Feykir


Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 3
47/2009 Feykir 3 Fjármálaeftirlitið og Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar Gera samstarfssamning ÞeirBjarni G. Stefánsson, sýslumaðurá Blönduósi og GunnarÞ. Andersen, forstjóri Fjármá- laeftirlitsins, takastí hendur eftir undirritun samningsins. Mynd: fme.is Fjármálaeftirlitið og Sýslumaóurinn á Blönduósi, fyrir hönd Innheimtumið- stöðvar sekta og sakar- kostnaðar (IMST), hafa gert með sér samstarfssamning um sektarinnheimtu. í samningnum felst að IMST tekur að sér innheimtu á dagsektum og févíti sem Fjármálaeftirlitið beitir, stjórn- valdssektum sem Fjármála- eftirlitið leggur á einstaklinga og lögaðila og sáttarboðum og sáttargerðum sem Fjármála- eftirlitinu er heimilt að gera. Jafnframt er gert ráð fyrir IMST taki að sér innheimtu eftirlitsgjalds samkvæmt lögum nr. 99/1999, sem leggst á eftirlitsskylda aðila. Með samningnum er stefnt að því að ná að samræma, einfalda og efla innheimtuna svo og að ná fram auknu hagræði og sparnaði í rekstri við slíka innheimtu gjalda til ríkissjóðs. Þeir Bjarni G. Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, undir- rituðu samstarfssamninginn þann 8. desember sl. og lýstu þeir báðir yfir ánægju með hann og vænta mikils af samstarfinu. IMST hefur frá vordögum 2006 sinnt innheimtu sekta og sakarkostnaðar á landsvísu sem IMST tók við af 26 sýslumanns- oglögreglustjóra- embættum með góðum árangri og hefur jafnframt bætt við nokkrum nýjum verkefnum. Embætti sýslumannsins á Blönduósi sinnir jafnframt innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs í Húnaþingi. Álögð opinber gjöld til innheimtu á árinu 2008 að viðbættum verkefnum IMST námu samtals um kr. 5,0 milljörðum auk eftirstöðva í ársbyrjun og hafa kr. 4.3 milljarðar komið til greiðslu á því ári eða afgreiðst á annan hátt t.d. með breytingum og afskriftum. Skagafjörður Vilja byggja nemenda- garða við Laugatún Nemendagaróar SkagaQarðar ses hafa í hyggju að byggja átta fbúðir við Laugatún á Sauðárkróki það er takist að fjármagna bygginguna. Félagið hefur sótt um niðurfellingu á gatnagerðar- gjöldumvegnabyggingarinnar er því erindi var synjað. Mikill skortur er á leiguíbúðum á Sauðárkróki og ljóst að mikil þörf er á nýbyggingum sem þessari. Takist að fjármagna verkið er stefnt að því að hefja framkvæmdir sem fyrst. Skagafjörður Leggjatil hækkun á fæðisgjaldi Fræðslunefnd Skagafjaróar leggur til við byggðarráð að gjaldskrá fæðis í leikskólum í Skagafirði verði hækkuð um 10% frá og með áramótum. Mun hækkunin, efafverður, Dregið hef ur verið í áskriftarleik Feykis en þrír heppnir nýir áskrifendur hlutu að þessu sinni vinning. Fyrsta vinning sem inniheldur innkaupakörfu í Skagfirðingabúð m.a. hangilæri frá Kjötafurðastöð KS, osta frá KS mjólkursamlagi, Dögunarrækjur, laufabrauð, smákökur ofl. frá Sauðárkróksbakaríi, DVD myndina um Kraft frá Skottafilm, bókina um Hauk á Röðli; í fúlustu alvöru og að auki 10.000 kr. úttekt í boði Skagfirðingabúðar og Nýprents, hlýtur Hulda Lilja Þorgeirsdóttir, Sólheimum, 540 Blönduósi. Annan vinning, í fúlustu alvöru - bókina um Hauk á Röðli, DVD myndina um Kraft frá Skottafilm, hlýtur Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu Ásgeirsá, 531 Hvammstanga. Þriðja vinning, í fúlustu alvöru - bókina um Hauk á Röðli og fría áskrift í eitt ár að Feyki, hlýtur Guðný Lilla Benediktsdóttir, Norðurbraut 17, 530 Hvammstanga. Gjafbréf og vinningar verða sendir heim til hinna heppnu. Til hamingju! fela í sér eftirfarandi breyt- ingar: Morgunhressing 1.604,- verður 1.764,- á mánuði Hádegismatur 3.490,- verður 3.839,- á mánuði Síðdegishressing 1.604.- verður 1.764.- á mánuði Tillögunni var vísað til byggðarráðs. Snijöryj CAMV.y\\w\xv i NIÐURSUÐUVORURA * J0LATILB0ÐI 0.M.FL AI l 'l TlL JÓI AMMA í SkA.epiRÖlM(3ABÚÖ! SSffiíS IÓLAT1LB0ÐJ Lambalæri frosið 998 Hangilæri m/beini 1 Hangifrarnparturm/beii Sveitabiti26% 22% afsláttur þá kr. 1 Sveitabiti 17% 22% afsláttur þá kr. 909 kg, l _ Smjörvi 198,- RjÓmÍ 1/4ltr 179,- Rjómi’/utr 339,- Camembert i50gr298, Vitlisveppaostur i50gr 189, First price wc pappírsri 269,- First price eldhúsrúllurárt Coca cola 6x2ltr+after eight 1554,- Rexbitar 250gr 259, 1% Ritz keX 200gr 1 39,- AU stars haribo 179, REX * BITAR f-M Skaafinðmaaiguffl JÓLAÖL 0G JÓLAG0S Á JÓLATILBOÐSVERÐI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.