Feykir - 17.12.2009, Side 4
4 Feykir 47/2009
AÐSEND GREIN
Örn Ragnarsson skrifar
Af niðurskurði á Heilbrigðis-
stofnuninni Sauðárkróki
Fyrir fáeinum vikum birtist á
sfðum Feykis svar Álfheiðar
Ingadóttur heilbrigðisráðherra
við spurningum blaðamanns um
niðurskurð á Heilbrigðisstofnuninni
Sauðárkróki (HS). Athygli vekur að
ráðherrann reynir þar að slá ryki í
augu lesenda blaðsins með því að
fullyrða að þegar tekið sé tillit til
íbúafjölda séu fjárframlög hæst til
HS miðað við aðrar stofnanir sem
hann nefnir.
Eins og fram hefur komið hjá
Hafsteini Sæmundssyni forstjóra
HS í Feyki fer ráðherra með rangt
mál og segir ekki allan sannleikann.
Því ráðherrann tiltekur einungis
fjárframlög frá heilbrigðisráðuneytinu
til stofnana en nefnir ekki það sem
veitt er til ýmissa öldrunarstofnana frá
félagsmálaráðuneytinu. Það er svolítið
misjafnt hvernig öldrunarstofnanir
eru reknar á íslandi. í Skagafirði eru
þær eingöngu undir HS en viða annars
staðar eru þær aðeins að hluta reknar
af heilbrigðisstofnunum en annars af
sveitarfélögum með íjárveitingu frá
félagsmálaráðuneytinu.
Þegar þetta er reiknað saman
kemur í ljós, á þeim svæðum sem
samanburðurinn nær til, að fjárveiting
frá ríkinu á hvern íbúa er ekki hæst
heldur lægst til HS. Ef við berum okkur
saman við Austur-Húnavatnssýslu
vantar okkur um 106 milljónir til að
standa þeim jafnfætis í íjárframlögum
frá ríkinu í fjárlagafrumvarpi ársins
2010 og upphæðin er svipuð ef við
miðum við Þingeyinga. Þessi tala
verður 160 milljónir sem okkur vantar
í fjárframlögum næsta árs til að fá
sömu upphæð á íbúa og á starfssvæði
nýstofnaðrar Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands. Það er hins vegar ósann-
gjarnt að bera saman stofnanir án þess
að taka tillit til aðstæðna og þeirrar
þjónustu sem þær veita og þvi afar
undarlegt að ráðherra skuli grípa til
þess ráðs. Fjarlægð milli staða, milli
starfsstöðva eins ogí Þingeyjarsýslum og
á Vesturlandi valda sjálfsagt einhverjum
aukakostnaðiþóttheilbrigðisráðuneytið
hafi talið sparnað geta hlotist af
sameiningu t.d. á Norðurlandi. Einnig
er þjónusta stofnana mismunandi. Á
HS er fæðingarþjónusta sem víða hefur
verið lögð af. Henni fylgir augljóslega
kostnaður vegna vakta o.fl. Einnig er hér
öflug sérfræðiþjónusta og mun meiri
en á sambærilegum stöðum. Þegar
sérfræðingar frá FSA eru hér hjá okkur
borgum við þeim laun. Ef þeir kæmu
ekki, heldur héldu sínu striki á FSA,
færðust þær laungreiðslur þangað. Því
yrði enginn sparnaður fyrir ríkið, laun
þeirra koma þaðan þegar allt kemur til
alls hvort sem þeir vinna á Sauðárkróki
eða Akureyri. í dag fáum við enga
sérstaka fjárveitingu vegna þessarar
sérfræðiþjónustu. Hins vegar spörum
við umtalsverða fjármuni fyrir ríkið,
Sjúkratryggingar íslands, því ef þessi
þjónusta væri sótt t.d. til Akureyrar
þyrfti sú stofnun að greiða sennilega
nokkrar milljónir á ári í ferðakostnað
fyrir fólk héðan af svæðinu. Og þá á
eftir að reikna inn ýmsa fleiri þætti
eins og vinnutap, eldsneytisbrennslu
og mengun. Þessi sérfræðiþjónusta
er því hagkvæm fyrir þjóðarbúið þótt
hún kosti okkur talsverða upphæð.
