Feykir


Feykir - 21.12.2009, Qupperneq 2

Feykir - 21.12.2009, Qupperneq 2
2 Feykir 48/2009 Umferðarhraði á Hólum Lækkun hafnað Umferðaróhöpp íSkagafírði Há tíðni í nóvember og desember Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur hafnað erindi Þórðar Inga fyrir hönd Hólastaðar um lækkun hámarkshraða í Brúsabyggð og Nátthaga á Hólum. Var það mat íbúa að lækka skyldi umferðahraða við ofangreindar götur niður í 15 km/klst. Samkvæmt nefndinni er mörkuð stefna í Aðal- skipulagstillögu sveitarfélags- insað allarhúsagöturíþéttbýli hafi 30 km/klst. hámarkshraða nema annað sé sérstaklega ákveðið. Umferðarhraði í Brúsabyggð og við Nátthaga mun því áfram vera 50 km/ klst. Mikið var um umferðar- óhöpp í Skagafirði f nóvem-bermánuði. Alls var lögreglu tilkynnt um 17 umferðar-óhöpp sem er langt yfir meðaltali. Fyrstu 11 mánuði þessa árs hefur lögreglu verið tilkynnt um 102 umferðaróhöpp í umdæminu sem gerir 9,3 óhöpp að meðaltali á mánuði fyrstu 11. mánuði ársins. Ef meðaltal síðustu þriggja ára er skoðað er meðaltal áranna 2007 til 2009, 8.7 umferðar- óhöpp á mánuði. Árið 2007 var tilkynnt um 107 umferðaróhöpp, 97 árið 2008 og eins og áður sagði 102 fyrstu 11 mánuði þessa árs. Það sem af er desember mánuði hefur verið tilkynnt um 10 umferðaróhöpp sem gera tvö óhöpp á hverju þriggja daga tímabili það sem af er mánuðinum. Móttöku- og flokkunarstöðin að Höfðabraut 34 a, Hvammstanga hefurfengið nafnið Hirða - móttöku-og flokkunarstöð fyrir úrgang. Starfsemin hófst fimmtudaginn 17. desember. Orðið hirða hefur þá merkingu; að taka, græða eða snyrta. Orðið er stutt og einfalt og auðvelt að nota í daglegu tali. Katrín María Andrésdóttir Ef tölurnar eru brotnar upp fyrir árið í ár má sjá að í 16% af öllum tilkynntum umferðar- óhöppum í Skagafirði urðu í nóvember sem er mesti tjöldi í einum mánuði á umræddu tímabili (2007-2009). Ekkert alvarlegt líkamstjón hefur þó hlotist í umferðinni það sem af er þessu ári í Skagafirði og er þar að stærstum hluta að þakka beltanotkun ökumanna og farþega. Ein megin ástæða íjölda óhappa í nóvember og desem- ber má rekj a til erfiðra aksturs- aðstæðna sökum mikilla hálku eða ísingar sem myndast fyrirvaralítið á vegum eða ákveðnum vegarköflum. Er það von lögreglunnar að ökumenn sýni aðgát í umferðinni og miði ökuhraða við aðstæður hverju sinni. Atvinnuráðgjafi SSNV sendi inn hugmyndina af nafninu Hirða sem varð svo fyrir valinu að lokum. Margar skemmtilegar og góðar tillögur bárust. Opnunartími verður sá sami og verið hefur; mánudaga og þriðjudaga frá 11-14, miðvikudaga frá 14-17, fimmtudaga, föstudaga og laugadagafrá 1 l-14,sunnudaga og hátíðisdaga er lokað. Blönduós Nýstárleg markaðs- setning Þar sem nkið ætlar ekki lengur að niðurgreiða refaveiðar hefur bæjarstjórn Blönduós- bæjar kannað þann möguleika hvort hægt sé að markaðssetja sport- veiðar á ref f afréttar- löndum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulag veiðanna verði ekki ósvipað hrein- dýraveiðum. Valdimar Guðmannsson, sem flutti tillögu um málið í bæjar- stjórn, segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að taka gjald fyrir refaveiðarnar eins og margar aðrar sport- veiðar. Skagaströnd Jólastund Á hverjum degi kl. 17:00 til 23. desember býður Menningarfélagið Spákonuarfur upp á sögustund og jóla- stemningu f Árnesi á Skagaströnd. Lagt er upp úr að hafa jólastemningu eins og í gamla daga. Flutt verða kvæði og sögur um jólasveinana og er einn jólasveinn tekinn fyrir á hverjum degi. Börn á öllum aldri eru velkomin og það á líka við um pabba, mömmur, afa og ömmur. Engin aðgangseyrir, bara að koma með jólaskapið. Staðarskálamótið Karfa Hið rómaða Staðarskálamót f körfubolta verður haldið 28. og 