Feykir - 21.12.2009, Qupperneq 25
48/2009 Feykir 25
Þá er komió aó því!
Maöur ársins á Norðurlandi vestra 2009
Feykir og Feykir.is standa næstu tvær vikurnar fyrir kosningu um mann
ársins á Norðurlandi vestra. Líkt og undanfarin ár verður kosið á milli
einstaklinga sem útvaldir aðilar hafa komið að því að útnefna.
Bæði verður hægt að kjósa á Feyki.is en þar er einungis hægt að kjósa einu sinni á hverjum
sólahring úr hverri ip-tölu en við viljum benda á að oft eru margar tölvur á sama heimili tengdar
við sömu ip-tölu sem fylgir þá routernum. Eins verður hægt að senda okkur póst á netfangið
feykir@feykir.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt atkvæði sitt inn í síma 4557176.
Hægt verður að kjósa frá hádegi 21. desember til hádegis þann 4. janúar. Úrslitin verða kynnt í
fyrsta blaði ársins þann 7. desember 2010. Útnefnd eru:
Helga Margrét Þorsteinsdóttir
frjálsíþróttakona
Helga Margrét náði einstaklega góðum árangri á árinu og er byggðalagi sínu
til mikils sóma.
Jón Eiríksson
listabóndi á Búrfelli
Jón hefur málað myndir af 101 hundi en ekki eru mörg ár síðan hann málaði
365 myndir af kúm, sem Landsvirkjun eignaðist síðar. Jón var verðlaunaður af
NBC, Samtökum norrænna bænda, þann 14. ágústs.l. á Hótel Sögu.
Berglind Björnsdóttir
kennari
Berglind er ein af máttarstólpum félagslífsins á Blönduósi. Berglind skrifar
á Húnahomið, er fjallkona, sér um kvennahlaupið, kennir leikÞmi, kennir í
skólanum og er í þestum kómm og klúbbum sem hægt er að nefna.
Guðmundur Valtýsson
hagyróingur og bóndi
Guðmundur birti á árinu í Feyki vísnaþátt númer 500. Guðmundur er
vísnaaðdáandi mikill og heldur fast í gamlar hefðir varðandi braghætti og góðar
vísur. Guðmundur notast ekki við tölvu heldur handskrifar hann öll handrit sem
hann skilar inn í blaðið.
Sarah Jane Emily Caird
sjósundkona
Sarah Jane, sem er starfsmaður Rsk Seafood, varð fyrst kvenna til að synda
Grettissund þann 15. ágúst 2009 og synti á tímanum 3 klst.og 11 mínútum. f
tilefni af þessu glæsilega afreki færði Jón E Friðriksson framkvæmdastjóri FISK
Seafood hf. Söru viðurkenningarskjal frá fyrirtækinu og samstarfsfólki.
Bjarni Jónsson
fiskifræðingur
Bjami vakti á dögunum heimsathygli fyrirtímamótauppgötvun sína og rannsóknir
á stökkbreyttum hornsílum. Fjallað var um rannsókn Bjarna í Science auk þess
sem hann mun fyrstu þrjá mánuði næsta árs dvelja við frekari rannsóknir við
læknadeild Stanford háskóla.
Bjarni Haraldsson
verslunarmaóur
Bjami hefur frá blautu barnsbeini staðið innan við búðarborðið í verslun
Haraldar Júlíussonar en verslunin fagnaði á árinu 90 ára afmæli sínu.
Sveinn Guðmundsson
hrossaræktandi
Sveinn hóf um miðbik 20. aldar að rækta hross en tæplega 90% allra íslenskra
folalda sem fæðast hérlendis og erlendis eiga ættir að rekja til Síðu frá
Sauðárkróki. Tölfræðin hefur leitt í Ijós að hún er mesta ættmóðir íslenska
hrossastofnsins og er erfðahlutdeild hennar í stofninum í dag 6,6%. Óhætt
er að segja að brautryðjendastarf Sveins Guðmundssonar og framlag hans til
íslenskrar hrossaræktar geri hann að fremsta hrossaræktanda fyrr og síðar.
Rita Didriksen
kennari
Félag íslenskra kennara í nýsköpunar- ogfrumkvöðlamenntveitti Ritu Didriksen
viðurkenningu fyrir fyrirmyndarframboð á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Þá
hefur Rita verið valin og fengið Evrópustyrk, til að taka þátt í viku námsheimsókn
til Svíþjóðar. Heimsóknin er til Hallands sem hefur efflingu frumkvöðlastarfs
sem eitt þriggja markmiða sinna til að efla sveitarfélagið.
Þuríöur Harpa Sigurðardóttir,
framkvæmdastýra
Þuríður Harpa hóf á árinu fyrst Norðurlandabúa stofnfrumumeðferð á Indlandi
en með meðferðinni freistar Þuríður þess að fá aftur mátt þann er hún missti í
hestaslysi í apríl árið 2007. Þuríður hefur bloggað um ferðalag sitt til Indlands
en fyrsta ferð hennar þangað tókst vonum framar.
Heiða Björk Jóhannsdóttir
sjósundkona
var á árinu fyrst kvenna til þess að synda Drangeyjarsund. Sundið synti Heiða
Björk á tímanum 2,25 klst. Heiða Björk var einungis lítil stelpa þegar hún ákvað
að þetta afrek skyldi hún vinna en hún hafði einungis stundað sjósund í tæpt
ár þegar afrekið var unnið.
Jólasamkeppni Húnahornsins
Skreytum bæ meö Ijósum fínum
Það hefur færst í aukana að fólk skreyti hús sín fyrir jólin og þá ekki síst að
utan. Garðurinn er lýstur upp með ótal seríum og tré og runnar fá að njóta
sín í ljósadýrð.
Á Blönduósi hefur verið um nokkurra ára skeið samkeppni meðal íbúa
bæjarins þar sem þeir geta kosið um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er
íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Húnahornið hefur staðið fyrir samkeppninni um
Jólahúsið 2009 verður hún með svipuðu sniði og síðustu ár. Til að taka þátt er
tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem staðsettur er á forsíðu
Húnahornsins undir liðnum Jólatilnefningar. Hverjum og einum er heimilt að
senda inn eina tilnefningu.
Það hús sem fær flestar tilnefningar verður valið Jólahús ársins 2009 á
Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis 30. desember og verða úrslit gerð
kunn á síðasta degi ársins. Feykir var á ferð á Blönduósi fyrir stuttu og tók nokkrar
myndir af jólaskreytingum en tekið skal fram að ekki var allur bærinn kannaður
en myndirnar gefa ákveðna visbendingu um skreytingargleði Blönduósbúa.