Því er þessi samanburður ráðherrans
afskaplega ósanngjarn og beinlínis
rangur. Svíar eru um það bil 25 sinnum
fleiri en við íslendingar. Þar er einn
heilbrigðisráðherra. Það væri á sama
hátt ósanngjarnt að halda því fram að
þá væri nóg að hafa heilbrigðisráðherra
í 0,04% stöðugildi á Islandi.
Reiknilíkan þeirra ráðuneytismanna
gerir ráð fyrir ákveðnum rúmafjölda
á stofnuninni sem miðað var við fyrir
mörgum árum en ekki er gert ráð fyrir
að í öllum niðurskurði síðustu ára hafi
þeim verið fækkað. Því er niðurstaðan
að við séum með mörg ónýtt pláss. Það
hefur verið yfirlýst stefna stjórnvalda
að fækka skuli tvíbýlum, fjölga
einbýlum og auka heimahjúkrun
þannig að fólk geti sem lengst verið
heima. Þetta höfum við gert. Þegar
einbýlum fjölgar, fækkar inniliggjandi
fólki. Heimahjúkrun höfum við aukið
þannig að hún er einnig veitt um helgar
og ef við gerðum það ekki væru nokkrir
einstaklingar sem þyrftu að leggjast inn
þar sem þeir þurfa daglega aðstoð. En
þá fjölgaði inniliggjandi sjúklingum
og framlagið myndi þá væntanlega
hækka. Eða hvað? Við höfum ekki
fengið viðbótaraukafjárframlag vegna
aukinnar heimahjúkrunar. En eigum
við ekki að geta fækkað starfsfólki á
deildum ef við fækkum inniliggjandi
sjúklingum? Jú, að sjálfsögðu og það
hefur verið gert, stöðugildum hefur
fækkað. En það er ekki hægt endalaust
og á þeim tímapunkti þegar fækkar úr
einum f ekki neinn hlýtur starfsemin að
leggjast af.
Þótt ráðherra segi það ekki berum
orðum finnst mér það liggja nokkuð
augljóslega í svörum hans að það er
verið að refsa okkur fyrir góðan rekstur
og að vilja ekki sameinast í eina stofnun
á Norðurlandi. Hann segir Ögmund
Jónasson forvera sinn hafa afturkallað
sameininguna að okkar óskum sem er
rétt og að við hefðum sagt að við gætum
mætt niðurskurðarkröfum á annan hátt
en með sameiningu sem er líka rétt. Það
hefur hvergi verið sýnt fram á sparað
með sameiningu heilbrigðisstofnana
á fslandi á undanförnum árum.
Margir telja að kostnaður aukist við
sameiningu, sérstaldega í byrjun. Það
var því álit okkar að hver og ein stofnun
ætti auðveldara með að draga eitthvað
úr útgjöldum en ný og illa ígrunduð
sameinuð stofnun sem næði yfir allt
Norðurland. Það hvarflaði þó aldrei
að okkur að oldcur yrði gert að skera
niður umtalsvert meira en flestir aðrir.
Þótt ráðherrar komi og fari blundar
sameiningarþráhyggjan í ráðuneyti
heilbrigðismála og sprettur fram annað
slagið og virðast menn þar á bæ ætla sér
að láta af sameiningu verða, einhvern
tíman, einhvern veginn og hvað
sem það kostar. Kannsld er hér um
undirbúning að sameiningu að ræða.
Að gera okkur svo lftil og vanmáttug
að við eigum oklcur ekki viðreisnar von
og verðum hreinlega neydd í faðm FSA
með öðrum stofnunum á Norðurlandi.
