Morgunblaðið - 11.08.2015, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
ávallt koma inn með ákefð og fína
spilamennsku. Miðað við stöðu
Fjölnismanna í deildinni áttu þeir
að sýna betri leik í gær. Líkast til
erfitt að leika gegn liði sem er í
slíkri stöðu eins og Keflavík en
spilamennska þeirra var alls ekki
það sem þeir hafa sýnt í sumar og
líkt og Keflvíkingar sjá þeir sárlega
eftir þeim stigum sem töpuðust í
þeirri baráttu sem þeir eru í í deild-
inni.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Hamagangur Hætta upp við mark Fjölnis í Keflavík í gærkvöldi en liðin þurftu að sætta sig við sitt hvort stigið.
Bæði lið svekkt af velli
Keflavík og Fjölnir skildu jöfn 1:1 suður með sjó Keflvíkingar stefna hrað-
byri niður í 1. deild og Fjölnismenn urðu af dýrmætum stigum í efri hlutanum
Ég verð að viðurkenna að
frábær árangur íslenska sund-
fólksins á HM í Rússlandi kom
mér á óvart í vissum skilningi.
Ekki að það hafi komið mér á
óvart að Hrafnhildur og Eygló
hafi bætt sig og sett met, eða
að Anton Sveinn Mckee sé aftur
á leiðinni á Ólympíuleika eins og
þær.
Ég sá bara ekki fyrir mér
að Hrafnhildur og Eygló væru á
meðal átta bestu sundkvenna
heims í sínum greinum. Í sögu-
legu samhengi eru það stórtíð-
indi fyrir sundíþróttina á Íslandi.
Örn Arnarson er sá eini sem
hefur unnið til verðlauna á HM
og enginn annar hefur komist
nálægt því. Eðvarð Þór Eðvarðs-
son var sá eini fyrir utan Arnar
sem hafði komist í úrslit á HM.
Hrafnhildur varð því fyrsta ís-
lenska konan til að synda til úr-
slita á HM.
Hrafnhildur hefur bætt sig
gríðarlega og syndir mun hraðar
en hún gerði. Það kristallast í
því að hún skuli komast í úrslit á
HM í sprettsundi eins og 50
metra sund er. Að Ólympíu-
leikunum loknum í London skrif-
aði ég að Eygló væri vonar-
stjarnan í sundinu. Þá var hún
einungis 17 ára og manni fannst
hún eiga meiri möguleika á því
að komast í allra fremstu röð
heldur en Hrafnhildur á þeim
tímapunkti. Eygló er aðeins tví-
tug og hennar ferill er því að
þróast eins og vonast var til.
Hrafnhildur hefur hins vegar náð
lengra en ég bjóst við og hefur
átt magnað ár. Hún gæti verið á
hátindi ferilsins í Ríó að ári.
Ég velti því fyrir mér hvers
vegna íslenska sundfólkið er að
uppskera svo ríkulega árið 2015.
Á Ól 2012 var ekkert þeirra í
undanúrslitum, hvað þá í átta
manna úrslitum. Einhvers staðar
eru einhverjir að gera eitthvað
rétt.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Nettóvöllur, Pepsi-deild karla, 15.
umferð, mánudag 11. ágúst 2015.
Skilyrði: 8 stiga hiti og um 5 vind-
stig úr vestri. Þurrt en alskýjað yfir.
Skot: Keflavík 8 (2) – Fjölnir 8 (6).
Horn: Keflavík 6 – Fjölnir 4.
Keflavík: (4-4-2) Mark: Sindri K.
Ólafsson. Vörn: Guðjón Árni Anton-
íusson, Paul Bignot, Einar Orri Ein-
arsson, Samuel Jimenez. Miðja: Jó-
hann B. Guðmundsson (Leonard
Sigurðsson 68), Frans Elvarsson,
Hólmar Örn Rúnarsson, Magnús Þ.
