Alþýðublaðið - 10.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið safninu. Lestrarsalurinn þarf að vera opinn lengra fram á kvöldið, belzt ekki skemur en til kl. 10. Aftur mætti loka honum t. d. milli kl. 7 og 8, því þá hafa flest- Ir matmálstíma. Útlánatímann þarf að flytja fram á kvöldið. Hafa hann t. d. 2 tíma fyrir kl. 6 og aðra 2 tíma eftir kl. 7 eða 8. Og enn eitt, lestrarsalurinn þarf að vera opinn alla sunnudaga. En nú er hann lokaður einmitt þá, þegar menn sem störfum hafa að gegna hafa beztan tíma. Þess verður að krefjast, að starfsmenn safnsins fari eftir þörfum almennings, en ekki sínum, ef það á annaö borð á nokkurn þátt í ólagi þessu. Þetta er mál sem varðar allan almenning og eg get ekki séð neina ástæðu til, að ekki megi koma þessu fyrir eins og eg hér að ofan hefi bent á. Enda veit eg, að þeir sem safninu ráða, eru svo miklir mentamenn og fróðleiks- vinir, að þeir sjá að krafa þessi er réttmæt og þeir munu þegar við fyrsta tækifæri kippa þessu í lag, þegar þeim heflr verið bent á gallana á núverandi fyrirkomu- lagi Landsbókasafnsins. Mentavinur. VSkinur á togurunum. 14. okt, í haust ritaði eg grein í „Dagsbrún“ með yflrskriftinni „Ilásetafélagið og Morgunblaðið “. í þeirri grein hrakti eg fjarstæður þær sem „Mgbl.“ hélt fram í sum- ar gagnyart frumvarpinu um hvíld- artíma togaraháseta. Eg ætla ekki að taka upp aftur hór það sem eg sagði þar, en vildi benda mönn- um á að lesa þá grein. Eg tók það meðal annars fram, að ekki mundi fiskast minna á togurum þó mönnum væri ekki ofboðið með vökum, og nú skal eg koma með dæmi wpp á það, að eg hef farið með rétt mál. Egill Skallagrímsson er nýkom- inn af saltfiskiveiðum og aflaði í þessum „túr“ meira en dæmi eru til áður að nokkurt skip hafi aflað í einum túr (o: 180 lifrarföt). — Eg hefi átt tal við ýmsa skipverja af „Agli“ og spurt um vökurnar. Þeim ber saman um það, að vök- ur hafi engar verið að ráði. Þeg- ar þeir höfðu vakað tæpan sólar- hring, fengu þeir 5 tíma svefn, og svo var veðráttan óhagptæð, að hennar vegna fengu þeir líka nóga hvíld. Skipstjórinn á Agli Skallagríms- syni, Guðmundur Jónsson, er einn með allra duglegustu og efnileg- ustu togara-skipstjórum hér, enda sækir til hans bezta fólk, og hann sýnir að hann kann að meta það. Vonandi feta [fleiri skipstjórar í fótspor hans. V. V. Ii daQínn og vepim. Loftskeytatækjum fjölgar. Botnia kom í gærkvöldi og hefir í þessari ferð sinni verið búin út með loftskeytatæki. Eru þá þrjú skip, sem hingað sigla, búin þess- um bráðnauðsynlegu tækjum, þau Gullfoss, ísland og Botnia. Með Lagarfossi síðast komu loftskeyta- tæki, sem fara eiga á Sterling, mjög bráðlega. Frumvarp til nýrra laga fyrir Hásetafélagið liggur nú frammi á afgreiðslu Alþbls., og ættu fé- lagar að nota tækifærið og athuga frumvarpið, ef þeir vildu breyta einhverju. Sterling er væntanlegur á morgun. Forsætisráðherrann kom heim í gærkvöldi með Botniu. Gullfoss var í gær á Álftafirði að ferma síld. Hann kvaö ekki væntanlegur hingað fyr en á morguii eða föstudag. Willemoes fór frá Englandi á mánudaginn áleiðis hingað. Kvöldskemtun leikfélagsins var haldin í gærkvöldi og var þar ýmislegt til skemtunar. Lúðrafé- lagið „Harpa" lék nokkur lög, laglega að vanda. Frú Guðrún Indriðadóttir og Sig. Guðmunds- son dönsuðu þar ýmsa dansa, sem eg ekki kann að nefna og ekki I um að dæma. Þá dansaði þar I fleira fólk, og ekki sá eg þar neina fáséða list, enda sumt dans- fólkið einkennilega valið. Þá birt- ist Eyjólfur leikritaskáld frá Herru og hermdi þar eftir Jens Waage og Jóni frá Brúnum og Eyjólfi rakara. Eyjólfur er ekki fær um að líkja eftir rödd Waage, en rödd Jóns er ekki svo ervið viðfangs, enda tókst Eyjólfi þar sæinilega og skemti fólki þá vel, en bezt tókst honum að líka eftir Eyjólfi rakara í Pósthússtræti. Þá las Jens Waage upp kvæði, Hvarf Odds í Miklabæ, ágætlega, eins og hans var von og vísa. Sig. Guð- mundsson „steppaði*', og Alli lék Ohaplín, og við það skemti fólkið sér bezt. Húsfyllir var og er það gleðilegt, þegar leikhúksjóður nýt- ur ágóðans. Spakur. Þegar Pétiir var næstum Kosnin gaskrif stof a Sj álfstj órn ar stóð eitthvað á annan mánuð. Æðsti maður á skrifstofunni var Pétur Zóphóníasson, en auk þess störfuðu þar fjöldi manns; sumir sátu fastir við skriftir, en heil hersing gekk um bæinn, sumir til þess að sannfæra menn um hverja væri heppilegast að kjósa, aðrir gengu með lista með nöfnum nokkurra kjósenda á, í hvert skifti, til þess að fá að vita, hverja þeir ætluðu að kjósa. En þó var starfið auðvitað einkum það, að hafa upp á öllum fáráðlingum, sem sama var hvern þeir kysu, og ekki ætluðu að kjósa, nema þeir yrðu sóttir í bifreið. Og þetta gekk nú alt saman vel. Pétur Zóph. var í sjöunda himni yfir því, hvað verkið gengi vel, og á kosningadaginn var hann svo viss um að koma Jóni Magn- ússyni inn á þing aftur, að hann dró það augað í pung, sem sneri að drykkjuskap samherja hans, sem fór fram í sjálfu Goodtempl- arahúsinu. En hvers vegna köm Pétur þá ekki Jóni að? Af því það var ekki nema hálf Sjálfstjórn, sem vildi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.