Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Qupperneq 20

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Qupperneq 20
18 Alþlngiskosningar 1937 Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur . . Alþýðuflokkur...... Kommúnistaflokkur Uændaflokkur....... MeQalta! atkvæða Þingmenn á þingmann 19 7G 625/i90 17 1 419®/i7 8 1 38546/so 3 1 G446/so 2 1 7895/ao Ef halda hefði átt ál'rara að úthluta uppbótarþingsætum þangað til fenginn væri sem mestur jöfnuður fyrir alla þingflokka, þá hefði (eins og sjá má á töflu IV A) orðið að úthluta 27 þingsætum í viðbót, eða alls 38 uppbótarþingsætum, þ. e. jafnmörgum og þingmenn voru kosnir í kjör- dæmunum. Þingmannatalan hefði þá orðið 7(5 alls. Þar af hefði Sjálfstæð- isflokkurinn haft 32 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 19, Alþýðuflokk- urinn 15, Kommúnistaflokkurinn (5 og Bændaflokkurinn 4. Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem ekki hafa náð kosningu í kjördæmum, skuli fá uppbótarþingsæti, er farið aðallega eftir persónulegri atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, en j)ó getur þing- flokkurinn einnig haft nokkur áhrif á það með því að senda landskjör- stjórn skrá yfir frambjóðendur flokksins í þeirri röð, er flokkurinn ósk- ar, að þeir hljóti uppbótarþingsæti. Ekki koma til greina sem uppbótar- þingmenn fyrir sama flokk fleiri en einn frambjóðandi í kjördæmi, og er það sá, sem hæsta hefur persónulega atkvæðatölu, ef um fleiri en einn er að gera. Frambjóðendum hvers flokks, sem til greina getti komið sem uppbótarþingmenn, raðar landskjörstjórn sumpart heinlínis eftir at- kvæðatölu þeirra, sumart eftir atkvæðatölunni í hlutfalli við gild atkvæði og sumpart eftir óskum hlutaðeigandi þingflokks. Efstur verður sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu, næstefstur sá, sem að honum frágengnum, hefur hæsta atkvæðatölu í hlutfalli við gild atkvæði í kjördæminu, þriðji sá, sem þingflokkurinn hefur sett efstan á raðaðan landslista, fjórði sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu þeirra, sem eftir eru, fimti, sem hefur hana hlut- fallslega hæsta, sjötti sá, sem er næstefstur á röðuðum landslista o. s. frv. Eftir þessari röð eru svo valdir uppbótarþinginenn flokksins. í töflu IV B. bls. 35—3(5), er sýnt, hvernig frambjóðendum Alþýðuflokksins, Bænda- flokksins, Kommúnistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins var raðað að jiessu leyti. í töflu IV C. (bls. 37), er skýrt frá, hvaða frambjóðendur hlutu upp- bótarþingsætin og hverjir urðu varamenn.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.