Matthíasson (Bojan Stefán Ljubicic
88). Sókn: Chukwudi Chijindu (Daní-
el Gylfason 71), Martin Hummervoll.
Fjölnir: (4-4-2) Mark: Þórður Inga-
son. Vörn: Atli Már Þorbergsson
(Arnór Ólafsson 88), Bergsveinn
Ólafsson, Jonatan Neftalí, Viðar Ari
Jónsson. Miðja: Illugi Gunnarsson,
Guðmundur K. Guðmundsson,
Gunnar Már Guðmundsson (Mark
Magee 61), Guðmundur Guðjónsson.
Sókn: Kennie Chopart, Ragnar Leós-
son (Aron Sigurðarson 71).
Dómari: Pétur Guðmundsson – 8
Áhorfendur: 900
Keflavík – Fjölnir 1:1 0:1 Kennie Chopart 43. vannboltann af krafti, saumaði
sig í gegnum vörnina og þrumaði
boltanum í netið.
1:1 Martin Hummervoll 62.skallaði knöttinn í netið eft-
ir sendingu frá Frans Elvarssyni.
I Gul spjöld:Jóhann Birnir (Keflavík) 56.
(mótmæli), Leonard (Keflavík) 73.
(brot), Guðjón (Keflavík) 75. (brot)
I Rauð spjöld: Engin
MM
Enginn
M
Frans Elvarsson (Keflavík)
Martin Hummervoll (Keflavík)
Paul Bignot (Keflavík)
Kennie Chopart (Fjölnir)
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Bergsveinn Ólafarson (Fjölnir)
ÍBV lyfti sér upp í 3. sæti Pepsí-
deildar kvenna í gærkvöldi, alla
vega um stundarsakir, með 5:1 stór-
sigri á botnliði Aftureldingar í Vest-
mannaeyjum.
ÍBV er þá með 22 stig eftir 13
leiki og fór upp fyrir Þór/KA, Val
og Selfoss á einu bretti. Öll nema
Valur eiga þó leik til góða og Fylkir
getur einnig náð 22 stigum í 13. um-
ferðinni. Afturelding er í 10. og
neðsta sætinu með 1 stig.
Markalaust var fyrsta korterið en
engu að síður hafði ÍBV 4:0 yfir að
loknum fyrri hálfleik. Cloe Lacasse
gerði fyrsta markið á 17. mínútu og
þá gafu Mosfellingar eftir. Lacasse
skoraði þá tvívegis í fyrr hálfleik en
síðasra mark hennar kom á 44. mín-
útu. Í millitíðinni skoruðu þær
Kristín Erna Sigurlásdóttir og
Díana Dögg Magnúsdóttir á 20. og
36. mínútu. Kristín Elsa hefur nú
skorað sjö mörk í deildinni í sumar
en Lacasse er með sex mörk. Shan-
eka Gordon er hins vegar marka-
hæst hjá ÍBV með átta mörk en
hún kom ekki við sögu í gærkvöldi.
Mátti gera sé að góðu að sitja á
varamannabekknum.
Í síðari hálfleik létu mörkin bíða
eftir sér þar til á lokamínútunum.
Þá minnkaði Stefanía Valdimars-
dóttir muninn fyrir Aftureldingu í
4:1 en ÍBV svaraði aðeins mínútu
síðar og þar var á ferðinni Guðrún
Bára Magnúsdóttir.
Þrátt fyrir að vera í 3. sæti er
ÍBV langt á eftir efstu liðunum,
Breiðabliki og Stjörnunni, sem eru í
sérflokki hvað stigasöfnun varðar.
ÍBV er tólf stigum á eftir toppliði
Breiðabliks.
Afturelding hefur gert eitt jafn-
tefli og tapað tólf leikjum. Þrátt fyr-
ir það er ekki öll von úti fyrir Mos-
fellinga ef liðið bætir sinn leik. Liðið
er aðeins stigi á eftir Þrótti sem er í
9. sæti og fimm stigum á eftir KR
sem er í 8. sætinu. kris@mbl.is
ÍBV fór upp
um þrjú sæti
með 5:1 sigri
ÍBV situr nú í 3. sæti deildarinnar
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
7 mörk Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur fagnað sjö mörkum í sumar.