Ráðherra segir einnig í svari sínu að þar
sem stofnanirnar hafi sldlað jákvæðum
árangri í rekstri eigi þær auðveldara
með að draga saman seglin. Við
álcváðum í fyrra, vitandi að um meiri
niðurskurð yrði að ræða á næsta ári,
að sýna fyrrihyggju, búa í haginn fyrir
okkur og sldla einhverjum afgangi í ár.
Fyrir það er refsað. Hefðum við verið
svolítið séðari og skilað halla hefði þá
væntanlega ekld verið gengið svona
hart að okkur.
Það átti kannski að vera klókt hjá
ráðherra að reyna að plata okkur
Skagfirðinga á þennan hátt, láta olckur
halda að eyðslusemin hér væri með
allra versta móti og að við ættum eldd
annað skilið en kröftugan niðurskurð.
Kannski var þetta matreitt ofan í
ráðherrann í ráðuneytinu og kannsld
vissi þetta fólk elcki betur, vissi ekld
hvernig heilbrigðisþjónustan er rekin
á íslandi. Hvort hins vegar er skárra að
segja ósatt eða vita ekld betur skal ég
eldd um segja. Að ráðherra fullyrði þetta
og leiðrétti ekki þegar honum er bent á
að rangt er með farið er lítilsvirðing við
það starfsfólk á HS sem hefur í gegnum
árin unnið sín störf þrátt fyrir stöðugar
sparnaðar- og niðurskurðarkröfur og
þannig teldð á sig aulcna ábyrgð og álag
og jafnvel kjaraskerðingu til þess að
reka megi stofnunina hallalausa.
Það er rétt að benda á að ráðuneytið
og ráðherra hefur alræðisvald f stjórnun
heilbrigðisstofnana. Fyrir noldcrum
árum var lögum breytt á Alþingi,
þannig að stjórnir heilbrigðisstofnana
voru lagðar niður. Þær voru áður
kosnar af sveitastjórnum en ráðherra
sldpaði formann. Starfsmenn stofnunar
áttu einn fulltrúa. Þessar stjórnir réðu
forstjóra. Þá höfðu sveitastjórnir ítök í
stofnununum. Eftir lagabreytingarnar
eru engar stjórnir og forstjóri skipaður
af ráðherra og er í raun starfsmaður
ráðuneytisins og framlenging þess út í
stofnanirnar og í allt annarri aðstöðu
til að beita sér í málefnum stofnunar
gagnvart ráðuneytinu. Það skal tekið
fram að Sveitarstjórn Skagafjarðar
hefur stutt við baldð á stofnuninni og
reynt að styðja hana. Hér áður áttum
við einnig þingmenn sem þekJctu vel
til á svæðinu og litu á það sem skyldu
sína að vinna með okkur. Þeir eru fáir
nú. Flestir eru búsettir vestur á landi
eða vestur á fjörðum og þar eru líka
vandamál sem þeim finnst væntanlega
standa sér nær að reyna að leysa.
Af þessu má ljóst vera að niður-
slcurður hér á HS er mun meiri en
annars staðar og afar ósanngjarn. Hér er
í raun um aðför að stofhuninni að ræða.
Við finnum olckur ósköp vanmáttug í
baráttunni við heilbrigðisyfirvöld sem
taka ekki rökum eða hlusta ekki þegar
við höfum reynt að útskýra olckar
sjónarmið. Við gerum oldcur fulla grein
fyrir því að það þarf að spara og skera
niður vegna þeirra stöðu sem þjóðin er
í í dag og við erum tilbúin að taka olckar
skammt en sættum okkur ekki við þá
framkomu sem okkur er sýnd.
Vinnubrögð heilbrigðisráðuneytis-
ins eru ófagleg og ósanngjörn og
uppsagnir starfsfóllcs og sú skerðing á
þjónustu sem við blasir er í boði þess.
Örn Ragnarsson, lœknir