Feykir


Feykir - 21.12.2009, Blaðsíða 24

Feykir - 21.12.2009, Blaðsíða 24
24 Feykir 48/2009 Brimnesskógar Skógur í Félag um endurheimt Brimnesskóga gefur fólki kost á að gefa tré í skóginum í formi gjafabréfs i jólagjöf. Jafnframt því að gleðja vini og vandamenn með því að eignast hlutdeild í trjám eða trjálundi í skóginum er fólk jafnframt að styðja gott málefni. Gefinn er kostur á að kaupa þúsund krónur. Fyrir gjafabréf að andvirði 3, 5 og 10 fimmþúsund krónur er hægt að gróðursetja 50 kynbætt birkitré sem upprunnin eru í Geirinundarhólaskógi í Hrol- leifsdal. Sjálfboðaliðar á vegum Brimnesskóga munu svo gróðursetja trén næsta sumar en þiggjandi gjafabréfsins getur svo ef hann vill slegist í hóp sjálfboðaliðanna eða jafnvel gert ánægjulega fjölskylduferð úr öllu saman. Með endurheimt Brimnes- skóga er m.a.verið að efla og varðveita fornan menningar- arf á vísindalegan hátt og stuðla að aukinni menntun á sviði sögu, náttúru og menningar. Vonir standa til að í framtíðinni verði endur- heimtir Brimnesskógar til að styrkja menningartengda ferðaþjónustu í Skagafirði og að í skóginum verði eftir- sóknarverð aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugasamir geta haft sambandi við Sölva Sveinsson í síma 861 6715 eða netfang solvi@verslo.is eða Stein Kára- son í síma 896 6824, netfang steikara@hotmail.com Hægt er að leggja inn á reikning hjá Brimnesskógar, félag sem er í Arionbanka Kringluútibúi. Bankaupplýs- ingarnar eru þessar: Banki 0323, Hb 13, reikningur nr. 700706 og kennitalan er 491204 4350. Lifandi jólamarkaóur í Hrímnishöllinni Varmalæk Vel heppnaður dagur Skagfirðingar og nærsveitamenn tóku vel við sér og fylltu um tíma Hrímnishöllina Varmalæk en þar var á dögunum haldinn vel heppnaður jólamarkaður. Á markaðnum bauð handverksfólk á Norðurlandi vestra upp á afurðir sínar auk þess sem börnin gátu skoðað húsdýr og síðan gátu allir keypt sér kaffi og með því af kvenfélagi Lýtingsstaðarhrepps. Að sögn Sigrúnar Indriða- dóttur tókst markaðurinn betur en þær konur sem að honum stóðu höfðu nokkurn tímann þorað að vona og seldi hand- verksfólk frá sýslunum þremur á Norðurlandi vestra vel af varningi sínum auk þess sem boðið var upp á hákarl og kartöflur. Eins kunnu gestir vel að meta veitingar kvenfélags- kvenna sem voru vel útilátnar að sveitasið og verðið var nánast ekki neitt. Barnakór Tónlistaskóla Skagafjarðar kom og söng fyrir gesti auk þess sem jólasveinar kíktu í heimsókn en lengst af undu börnin sér þó í bás einum sem hafði að geyma hvolpa sem nokkrir heppnir aðilar fengu að taka með sér heim að degi loknum. Aðspurð sagði Sigrún að markaðurinn hefði gengið vonum framar og því væri ekki spurning um skoða vel að endurtaka leikinn að ári.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.