Feykir


Feykir - 05.11.2009, Qupperneq 11

Feykir - 05.11.2009, Qupperneq 11
41/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Björgvin og Gyða kokka A la-Bjöggi og eftirlæti Gyðu Aö þessu sinni eru þad Björgvin Jónsson og Gyða Mjöll Níelsdóttir Waage sem gefa okkur innsýn í matarsmekk unga fólksins. Þar er þorskurinn í aðalhlutverki og eftirrétturinn kallar fram vatn í munninn. Þau Björgvin og Gyða skora á Pétur Björnsson og Gógó Haraldsdóttur á Sauðárkróki að koma með næstu uppskrift. AÐALRETTUR A la-Bjöggi 2 meðalstórflök afþorski 400-500gr. rœkjur Krydd: Kjöt oggrill, hvítlauksduft og Season All 300-400gr. sveppir 2 meðalstórar paprikur (rauðar) 1 bréfbacon lA bréf pepperóní Púrrulaukur eftir smekk 1 poki afrifnum osti Sósa: 2 mexíkóostur ¥t l. rjómi Aðferð: Byrjið á að smyrja eldfastmótið með olíu. Skerið fiskinn í bita og kryddið þá með Season all, hvítlauksdufti og fgöt og grill, raðið síðan fisknum ofan í mótið, setjið hann inn í ofn í ca. 10 mín á 200°C. Skerið sveppina, paprikuna, baconið og pepperóníið í bita. Setjið rækjurnar, sveppina, paprikuna.baconiðogpepperóníið ofan í mótið og inn í ofhinn í ca. 15mín. á 180°C. Á meðan mótið er í ofninum gerið þið sósuna til. Byrjið á að ná ykkur í pott, síðan skerið þið mexíkóostinn í bita og setjið í pottinn og ijómann út í og leyfið því að bráðna á vægum hita. Passa skal að hræra reglulega í pottinum svo það brenni ekki við. Þegar sósan er tilbúin setjið hana þá varlega yfir réttinn og í lokin setj ið þið ost yfir allan réttinn og inn í ofn í 5 mín. á 180°C (þar til osturinn er bráðnaður). EFTIRRÉTTUR Eftirlætisréttur Gyðu 1 botn púðursykurmarengs 2 pelar þeyttur rjómi 250gr.jarðarber (ein askja) 1 klasi grcen og rauð vínber 200gr. bláber 1-2 Mars súkkulaðistykki 1 -2 Snickers súkkulaðistykki 3-4 kókosbollur Aðferð: Brytjið marengsinn (ekki of smátt) ofan í eldfast mót. Þeytið rjómann og setjið saman við marengsinn. Geymið í kæli í 2-3 klukkutíma. Skerið súkkulaðið í litla bita og brytjið ávextina og setið ofan í mótið. Skerið kókosbollurnar þvert og raðið ofan á ávextina og súkkulaðið og setjið það inn í ofninn á 150°C i 10-15 mín. Verði ykkur að góðu! Ólafur, Kristján og Inga Maria stóðu sig með miklum ágætum þrátt fyrir tap og fengu si@a af stigum - en dugar það til? Skagfiróingar í Útsvari Á br@ann aö sækja Þrátt fyrir tap Skagfirðinga í Útsvarinu síðasta laugardagskvöld var þátturinn skemmtilegur á að horfa og enn er möguleiki fyrir liðið að komast áfram á tölfræðinni. Rmm stigahæstu liðin halda áfram keppni en lið Skagfirðinga er þriðja stigahæsta tapliðið sem stendur. Skagfirðingum gekk ágætlega framan af og voru með forystu lengst af þegar vendipunktur varð á keppninni við eina spurninguna . Þar var spurt um hvað umferðarmerki táknaði þar sem mynd af tölvutákninu @ eða „att“ merkinu var á. Svarið reyndist ekki rétt hjá Skagfirðingunum en greinilegt var að Inga María, unglingurinn í hópnum, var með svarið en þurfti að lúffa fyrir sér eldri karlmönnum. Var greinilegt að hún var ekki sátt við sína menn og sendi Feykir Ingu Maríu nokkrar spurningar af því tilefni. Heldurðu að spurningin um „att“ merkið hafi verið vendipunkturinn í spurninga- keppninni? Já ég hef trú á því að þetta hafi breytt stöðu mála töluvert þar sem næstu tvær spurningar á eftir voru einnig mjög auðveldar. Við vorum yfir og hefðum því verið nokkuð góð þegar þessum lið var lokið. Er það s@ að þú hafir vitað svarið? Já það er satt, ég sagði við Kristján að þetta væri eitthvað sem væri tengt interneti eða samskiptum. Ég var alls ekki sammála þeirra hugsun en þeir voru ekki alveg sammála mér. Hvernig f@aðir þú upp á því? Mér fannst þetta einstaklega augljóst þar sem ég nota internetið töluvert mikið. Þetta merki sagði sig nokkuð sjálft. Tveim dögum fyrir keppni sagði kærastinn minn við mig að ég ætti nú kannski að rifja upp öll þessi merki sem ég lærði í bílprófmu, svo ég var búin að skoða þau aðeins. Síðan eru nú ekki nema tvö ár síðan ég tók bílprófið. Telurðu að annar hvor drengjanna hafi l@ þig til þess að svara spurningunni? Já og nei, þeir voru ekki alveg sammála mér og ég tel að það sem ruglaði þá var ræðan sem kom um bíla og umferðareglur áður en myndin kom. Kom spurningin fl@ upp á karlana í liðinu? Ég er bara ekki alveg viss. Hvern skr@ann voru þeir að hugsa? Eins og ég sagði áðan tel ég að ræðan fyrir spurninguna hafi ruglað þá í ríminu. Eða kannski hugsuðu þeir bara alls ekkert;). Nei djók.... Hr@ þessi spurning ógæfu- hjólinu af stað? Nei, nei það tel ég ekki. Spurningarnar sem komu á effir voru mjög þungar og hittu kannski ekki alveg inn á okkar þekkingu. B@ hún enda á þátttöku ykkar í Útsvarinu að þínu mati? Nei alls ekki, ég vil lifa í voninni um að við komumst áfram á tölfræðinni. Það er allavega ekki öll von úti enn. Telurðu að þátturinn hafi gl@ einhverja sem á horfðu? Ég held það nú, stemningin í salnum var frábær og þetta var mjög spennandi og skemmtileg keppni. Að mínu mati vorum við gott lið og áttum vel skilið að halda áfram. Spr@ mórall upp í liðinu eftir útsendingu? Nei, ekki nema góður mórall þá. Við vorum öll sátt við þáttinn þrátt fyrir tap og einnig fylgdi okkur flottur stuðningshópur að norðan. Þetta var stórskemmtilegt kvöld og ekkert til að sjá eftir. Ég vil þakka þeim kærlega fyrir gott kvöld og vona að við fáum að vinna aftur saman.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.