Feykir


Feykir - 21.12.2009, Blaðsíða 19

Feykir - 21.12.2009, Blaðsíða 19
48/2009 Feykir 19 gera úr þessu skemmtilega stund, segja talskonur Skóg- ræktarfélagsins. Aðspurðar segjast þær ekki hafa þann sig að fylgja fólki um skóginn og velja fyrir það trén. -Við bara treystum fólki til þess að taka tré þar sem það sér að það þarf að grisja. Við reyndum þetta til þess að byrja með en oftar en ekki höfðu þeir sem tréð ætluðu að eiga aðrar hugmyndir um óska jólatréð en við svo við hættum þessu alveg. Blaðamaður Feykis notaði tækifærði og sótti sér þessa líka gullfallegu furu og getur látið sér hlakka til að skreyta hana að kvöldi Þorláksmessu. Hver veit nema að þá verði líka konfekt á borðum. Skagfirðingar geta sótt tré í skóga sína Skógardagur í Varmahlið Þrátt fyrir að sunnangola og rigningarsuddi hafi ekki gefið tilefni til jólalegrar stemningar var það engu að síður skemmtileg stemning sem myndaðist í Varmahlíð er Skagfirðingar mættu í skógarreitinn við bæinn til þess að sækja sér jólatré. Deildir Skógræktarfélags Skagafjarðar bæði í Varmahlíð og á Hólum bjóða árlega íbúum fjarðarins að koma og taka þátt í grisjun skógarins og taka fallegt jólatré með sér heim gegn vægu verði. Ungir sem aldnir hafa á undanförunum árum tekið vel í þetta framtak ogmætaoftsömufjölskyldurnar ár eftir ár og sækja sér fallega furu sem síðan prýðir stofur yfir jól og áramót. -Þetta hefur mæst vel fyrir. Við tökum á móti gestum með pönnukökur, kakó og konfekt og reynum að MINNING Guðmundur Tryggvason Það var í október haustið 1968 sem mín fyrstu alvöru kynni urðu af Guðmundi Tryggvasyni. Var þá boðað til fyrstu söngæfingar vetrarins hjá Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps. Var á þeim árum alltaf haft samband við alla unga menn í sveitinni, og þeim boðið að koma á fyrstu æfingu. Var það gert til að kynna þeim starfið og vita hvort þeir gætu hugsað sér að starfa í þeim félagsskap. Lét ég tilleiðast að fara eftir mikla hvatningu frá mínum góðu vinum f þá daga Leifs- staðabræðrum. Ákveðið var á þeirri æfingu að ég yrði vistaður hjá fyrsta bassa. Bauð þá nafni Tryggva mér pláss við hlið sér og sagðist skyldi reyna að hjálpa mér eins og hann gæti við að læra þau lög sem æfð væru hverju sinni hjá kórnum. Gekk það allt eftir og stóðum við þar hlið við hlið á milli tíu og tuttugu ár, alveg þangað til að söngstjórinn óskaði eftir að nafni færði sig í annan bassa. Oft hef ég óskað þess síðan að sá góði félagi stæði enn við hlið mér í þeim félagsskap. Enginn hefur starfað þar á þessu fjörutíu ára tímabili sem ævi mín spannar í kórnum sem var eins fljótur að læra og virtist oftast kunna öll þau lög strax sem kórinn æfði hverju sinni. Við fráfall hans nú eigum við félagar hans í Karlakór Bólstaðar- hlíðarhreppsgóðarminningar um starfið með honum sem nær yfir rúma hálfa öld. Einnig eigum við nú við leiðarlok mikið af pappírum sem snerta sögu Karlakórsins með hans glæsilegu rithönd. Var hann ritari kórsins um árabil og skrifaði nótur af mörgum lögum sem karla- kórinn hefur æft í gegnum tíðina. Ástæðulaust er að skrifa eftir nafna Tryggva án þess að geta þess að hann gat verið önugur við þá sem ekki skiluðu sínu dagsverki þegar mikið var í húfi. Lenti ég reyndar í að kynnast þeirri hlið hans, en áttaði mig á því síðar að ergi hans á slíkum stundum stafaði af því að hann sá langt fram í tímann með verkefni og vildi alla ævi koma sem mestu í verk. Á efri árum hafði hann meiri tíma til að sinna áhugamálum og var eitt af þeim hrossarækt. Vorum við félagar þar hjartanlega sammála og þurftum aldrei að deila um ágæti Sauðárkrókshrossa. Blítt var og gott veður á útfarardegi hans þar til að sú stund nálgaðist að kista hans var borin til hinstu hvílu í Bersstaðakirkjugarði. Æsti sig þá upp kokhraustur austan vindstrengur sem andaði köldu. Um það leyti sem gengið hafði verið frá hvílu hans sléttlygndi. Var þá ekki hægt að komast hjá þeirri hugsun að nú hefði okkar vinur og heiðursfélagi í Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps kvatt okkur félagana á þann hátt sem honum líkaði best. Bið börnum hans og þeirra fjölskyldum Guðs blessunar á þessari skilnaðarstund. Ef treysta má því sem kenning hinnar kristnu kirkju boðar eigum við nafnar eftir að hittast þar í efra. Upp til himna vísust von, veröurflestum hinum. Nú hefur nafni Tryggvason, náttað sig hjá vinum. Guðmundur Valtýsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.