Jón Arnór Stef-
ánsson, landsliðs-
maður í körfu-
bolta, gæti verið
á förum frá
spænska liðinu
Unicaja Málaga
eftir eins árs
dvöl. Netmiðill-
inn Karfan.is
hefur þetta eftir
Jóni sem segist
bíða eftir svari frá Málaga.
Karfan hefur eftir Jóni að þjálf-
ari Málaga vilji ólmur halda honum
hjá félaginu en stjórn félagsins sé
með aðrar hugmyndir um hvernig
leikmannahópurinn eigi að vera
samansettur. Sjálfur segist Jón
vilja vera áfram hjá félaginu ef
þjálfarinn fær einhverju ráðið.
Ekki skortir áhuga annarra liða
ef Málaga semur ekki við Jón og
hefur Jón fengið tilboð frá spænsku
félagi en auk þess hafa nokkur sett
sig í samband. Spænska pressan
mun hafa nefnt félögin Murcia, Es-
tudiantes og Zaragoza.
Jón bendir á að ekki sé sjálfsagt
að hann verði á Spáni fari svo að
hann yfirgefi Málaga. Aðrir
áfangastaðir komi einnig til greina
en hann hefur spilað víða í Evrópu
á ferlinum. kris@mbl.is
Jón Arnór
á förum
frá Málaga?
Jón Arnór
Stefánsson
Í KEFLAVÍK
Skúli B. Sigurðsson
skulibsig@mbl.is
Keflavík og Fjölnir mættust í 15.
umferð Pepsi-deildar karla í gær-
kvöldi á Nettóvellinum í gærkvöldi.
Bæði lið í baráttunni en hinsvegar á
sitthvorum staðnum. Á meðan
Fjölnismenn slást um Evrópusæti
eru Keflvíkingar í bullandi vand-
ræðum á botni deildarinnar og
stefna hraðbyri í að slá met með
fæstum stigum yfir heilt sumar.
Eftir 90 mínútna leik skildu liðin
jöfn, 1:1. Bæði mörkin komu eftir
mikla seiglu leikmanna. Kennie
Chopart barði sig í gegnum vörn
Keflavíkur og skoraði glæsilegt
mark á meðan það var Frans Elv-
arsson sem vann boltann með harð-
fylgi og sendi hann snyrtilega á
kollinn á Martin Hummervoll sem
afgreiddi boltann í netið.
Leikur þessi verður hinsvegar
seint talinn til augnakonfekts. Mikið
um misheppnaðar sendingar og lítið
sem ekkert kom upp úr föstum leik-
atriðum sem hefur verið þeim Kefl-
víkingum nánast lifibrauð í sumar.
En hinsvegar var baráttan til staðar
hjá liðunum og hefur kannski gæði
knattspyrnunnar speglast af því.
Það er óhætt að segja að jafntefli
hafi verið sanngjörn niðurstaða þó
svo að hvorugt liðið myndi kannski
viðurkenna það. Fjölnismenn voru
aðgangsharðari framan af leik en
Keflvíkingar komu sprækari til
seinni hálfleiks og sýndu mikla bar-
áttu. Hausverkur Keflvíkinga eykst
með hverju stigi sem tapast. Það er
fátt sem bendir til annars en að þeir
séu að kveðja Pepsi-deildina í bili.
Sumarið hefur verið erfitt fyrir þá
bláklæddu miðað við þær væntingar
sem voru fyrir mót og ofan í allt
hafa meiðsli verið þeim afar dýr.
Ljós punktur hjá þeim í gærkvöldi
var frammistaða Frans Elvarssonar
sem í raun bjargaði stigi fyrir þá og
svo innkoma Leonard Sigurðssonar,
en undirrituðum finnst þessi piltur