Feykir


Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 17.12.2009, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot? Hafðu samband! feykir@feykir.is og sími 455 7176 / 898 2597 / 861 9842 17. desember 2009 :: 47. tölublað :: 29. árgangur Dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Grunnskólinn austan Vatna Skólastarf í Grunnskólanum Hofsósi var með nokkuð óhefðbundnum hætti í síðustu viku en þá var efnt til vinaviku meðal nemenda og kennara. Er þetta í annað skiptið sem sérstök vinavika er haldin við skólann en það var einnig gert á haustönn síðasta skólaár. Var þá hefðbundið skólastarf brotið upp að hluta til og lögð áhcrsla á vináttu og þýðingu | hennar fyrir okkur öll. Að I efna til slíkrar viku er liður í 1 stefnu skólans um vellíðan og I virðingu í samskiptum allra I sem þar nema og starfa. Ýmislegt var gert til að efla tengslin, má þar nefna að farið var í tvíþættan leynivinaleik milli nemenda annars vegar og starfsfólks skólans liins vegar. Alla vikuna var spenna í loftinu, gjafir og bréf með fallegum orðum birtust á ýmsum stöðum, í gluggakistum, í skóm, í skóla- töskum, sendiboðar afhentu sendingarog fleira. Þessi einfaldi leikur kallaði fram bros og velvild hjá ungum sem öldnum og það tók á hjá sumum að halda leyndinni allan tímann. Á föstudag var leyndinni aflétt og kom það mörgum á óvart hver leynivinurinn var. Sumir þóttust fullvissir hver vinurinn var en svo kom allt annað í Ijós. Á göngum skólans má nú 'sjá hluta af afrakstri vikunnar. I fyrra var málað vinatré á vegg á áberandi stað í skólanum og helur það að geyma laulhlöð frá í fyrra seiTi á eru sl“rifuð orð unt vináttuna og að þessu sinni , hæltust vió epli sem segja frá hugmynduin nemenda og starfsfólks/ tm það hvernig góður vinur sé. Hnnlremur má á veggjunum sjá blómagarð með Ijóðum og sögum um vináttu og hendur sem segja ti1 um hvernig góð samsktþii lýsa sér. Á limmludagsmorgni var árlegt jólalöndur í skólanum og að því loknu snæddu allir saman Ijúffengan jólamat í mötu-neytinu. Eftir hádegið var svo haldið vinaball sem öllum var velkomið að sækja og þar skemmtu ungir jafnt sem aldnir sér hið besta. Föstudagurinn var svo lokadagur vinavikunnar. Þá var farið í vinagöngu um staðinn með vinaspjöld og sungin jólalög. Að henni lokinni var svo gestum og gangandi boðið til vinakaffts þar sem nemendur hverrar bekkjardeildar bökuðu vöfflur í sinni stofuogstrákarnir í 8. og 9. bekk sáu um að allir fengju dýrindis kaffi að hætti Kaffikönnunnar sem er kaffihús 9. bekkinga við skólann. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og ánægjulegt hve margir lögðu leið sína í skólann þennan morgun. Fimmtudagskvöldið 3. des- ember stóðu 9. bekkingar fyrir Kaffihúsi í Veitingahúsinu Sólvík. Kaffihúsið er verkefni sem hefur verið starfrækt við skólann í nokkur ár undir dyggri stjórn Ritu Diðriksen, fyi'st við Grunnskólann að Hólum en við sameiningu skólanna var sú ákvörðun tekin að það skyldi vera á ábyrgð 9. bekkinga ár hvert og þetta árið heldur umjónarkennari bekkj- arins, Fríða Evjólfsdóttir, utan um verkefnið. Að þessu sinni var boðið upp á ýmsar tegundir af súkkulaðikökum, sem nemendur höfðu bakað sjálfir, ásamt rjúkandi kaffi og súkkulaði í notalegri jóla- stemningu þar sem Jón Þor- steinn Reynisson harmonikku- leikari töfraði fram ljúfa tóna. Nemendur stóðu sig hið besta í þjónustuhlutverkinu og óhætt er að segja að allir sem lögðu leið sína í Sólvík hafi átt góða stund þetta kvöld

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.