Feykir


Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 5
47/2009 Feykir 5 ( ÁSKORENDAPENNINN ) Theodóra Hauksdóttir skrifar frá Asker í Noregi Sinn er sióurinn í hverju landi Þó að sagt sé að heimurinn fari sífellt minnkandi með alþjóðavæðingunni er þar með ekki sagt að þjóðirnar verði eitthvað líkari hver annarri. Við fjölskyldan höfum nú í þriðja skiptið flutt erlendis. Þaðtekur alltaf sinn tíma að aðlagast í hverju landi fyrir sig. Börnin þurfa að byrja ískóla, fá heimilislækni, opna bankareikning, átta sig á samgöngum og hvar er ódýrast að versla og svo framvegis. Síðast en ekki síst þarf að átta sig á þeim siðum sem rikja í hverju landi. Við bjuggum í 2 ár í landi kaktusa og tarantúla í Phoenix í Arisóna. Þar er margt öðruvísi en á íslandi. Þarvarmaðurað flýja hitann meðan á íslandi er maður að flýja kuldann. Einnigvoru ýmsirmannanna siðir öðruvísi en við áttum að venjast. Samkvæmt lögum í Arisóna þá verða allar byssur að vera sýnilegarog sáum við því byssuáhugafólk með byssur og byssu- belti oft út í næstu búð. Við bjuggum einnig stutt frá einu stærsta einka skotæfingasvæði Bandaríkjanna. Stundum sást á nágrannabensínstöðinni bílar með kerrur með alls konar litlar fallbyssur og vélbyssur. Þegareldri drengirnir mínir tveir byrjuðu þar í grunnskóla þurftu þeir að halda niðri f sér hlátrinum þegar allirsettu hægri hönd á hjartastað og sungu þjóðsönginn. Ég þurfti líka að passa mig ef ég hafði verið aðeins of sein að fylgja þeim í skólann og var enn á skólalóðinni að snarstoppa og gera slíkt hið sama. En þetta venst! Okkur leið afar vel í suð-vestur hluta Bandaríkjanna í borg þarsem menning og siðir fólks frá flestum ríkjum Bandaríkjanna og Mexikó blandaðist saman. Okkurvarvel tekið og okkur leið ekki eins og við værum útlendingar. Þar fékk ég þau ráð að ef ég fengi heimþrá þá skyldi ég bara fara út í búð og kaupa mér eitthvað fallegt - þá hefði ég ekki heimþrá lengur. Það virkaði! Hér í Noregi höfum við aftur á móti þurft að venjast því að flest er dýrara en á íslandi nema frostlögur. Lítið sésttil lögregiunar en alls staðar eru löggæslumyndavélar og ansi fljótt fékk maður hraðasekt. Ef forvitnin erað drepa mann og maðurvill vita hvað nágranninn hafði í laun á síðasta ári er það lítið mál, maður einfaldlega flettir því upp á netinu og sér hversu mikið hann borgaði í skatt. Drengirnir okkar eru hér í svokölluðum velkommsklassa þar sem að þeim er kennd norska og eru í bekk með krökkum víðsvegar úr heiminum sem sum hver hafa ekki verið í skóla áður. Þar eru þeir í algjörum minnihluta sem Ijóshærðir og bláeygðir. Annars hafa Norðmenn tekið vel á móti okkur „flóttafólkinu” frá íslandi ogfinnum við mikla velvild í okkar garð. Heima er staðurinn sem tekur á móti manni. Hins vegar skiptir það miklu máli að manni sé tekið vel á nýjum stað og nýju landi því eftir allt saman erum við öll ólík enjöfn að virðingu, eða eins og ungliðahreyfing þýskra jafnaðarmanna orðaði það við fall Berlínarmúrsins. "Við erum útlendingar, næsturn alls staðar”. Theodóra skorará Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur að skrifa pistil í Feyki i i Urðunarstaður og efnistaka við Sölvabakka, Blönduósbæ ; Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar i EFLA verkfræðistofa, f.h. Norðurár bs., hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um urðunarstað og efnistöku við Sölvabakka, Blönduósbæ. i i Frummatsskýrslan mun liggja frammi til kynningar frá 18. destember til 29. janúar ! 2010 á Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu, bæjarskrifstofu Blönduósbæjar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Frestur i almennings til að skila athugasemdum við frummatsskýrsluna er til 29. janúar 2010. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu EFLU verkfræðistofu.: www.efla.is. i I I Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. i Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 29. janúar 2010 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166,150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari i upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b. Skipulagsstofnun \ / MITT LIÐ Ekki enn komið til handalögmála á málningarlagernum Nafn: Magnús Þórarinn Thorlacius. Heimili: Skagfirðingabraut 37 SKR. Starf: Málarameistari. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Það er Arsenal og það er vegna þess að ég var afspyrnu vel upp alinn drengur. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, i bíósalnum okkar á málningarlagernum en þar horfum við á boltann og það er nú mikið um skot og heitar umræður en ekki hefur nú komið til handalögmála ennþá. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Drottinn vor og frelsari, Dennis Bergkamp. : Hefur þú farið á leik með iiðinu þínu? Ég hef farið á Highbury, gamla völlinn, í þrjú skipti og náttúrulega á Gunners pöbbinn fyrir leikina og sogað í mig líkamlegan og andlegan Arsenalanda. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Égá nokkrarArsenaltreyjur en þegar ég fór út á leiki verslaði ég mér ætíð nýja treyju og lét setja nafn leikmanns aftan á hana. Það vildi samt svo einkennilega til að þegar það kom að sölutímabili leikmanna þá var alltaf seldur sá leikmaður frá Arsenal sem ég var nýbúin að fá mér treyju með. Þegar þetta gerðist þriðja skiptið í röð þá hætti ég að kaupa mér treyju. Er samt búin að hugsa þetta núna og ætla kaupa treyju ef ég vil losna við einhvem úr hópnum. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég reyni mitt besta og nota til þess þær aðferðir sem ég var alinn upp við. Trausti sonur minn er harður Arsenalmaður þegar hann er með mér en þegar hann er með mömmu sinni þá er hann Liverpoolmaður eins og hún. Þannig að ég hreinlega veit ekki hvar hann endar en ég vona bara að hann verði ekki Man Utd bulla. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nú maður getur skipt um trú en fótboltalið skiptir maður ekki um. Uppáhalds málsháttur? Ég er nú ekki mikið að nota málshætti en ég nota óspart frasa frá vini mínum og starfsfélaga Orra Hreinsa frá Staðarstað sem er á frummálinu kallað hér á Króknum Placetoplace. Best að henda nokkrum hér en þeir eru samt fjölmargir og tekur ekki að koma þeim öllum fyrir hérna."Sannleikurinn svíður" "ég ersvo sanngjarn" "litla stúlkan frá Lómatjörn". Einhver góð saga úr boltanum? Það eru örugglega margar en mér dettur ekkert í hug akkúrat núna. Hver leikur er nú bara skemmtun og saga sem renna mikið saman svo vill bjórinn skemma minnið oftá tíðum. Spurning frá Hallbirni. - Er ekki pottþétt að Arsenal verður í titilbaráttunni í vor? Svar... Það er bara ekki nein spurning að Arsenal tekur Englandstitilinn í ár, Habbi minn. Hvernmyndirþúvilja sjá svara þessum spurningum? Stein- grím Steingrímsson Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hverjir verða Evrópumeist- arar?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.