina og
spjallaði við Gordon. Mér
gekk bara vel að skilja hann
og hann skildi mig ágætlega.
Þegar við komum í skólann
bauð Gordon okkur í te á
skrifstofunni sinni sem er
mjög sérstök. Hann er ekkert
alltaf að taka til. Hann sagði
mér hvað ég ætti að gera í
skólanum þessa viku sem ég
væri þar og lét mig hafa
stundatöflu. Hann kynnti mig
fyrir stelpu sem heitir Claire
JvUttWUuv w
gov<tou stóUstjóvA.
ClAivt
Hb
J)Wh
Ci
l«« HlJ
: MAmUurMe5^píFultikA^
JvUt-tkiUuv Mtð ^tAY^fólktKU Á ^krifstofunKÍ
'pAullnt OQ -HavY^.
I JvútTkiUuv 03 ui5
ttkiUuV í tuskutÍMA.
og er 12 ára. Hún hafði verið
beðin um að fylgja mér eins
og skugginn ;). Ég áttaði mig
strax á því að við yrðum góðar
vinkonur því hún er hress
stelpa sem talar mikið, eins og
ég. Fyrst fór ég í tónmennt
(music). Þar fékk ég að spila á
hljóðfæri sem ég hef ekki
hugmynd um hvað heitir. Ég
fékk gestakort í matsalinn og
gat borðað þar alla daga. í
hádegismatnum geta
krakkarnir valið af hlaðborði
hvað þeir vilja borða. Mér
fannst skrítið að krakkarnir
mega vera með nammi og gos
í skólanum og geta keypt það
í sjálfsölum.
Tímarnir sem ég var í
fyrsta daginn gengu vel. Ég
fór í ensku til Mr. Burnett.
Hann varð strax uppáhalds
kennarinn minn. Hann skildi
svo vel að ég talaði ekki
fullkomna ensku. Mér gekk
samt vel að skilja krakkana og
kennarana. I stærðfræðinni
komst ég að því að ég var
komin töluvert á undan. Ég
var mjög ánægð með að geta
tekið þátt í samtölum krakk-
anna og ég var til dæmis oft
að vinna í hóp með nokkrum
krökkum og skildi enskuna
vel þegar hún var töluð hægt.
Einn daginn ræddum við
sögu sem heitir „Grandad's
gifts“ en ég hafði ekki lesið
söguna þannig að ég hlustaði
bara á krakkana tala um hana.
Ég væri alveg til í að lesa þessa
sögu einhvern tímann. í
náttúrufræðitíma (science)
skoðuðum við í smásjá alls
konar litlar lífverur. Við
skoðuðum einnig kók, kaffi,
te og pensillín.
Skólaritarinn í Balwearie,
hún Pauline, er alveg eins og
Heiða skólaritari í Árskóla.
Hún bjargar öllu. Ég átti til
dæmis að mæta í íþróttir (PE)
einn daginn. Ég var með
íþróttaföt og skó en ekkert
handklæði. Pauline sagði að
það væri nú allt í lagi. Hún
myndi redda handklæði fyrir
mig.
Krakkarnir í Balwearie
læra þýsku. Ég gat nú lítið í
henni og ákvað að vinna
áfram í stærðfræðinni á
meðan. Það er skólabúningur
í skólanum, svartar buxur eða
pils, hvítar skyrtur eða bolir
og rauð-röndótt bindi. Ég
vildi að sjálfsögðu eiga
skólabindi svo við mamma
röltum í bæinn og keyptum
eitt slíkt handa mér. Á
föstudagsmorgni fór ég í
myndatöku sem var fyrir alla
fyrsta árs nema og ég var
auðvitað í skólabúningnum.
Ég fékk mynd af mér, skæl-
brosandi með rautt bindi og
svo eina mynd af mér og
Claire.
Ég og mamma dvöldum í
tvo daga í St. Andrews. Þar er
frægur golfvöllur, Old Course
og mér fannst hann mjög
flottur. Gordon keyrði með
okkur að vellinum og svo
eftir vegi sem lá í gegnum 18.
braut. Mér finnst mjög gaman
að hafa komið þarna. I St.
Andrews fór ég í bíó með
mömmu og við sáum “Fame“.
Við vorum tvær í bíósalnum
og höfðum það bara gott,
skemmtum okkur konung-
lega.
í lok ferðalagsins dvöldum
við mamma þrjá daga í
Edinborg. Hún er falleg borg.
Þegar ég kom út úr lestinni
þar og sá sekkjapípuleikara
spila á Princes Street sagði ég
við mömmu „vá, þetta er
alvörunni“. í kastalanum í
Edinborg sá ég marga
merkilega hluti, t.d. kórónu,
fallbyssur og riddara. Ferðin
til Skotlands og dvölin í
Balwearie High School er eitt
það skemmtilegasta sem ég
hef gert. Ég kynntist fullt af
krökkum sem ég mun aldrei
gleyma. Ég lærði töluvert í
ensku og ég sá marga fallega
staði. Ég held að Balwearie
High School sé næst besti
skóli í heimi.