Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1952, Blaðsíða 8
6 Forsetakjör 1952 í 5. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt, að forseti skuli kjör- inn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. í lögum nr. 36/1945 segir, að við forsetakjör skuli undirkjör- stjórnir og yfirkjörstjórnir vera hinar sömu og við alþingiskosningar, en hins vegar eru Hæstarétti falin þau störf, sem landslcjörstjórn ann- ast við alþingiskosningar. Sjálf kosning forseta, undirbúningur hennar, atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar og á kjörstað fer að öllu leyti sam- kvæmt lögum um kosningar til Alþingis (sbr. 6. gr. laga nr. 36/1945). 2. Tala kjósenda. Number of Registered Electors. Tala kjósenda á kjörskrá við forsetakjörið var alls 85 877, eða 58,2% af íbúatölu landsins. Síðan kosningarréttur var aukinn síðast, með stjórnarskrárbreytingunni 1934, hefur kjósendatalan verið sem hér segir: Tola f °/0 af kjósenda íbúatölu 1934, alþingiskosningar ........................... 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar ........................... 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar 5. júlí ....................... 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar 18. október ................ 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla .................... 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar ........................... 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar ........................... 82 481 58,7 1952, forsetakjör ..................................... 85 877 58,2 Tala kjósenda i samanburði við íbúatölu lækkaði frá 1949 til 1952 úr 58,7% í 58,2% 1952, en þar er sennilega ekki um raunverulega lækk- un að ræða. Ástæðan fyrir því er sú, að áður hefur kveðið allmikið að því, að taldir væru á kjörskrá menn, sem dáið hafa frá því að hún var samin, og sömuleiðis kjósendur, sem ná kosningaraldri á árinu, en ekki fyrr en eftir kjördag. Að þessu sinni munu kjörstjórnir hafa gætt þess betur en áður að telja ekki í kjósendatölunni dána menn og þá, sem öðlast ekki kosningarrétt fyrr en eftir kjördag. Af kjósendatölunni 1952 voru karlar 42 644 eða 49,7%, en konur 43 233 eða 50,3%. Koma þá 1 014 kvenkjósendur á móts við hvert þús- und karlkjósenda, en nú orðið er ekki teljandi munur á tölu allra karla og kvenna í landinu (ibúatala í árslok 1951: karlar 73 336 og konur 73 204). Stafar þetta af þvi, að innan við kosningaraldur (21 ár) eru heldur fleiri karlar en konur, en á kosningaraldri eru konur þeim mun fleiri. Tala kjósenda í hverju kjördæmi landsins er gefin upp í töflu I

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.