Feykir


Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 7
47/2009 Feykir 7 (MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Malin og Ingvar kokka Sænsk saffrankaka á aöventunni Þessa vikuna eru það Malin Maria Persson og Ingvar Friðrik Ragnarsson á Syðra-Kolugili sem láta okkur hafa Ijómandi góða uppskrift af ofnbökuðum eða grilluðum silungi sem þau fengu frá veiðifélögum frá Svfþjóð í sumar og köku með saffran f eftirrétt. Hjónin sem þau skora á að koma með uppskrift í Feyki eru nágrannar þeirra; þau Örn Óli og Dagný Sigurlaug eða Dagga og Óli á Bakka i Víðidal. Grillaður eða ofnsteiktur silungur í ofni hef ég silunginn flakaðan en á grillinu kemur hann vel út heill og þá að sjálfsögðu þarf að hreinsa hann og þerra að utan. Silungur 1 matskeið vatn 1 matskeið sítrónusafi 1 teskeiðsykur 1/2 tœp afsalti Hrærið saman í bolla og penslið á fiskinn. Síðan er fiskurinn annað hvort settur á grillið eða hann eldaður í ofni 175°c. Meðlæti: Soðnar kartöflur og köld grillsósa eftir smekk og ferskt salat Sœnsk saffrankaka Á aðventunni er hefð fyrir því í Svíþjóð að baka svolítið með saffran og læt ég eina kökuuppskrift fylgja með. 200gr. smjör eða smjörlíki 1/2 gr. sajfran 2egg 3 dl. sykur 11/2 dl. mjólk 4 dl. hveiti 2 teskeiðar lyfiidufi MYND Elsti sonurinn Ragnar Friörik 11 ðra er mikill áhugamaður um veiöi Sett í kringlótt form, (24 cm í þvermál) 175°C í neðri hluta ofnsins í ca: 45 mín. Bræðið smjörið og setjið saffranið út í og hrærið þar til að það kemur gullgulur litur, látið þá kólna. Þeytið egg og sykur vel og bætið í smjörsaffranblönduna og hellið mjólkinni út í. Blandið saman hveiti og lyftiduft í skál og hrærið svo saman við deigið. Áður en kakan er borin á borð er flórsykur settur yfir og gjarnan gert mynstur svona upp á gamla mátann. Verði ykkur að góðu! GUÐMUNDUR VALTYSSON Vísnaþáttur 512 Heilir og sælir lesendur góðir. Margir lesendur hafa haft samband og þakkað fyrir upprifjun á vísum úr ferð kvæðamannafélagsins Iðunnar til Hveravalla. Var alltaf meining mín að klára að birta þessa ágætu syrpu hér í þættinum. í þætti 510 enduðum við á ágætri vísu Ingþórs Sigurbjörnssonar sem ég veit nú að er mörgum kunn og byrjar svo. Þegar allt er orðið hljótt... o.s.fv. Adolf var ekki alveg sammála og orti þessa. Þegar ég leggst á vœrðar ver vœttur drauma lýsir. Alltaf vaka yfir mér álfar, tröll og dísir. Magnús frá Barði kom út úr einhverju tjaldi í morgunsárið og orti svo fallega. Sofið hefég sœtt og rótt sœll í draumum mínum. Hveravellir vœra nótt veittu gesti þínum. Sú ágæta Þórhildur frá Hóli hér í dalnum sá morguninn í þessu fallega ljósi. Brosirsumar - sólin heið svalir vindar gjalla. Dável endar okkar leið inn til Hveravalla. Endurminning léttir lund líkt og sól á vetri. Ein og hraðfleyg unaðsstund oft er mörgum betri. Jóhannes ffá Asparvík fór einnig á fætur og gat ekki orða bundist. Fagurt er umfoldar ból fiöllin girðing mynda. Unaðsfógur sumarsól signir fiallatinda. Adolf Petersen þurfti nú endilega að skreiðast á fætur og orti þá svo. Blœr í laufi andar ótt ilmar reyr á stöllum. Það eryndi að eiga nótt inn á Hveravöllum. Fegrar sólinfiöll oggrund fagna önd og lóa. Harpa dagsins, bregður blund brosir lyng í móa. Er gengið var að Eyvindartóft orti Sigurður Jónsson frá Haukagili þessa. Augunum birtist óttu fegurð íslandsfialla útlaganna auðnuleysi Eyvindar hjá lágu hreysi. Ormur Ólafs lagði þetta til mála. Erfið sporin Eyvindar engirfundið hafa. Afreksverk sem unnið var auðnir kaldargrafa. Þórhildur hugsar með samúð til þeirra hjónaleysa. Fornu reynast kynnin kœr kenndir gleymast varla. Stundum Eyvind angurvœr yfirgefur Halla. Frá Hveravöllum var haldið í Kerlingarfjöll. Blöskraði Andrési Valberg að sjá hvað fólk hafðist að þar, og orti. Á sólskinsdegi sumarblíðum sjálfsagt vekur eftirtekt. Að hér erfiöldifólks á skíðum þaðfinnst mér alveg stórkostlegt. Ingþór hreifst af útsýninu og orti. Gljúfra í hamrahöllum heillast ég af öllu. Fagurt víða áfiöllum finnst mér eins og Höllu. Andrés leit yfir sviðið og rifjaði upp fortíð. Kosti nóga Kjölurfól í klettafrjóvgum sölum. Áður bófar áttu skjól inni íþjófadölum. Adolf horfði eins og fleiri á fegurðina. Fögur ertu fóstra mín fiöll og heiðar þínar. Hafa líka hrjósturþín heillað sjónir mínar. Haldið var heim eftir heimsókn í fjöllin, kvaddi Þórhildur ferðafélagana svo. Þessa daga þakka verð þó ég vanmáttfinni. Glaðan hóp oggóðaferð geymi ég í minni. Jóhannes frá Asparvík vandar sína kveðju. Kveðjuorðin vil ég vanda vel sé ykkur sveinn ogsprund. Heitra kossa og handabanda hlýt ég minnast hverja stund. Góðar stundir geymi í sjóði gleður margt umfarinn veg. Þökk ég öllum þyl í Ijóði þessiferð var dásamleg. Vona, og veit reyndar, lesendur góðir að þið hafið haft eins og ég gaman af þessari upprifjun. Þakka ykkur öllum fýrir góða samveru á líðandi ári og vona að við getum átt góð samskipti á því næsta ef guð lofar. Kveð með þessum fallegu orðum Torfa Sveinssonar á Hóli hér í Svartárdal sem hann skrifaði á jólakort fyrir meira en hálfri öld síðan. Drottinn á dýrlegum stól dáður, vitur og hár. Gefi þér gleðilegjól gœfuríkt komandi ár. Fallega farið þar með rímið. Verið þar með scel að sinni. Guðmundtir Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.