Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1935, Síða 12
10
Alþingiskosningar 1934
3. Atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna.
Votants hors de leur district.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki
stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vott-
orði sýslumanns, að hann standi á annari kjörskrá í kjördæminu og að
hann hafi afsalað sér þar kosningarrétti. Við kosningarnar 1934 greiddu
448 menn atkvæði í öðrum hreppi heldur en þar sem þeir stóðu á kjör-
skrá, eða 0.9 °/o af öllum þeim, sem atkvæði greiddu við kosningarnar.
Við undanfarnar kosningar hefur þetta hluifall verið:
1916 l.o °/o 1931 1.5 °/o
1919 . . . . 1.7 — 1933 .... l.o —
1923 1.1 — 1934 0.9 —
1927
Af þeim, sem notuðu sér þennan réft árið 1934, voru 227 konur
eða rúml. helmingur (50.7 °/o). í töflu I (bls. 20) er sýnt, hve margir kusu
á þennan hátt í hverju kjördæmi á landinu, og í 1. yfirlifi (bls. 8) sést,
hve margir það hafa verið í samanburði við þá, sem atkvæði greiddu í
hverju kjördæmi. Tiltölulega flestir hafa það verið í Dalasýslu (4.2 °/o af
öllum, sem atkvæði greiddu).
4. Bréfleg atkvæði.
Votes par lettre.
Sjómenn og aðrir, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaup-
staðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki
neyta hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað
í sama kjördæmi, mega greiða atkvæði bréflega, þannig að þeir sendi
hreppstjóra eða bæjarfógeta á þeim stað, þar sem þeir standa á kjörskrá,
fyrir kjörfund atkvæðaseðill í bréfi. Við kosningarnar vorið 1934 neyttu
4129 menn þess réttar að kjósa bréflega, eða 7.9 °/o af öllum þeim, sem
atkvæði greiddu. Við undanfarandi kosningar hefur þetta hluffall verið:
1916 .... 1.9 0/0 1931 7.5 °/o
1919 2.6 — 1933 9.3 —
1923 .... 13.0 — 1934 7.9 —
1927 6.4 —
Bréfleg atkvæðagreiðsla var langmest notuð árið 1923, því að þá
var þeim leyft að kjósa bréfiega, sem ekki voru ferðafærir á kjörstað
sakir elli eða vanheilsu, en með því að menn voru hræddir um, að þessar
heimakosningar hefðu verið misnotaðar, var þessi heimild affur úr lög-
um numin árið 1924. Langmestur hluti bréflegu atkvæðanna 1923 staf-