29. desember sem er mánudagur og þriðjudagur á Hvamms- tanga. Mótið hefst stundvíslega klukkan 18 og stendur til kl. 21:30 báða dagana. Skráning er hjá Dóra Fúsa í síma 891-6930 eða á netfangið dorifusa@gmail. com og þarf skráning að hafa borist fyrir klukkan 23:16 sunnudaginn 27. desember n.k. Leiðari Meðfrið í hjarta Tíðin hefur verið með ólíkindum góð þessar síðustu vikurJyrir jól og það hefég óspart nýtt mér og gengið til vinnu á morgnana. Þó ég sakniþess að hafa ekki snjó játa ég Juslega að það er Ijúft að rölta í vinnuna í hlýjum sunnan andvara og geta um leið notiðþess að virðafyrir sér margvíslegar jólaskreytingar íbúa. Ég hefreynt að ganga ekki alltafsömu leiðina svo útsýnið sé ekki alltaf það sama og égjáta líka fúslega aðfátt gleður auga mitt meira en fjölbreytileikijólanna. í mínum huga erujólin skræpótt og margbreytileg. Hátíð gleði enjajhframt hátíð Ijúfsárs trega yfirþví sem einu sinni var. Tregi yfir helgijóla barnæskunnar og þeim hefðum og gildum sem þeim fylgdi en gerir ekki lengur, gleði yfir því að hafa börnin mín hjá mér þessijólin og geta undirbúið helgi jólanna undir hlátrasköllum heilbrigðra barna. Eins og hjá svo mörgum bankaði sorgin upp á hjá mér á árinu, sorgin er sár en sorgin kennir okkur líka að meta það sem við eigum og gleðjast i núinu yfir litlu hlutunum. Sorginni til heiðurs mun ég tendra Ijós sem ég vona að muni loga skært og senda ást og umhyggju til horfinna ástvina. Gleðinni til heiðurs mun ég elda góðan mat, eiga örlítið konfekt ogjafnvel búa til örlítinn is. Gleðinni dl heiðurs mun ég einnig njóta þess að eyðajólunum meðþeim sem mér þykir vænst um. Síðast en ekki síst ætla ég að njóta þess þessa síðustu daga Jyrirjól, að geta hlustað ájólalög, gleðihjal útvarpsmanna og örlítiðjákvæðari sjónvarpsfrétta sem fylgja jú þessum árstíma. Meðfrið í hjarta mun ég leggja allt kreppuhjal til hliðar og einbeita mér að því að eiga Gleðileg jól. Erþað einlæg ósk mín að þið lesendur góðirfinniðfrið í ykkar hjarta til að njóta helgijólanna og finna þá barnslegu gleði sem þeim fylgir. Við Palli óskum ykkur gleðilegrajóla og farsældar á komandi ári. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Feykír Útgefandi: Ritstjóri & ábyrgðarmaður Prófarkalestur: Nýprent ehf. Guðný Jóhannesdóttir Karl Jónsson Borgarflöt 1 Sauðárkróki gudny@feykir.is ® 455 7176 feykir@1eykir.is Áskriftarverð: Póstfang Feykis: Blaðamenn: 275 krónur hvert tbl. með vsk. Box 4,550 Sauðárkrókur Páll Friðriksson Lausasöluverð: Blaðstjórn: palli@feykir.is ® 8619842 325 krónur með vsk. Árni Gunnarsson, Óli Arnar Brynjarsson Áskell HeiðarÁsgeirsson, oli@feykir.is Áskrift og dreifing: Herdís Sæmundardóttir, Lausapenni: Nýprent ehf. Sími 455 7176 Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Örn Þórarinsson. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir kemur næst út 7.janúar2010. Hafðu samband - Siminn er 455 7176 Alyktun frá Framsóknarfélagi Skagafjarðar Mótmæla áformum um að leggja niður ráðuneyti Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum nkisstjórnarinnar um að leggja niður ráðuneyti landbúnaðar- og sjávarútvegs. Stjórnin telur einsýnt að að reyna að styrkja stöðu sína með því sé ríkisstjórnin að gera lítið úr mikilvægi þessara undirstöðuatvinnugreina sem gegna lykilhlutverki í endurreisn íslensks atvinnu- lífs og samfélags. Stjórnin telur jafnframt að með þessu sé Samfylkingin innan ríkistjórnarinnar vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þar sem innan þessara mikilvægu greina ríkir mikil andstaða við aðild að Evrópusam- bandinu. Fordæmir stjórnin slík vinnubrögð harðlega. Húnaþing vestra Hirða skal hún heita

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.