Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1952, Blaðsíða 10

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1952, Blaðsíða 10
8 Forsetakjör 1952 mikil og í næstu alþingiskosningum þar á undan. Síðan 1934 hefur kosningahluttakan verið sem hér segir: 1934 .. 81,5 % 1944 98,4 % 1937 .. 87,9 „ 1946 87,4 „ 1942 5. júli .. 80,3 „ 1949 89,0 „ 1942 18. október .. 82,3 ,. 1952 82,0 „ 1 töflu I (bls. 13) sést, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis greiddu atkvæði við forsetakjörið, og í töflu II (bls. 14—19) er þetta gefið upp fyrir hvern hrepp landsins. Þá er og sýnt í 1. yfirliti (bls. 7), hve mikil hluttakan var hlutfallslega í einstökum kjördæmum, bæði í heild og fyrir karla og konur, hvort um sig. Við forsetakjörið greiddu atkvæði 85,2% af karlkjósendum, en 78,9% af kvenkjósendum. Við alþingiskosningarnar 1949 voru tilsvarandi hlutföll 92,3% og 85,9%. Ef litið er á kosningahluttöku í einstökum kjördæmum, þá var hún mest í Hafnarfirði (90,3%) og næstmest í ísafirði (88,6%), en minnst var hún í Austur-Húnavatnssýslu (69,1%). í Vestur-Skaftafellssýslu var kosningahluttaka karla hæst (93,1%), en lcvenna í Hafnarfirði (88,6%). Kosningahluttaka karla var minnst í Barðastrandarsýslu (73,3%), en kvenna í Norður-Múlasýslu (58,3%). í öllum kjördæmum nema Vestur- ísafjarðarsýslu var hluttaka karla meiri en hluttaka kvenna. 1 töflu II (bls. 14—19) er sýnt, hve margir kjósendur greiddu at- kvæði í hverjum hreppi á landinu við forsetakjörið. Er þar hver kjós- andi talinn í þeim hreppi, þar sem hann stóð á kjörskrá, en ekki þar, sem hann greiddi atkvæði, ef hann hefur greitt atkvæði utanhrepps. Með þvi að bera tölu greiddra atkvæða saman við kjósendatöluna í sömu töflu fæst kosningahluttakan i hverjum hreppi. 1 2. yfirlitstöflu (bls. 9) sést, hvernig hrepparnir innan hvers kjördæmis og á landinu í heild, að meðtöldum kaupstöðunum, skiptust eftir kosningahluttöku. 39% af hreppum og kaupstöðum voru ineð hluttöku 80—90% og 33% með hluttöku 70—80%. í 8 hreppum og 1 lcaupstað var hluttakan meiri en 90%: Fróðárhreppur 1 Snæfellsnessýslu .............................. 97,4 % Egilsstaðahreppur í Suður-Múlasýslu ........................... 96,3 „ Skaftártunguhreppur í Vestur-Skaftafellssýslu ................. 95,8 „ Fjallahreppur i Norður-Þingeyjarsýslu ......................... 95,7 „ Suðureyrarhreppur i Vestur-ísafjarðarsýslu .................... 93,5 „ Kjósarhreppur i Gullhringu- og Kjósarsýslu .................... 91,5 „ Gnúpverjahreppur 1 Árncssýslu ................................. 90,5 „ Mosvallahreppur i Vestur-lsafjarðarsýslu ...................... 90,4 „ Hafnarfjörður ................................................. 90,3 „ í Fróðárhreppi og Fjallahreppi kusu allir kjósendur á kjörskrá nema einn. — Minnst var hluttakan í Múlahreppi í Barðastrandarsýslu, 47,3%. Heimildin til þess að hafa fleiri en einn kjörstað í hreppi eða kaup- stað hefur verið notuð víða, svo sem sjá má á töflu II (bls. 14—19).

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.