Morgunblaðið - 06.08.2015, Side 1
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2015
ÍÞRÓTTIR
Pepsi-deildin Fjölnismenn skelltu KR-ingum, Leiknismenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í maí þegar Stjarnan
kom í heimsókn, og Ásmundur Arnarsson beið lægri hlut gegn gömlu lærisveinunum. 2,3,4
Íþróttir
mbl.is
Í KAPLAKRIKA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Leikmenn FH höfðu svo sannarlega
ástæðu til að fagna eftir að að Þór-
oddur Hjaltalín blés lokaflautið í
leik liðsins gegn Val í Kaplakrika í
gær. Þeir fögnuðu sætum sigri gegn
keppinautum í toppbaráttu, erki-
óvinirnir í KR töpuðu og Íslands-
meistarar Stjörnunnar sem hömp-
uðu Íslandsmeistaratitlinum í
Krikanum í fyrra biðu einnig lægri
hlut. ,,Mér fannst liðið heilsteypt í
dag og við náðum að landa mjög
góðum sigri og í ofanálag ná þriggja
stiga forskoti á toppnum. Mér hefur
fundist vera stígandi í leik okkar
eftir Evrópukeppnina og þetta lítur
betur og betur út hjá okkur. Við
vorum þéttir fyrir, gáfum ekki
mörg færi á okkur og þeir hlutir
sem við lögðum upp fyrir leikinn
gengu nokkurn veginn upp,“ sagði
Pétur Viðarsson miðvörðurinn
sterki í liði FH við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Bjarni Þór Viðarsson reyndist
hetja FH-inga en hann skoraði sig-
urmarkið með skalla og þetta mark
reyndist heldur betur tímamóta-
mark því markið var hið 1.000. sem
FH skorar í efstu deild.
Leikurinn var annars jafn og tví-
sýnn. Það var greinilegt að liðin
báru virðingu hvort fyrir öðru og
leikurinn einkenndist töluvert af
stöðubaráttu og varfærni á báða
bóga. Það var ekki mikið um færi
og ekki hægt að segja að boðið hafi
verið upp á neina flugeldasýningu
en FH-liðið er þekkt fyrir að refsa
mótherjum sínum og það gerðu þeir
þegar Bjarni hafði betur í baráttu
við Ingvar Þór Kale í háloftunum og
skallaði boltann í autt markið sem
reyndist sigurmarkið í leiknum.
Bjarni Þór var fremstur á meðal
jafninga hjá FH-ingum og spilaði
líklega sinn besta leik í sumar. FH-
ingar náðu að halda Patrick Ped-
ersen og Kristni Frey Sigurðssyni í
skefjum og fyrir vikið vantaði meira
bit í Valsliðið á síðasta þriðjungi
vallarins. FH-ingar eru komnir á
kunnulegar slóðir og ljóst má vera
að þeir verða í baráttu um titilinn
eftirsótta þar til yfir lýkur. Þetta
var hins vegar annar tapleikur
Valsmanna í röð eftir frábært gengi
og spurning hvort strákarnir hans
Óla Jó séu að gefa eftir í toppbar-
áttunni.
Gott kvöld fyrir FH
Bjarni Þór reyndist hetja FH-inga sem náðu þrigga stiga forskoti á toppnum
Bjarni skoraði 1.000 mark FH í efstu deild Annað tap Valsmanna í röð
Kaplakrikavöllur, Pepsi-deild karla,
14. umferð, miðvikudag 5. ágúst
2015.
Skilyrði: Hægur vindur, hálfskýjað
og 16 stiga hiti. Völlurinn lítur afar
vel út. Topp aðstæður í alla staði.
Skot: FH 6 (5) – Valur 5 (2).
Horn: FH 1 – Valur 2.
FH: (4-3-3) Mark: Róbert Örn Ósk-
arsson. Vörn: Jonathan Hendrickx
(Jón Ragnar Jónsson 61), Kassim
Doumbia, Pétur Viðarsson, Böðvar
Böðvarsson. Miðja: Bjarni Þór Við-
arsson, Davíð Þór Viðarsson, Emil
Pálsson. Sókn: Jérémy Serwy (Þór-
arinn Ingi Valdimarsson 46), Atli Við-
ar Björnsson (Kristján Flóki Finn-
bogason 82), Atli Guðnason.
Valur: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale.
