Feykir


Feykir - 21.12.2009, Side 18

Feykir - 21.12.2009, Side 18
18 Feykir 48/2009 Skátar tendra frióarljós í Sauóárkrókskirkjugarói Feröast með logandi friöarljós á pallinum Örvar Ragnarsson og Sigurdríf Jónatansdóttir með Betiehemstjósið á milli sín. Sigurdríf Jónatansdóttir fær rétt fyrir upphaf aðventu ár hvert góða heimsókn en þá kemur skáti við hjá henni á ferð sinni um landið með sprota af friðarljósi því er skátahreyfingin flutti til landsins frá Betlehem árið 2001. Skátar munu vera með friðarljósið í Sauðárkrókskirkjugarði á aðfangadag. Ljósið kom til landsins þann 19. desember árið 2001 og hefur æ síðan verið fóstrað í St. Jósefskirkjunni og Karmel- klaustrinu í Hafnarfirði. Með tendrun friðarljóssins ár hvert vilja skátar hringinn í kringum landið gefa öllum hlutdeild í þeim einkunnarorðum Baden Powell að gera heiminn örlítið betri þegar við skiljum við hann en þegar við komum í hann. Undan farin ár hefur Örvar Ragnarsson, staðarhaldari á Úlfljótsvatni, séð um að keyra logann um landið en Örvar fer frá Reykjavík og kemur við á Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Blönduósi, Búðardal, Grundarfirði og endar síðan á Akranesi. í ferðalagið tók hann að þessu sinni tvo sólahringa en stundum hefur hann einungis gist eina nótt á leiðinni. Logann fóstrar Sigurdríf síðan í olíulampa úti fyrir hjá sér en skátar munu næst komandi sunnudag tendra ljósið á Betlehemkertinu á aðventu- kvöldi í Sauðárkrókskirkju. Þá munu skátar verða í kirkjugarðinum á Sauðárkróki á aðfangadag þar sem gestir garðsins geta fengið afleggjara af loganum til þess að láta loga á leiði ástvina sinna. Skagafjörður Dagstyráin í s^agafirði um jól og áramót Sjá nánar á www.visitsl5agafj0rdur.is ! ÁRAMÓTABRENNUR JOLABOLL GAMLARSDAGUR Hólar: Kveikt verður í brennu kl 20:30. Flugeldasýning kl. 21:00 Sauðárkrókur: Kveikt verður í brennu kl. 20:30. Flugeldasýning Skagafjarðasveitar kl. 21:00. djofsós: Kveikt verður í brennu á Móhól kl. 20:30. ■Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Kgskl. 21:00. rmahlið: Kveikt verður í brennu við afleggjarann Bp^jiiTtjByggð kl. 20:30. Flugeldasýning Flðflöjoraunarsveitarinnar kl. 20:45. 27. DESEMBER Jólatrésskemmtun í Höfðaborg kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Kvenfélags Skarðshrepps í Ljósheimum kl. 15:00 Jólaball Lionsklúbbsins í íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00. Jólaball á Löngumýri kl. 14:00. Allir velkomnir! 28. DESEMBER Jólaball Árgarði kl. 13:30

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.