Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1952, Blaðsíða 7
Inngangur.
Introduction.
1. Forsetakjörið 1952.
The Presidential Election 1952.
Sveinn Björnsson, forseti íslands, lézt hinn 25. janúar 1952, er hálft
annað ár var eftir af kjörtíma hans, og þurfti því nýtt kjör forseta að
fara fram.
Fram að þessu hafði ekki komið til kosningar á forseta, þar eð
Sveinn Björnsson var fyrst þingkjörinn forseti, frá 17. júní 1944 til 31.
júlí 1945, og síðan var hann tvívegis þjóðkjörinn án kosningar, með
því að hann var einn í kjöri, fyrst árið 1945 og svo aftur árið 1949.
I lögum nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta íslands, er kveðið
svo á, að ef forseti deyr eða lætur af störfum áður en kjörtima hans
er lokið, skuli kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá þeirri
kosningu. Skal forsætisráðherra auglýsa kosninguna þrem mánuðum
fyrir kjördag, en framboðum til forsetakjörs skal skilað i hendur dóms-
málaráðuneytinu ásamt tilskildum skilríkjum eigi siðar en 5 vikum
fyrir kjördag. Hinn 20. marz 1952 var gefin út auglýsing um forseta-
kjör og var kjördagur þar ákveðinn sunnudagurinn 29. júní 1952. Sam-
kvæmt 5. gr. stjórnarskrárinnar skal forsetaefni hafa meðmæli minnst
1500 kosningabærra manna og mest 3000. 1 auglýsingunni um forseta-
kjör var ákveðin eftirfarandi skipting tölu meðmælenda á landsfjórð-
unga (sbr. 3. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Is-
lands):
Líg- Há-
mork mnrk
Sunnlendingafjórðungur (V.-Skaft.—Borgarfj.) .......... 920 1835
Vestfirðingafjórðungur (Mýrasýsla—Strandasýsla) ....... 180 365
Norðlendingafjórðungur (V.-Hún.—S.-Þing.) ............. 280 560
Austfirðingafjórðungur (N.-Þing.—A.-Skaft.) ........... 120 240
Alls 1500 3000
Frambjóðendur við forsetakjörið voru þrír, þeir Ásgeir Ásgeirsson
bankastjóri, Bjarni Jónsson vígslubiskup og Gisli Sveinsson fyrrverandi
sendiherra.