Vörn: Baldvin Sturluson, Thomas
Christensen, Orri S. Ómarsson,
Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja: Hauk-
ur Páll Sigurðsson, Mathias Schlie,
Kristinn Freyr Sigurðsson (Andri
Adolphsson 88). Sókn: Kristinn Ingi
Halldórsson, Patrick Pedersen, Sig-
urður Egill Lárusson (Emil Atlason
75).
Dómari: Þóroddur Hjaltalín – 7
Áhorfendur: 1.907.
FH – Valur 2:1
Haraldur Frank-
lín Magnús úr GR
deilir efsta sæt-
inu eftir fyrsta
hring á Evrópu-
meistaramóti
einstaklinga sem
hófst í Slóvakíu í
gær. Haraldur
tapaði ekki höggi
á hringnum, fékk
átta fugla og spil-
aði alls á 64 höggum.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson,
GR, lék á 67 höggum og er í 13. sæti
ásamt fleiri kylfingum, en hann lék
síðari níu holurnar á 29 höggum þar
sem hann fékk meðal annars tvo
erni. Axel Bóasson, Keili, er höggi á
eftir, fjórum undir pari. Gísli Svein-
bergsson, Keili, lék á 75 höggum eða
þremur yfir pari og Bjarki Pét-
ursson, GB, lék á 77 höggum. Andri
Þór Björnsson, GR, rekur svo lestina
af íslensku kylfingunum á 79 högg-
um, sjö yfir pari.
Alls eru sex íslenskir kylfingar
með í mótinu en aðeins stigahæstu
kylfingarnir á heimslista áhuga-
manna fá keppnisrétt á þessu móti
og er þetta metfjöldi hjá Íslend-
ingum. yrkill@mbl.is
Haraldur Franklín
Magnús
Haraldur
efstur ytra
Morgunblaðið/Þórður
Aðþrengdur Framherjinn Patrick Pedersen reynir hér að komast framhjá Böðvari Böðvarssyni og Pétri Viðarssyni í vörn FH-inga í Kaplakrika í gær.
Hann mátti ekki við margnum frekar en aðrir Valsmenn og í fjarska fylgist fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson grannt með gangi mála í baráttu sinna manna.
Birkir Bjarnason
opnaði marka-
reikning sinn
fyrir svissnesku
meistarana í Bas-
el þegar liðið
tryggði sér sæti í
umspili um þátt-
töku í riðla-
keppni Meist-
aradeildarinnar í
gærkvöldi. Birk-
ir skoraði eina markið í 1:0 sigri á
Lech Poznan en Basel vann einvígið
samanlagt 4:1.
Kári Árnason var í vörn Malmö
sem komst áfram á ótrúlegan hátt
eftir 3:0 sigur á Salzburg. Malmö
tapaði fyrri leiknum 2:0 en fór
áfram, 3:2 samanlagt. yrkill@mbl.is
Fyrsta mark Birkis
– Kári kom til baka
Birkir
Bjarnason
1:0 Atli Viðar Björnsson45. fékk sendingu frá
Hendrickx, lék á varnarmann og
skoraði með föstu skoti.
1:1 Sigurður Egill Lárusson69. fékk stungusendingu frá
Pedersen innfyrir vörn FH, lék á
Róbert í markinu og skoraði.
2:1 Bjarni Þór Viðarsson 81.skoraði með skalla eftir
fyrirgjöf frá Þórarni Inga.
I Gul spjöld:Schlie (Val) 38. (brot),
Haukur Páll (Val) 57. (brot),
Emil (FH) 74. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Pétur Viðarsson (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bjarni Þór Viðarsson (FH)
Atli Guðnason (FH)
Atli Viðar Björnsson (FH)
Thomas Christensen (Val)
Bjarni Ó. Eiríksson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Sigurður E. Lárusson (Val)
Örn Clausen hafnaði á þessum degi
í 12. sæti í tugþraut Ólympíuleikunum í
London árið 1948 og hlaut 6.444 stig í
keppninni.
Örn fæddist árið 1928 og lést 2008.
Hann var Reykvíkingur og keppti fyrir
ÍR. Leikarnir í London voru þeir einu
sem Örn tók þátt í. Örn var í hópi bestu
tugþrautarmanna heims um tíma og
átti sinn þátt í gríðarlegum íþrótta-
áhuga landsmanna í kringum 1950. Það
ár hlaut hann silfurverðlaun í tugþraut
á EM í Brussell. Örn átti stóran þátt í
fræknum sigri Íslendinga í landskeppni
við Dani og Norðmenn í Osló 1951. Örn
setti Norðurlandamet í tugþraut og
fjölda Íslandsmeta í frjálsum íþróttum.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS