Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Síða 13

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Síða 13
Alþingiskosningar 1959 11 Heimildin til þess aS hafa fleiri en einn kjörstað í hreppi eða kaupstað hefur verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í I. töflu (bls. 19). í Reykjavík voru 57 kjördeildir, en annars staðar voru þar flestar 6, á Akureyri. Eftir tölu kjördeilda skiptust sveitarfélög sem hér segir: Sumarkosn. Haustkosn. 1 kjördeild . . . 163 165 2 kjördeildir . . 38 37 3 kjördeildir „ . 17 16 4 kjördeildir . . 6 6 5 kjördeildir . . 2 2 6 kjördeildir . . 1 1 57 kjördeildir . . 1 1 Alls 228 228 4. ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN SVEITARFÉLAGS Á KJÖRDEGI Voting on election day outside voters'home commune Samkvæmt kosningalögunum (sjá 85. gr. laga nr. 80/1942 og samhljóða ákvæði í 82 gr. laga nr. 52/1959) má kjörstjórn leyfa manni^ sem ekki stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vottorði sýslumanns, að hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu og að hann hafi afsalað sér kosningarétti þar. Við kosn- ingamar í júní 1959 greiddu 164 menn atkvæði í öðrum hreppi heldur en þar, sem þeir stóðu á kjörskrá, og var það 0, 2% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. En með því að slíkar utanhreppskosningar gátu aðeins átt sér stað í sýslukjördæmum, en ekki í kaupstöðum, sem voru sérstakt kjördæmi, er réttara að bera tölu þessara atkvæða saman við greidd atkvæði utan kaupstaðarkjördæma. Með því móti verður hlutfalls- talan í sumarkosningunum 0, 4%, eða hin sama og í alþingiskosningum 1956. Við haustkosningárnar 1959 greiddu 268 menn, samkvæmt fyrr greindri heimild, atkvæði á kjördegi utan þess sveitarfélags, þar sem þeir voru á kjörskrá, og var það 0, 3fJo af þeim, sem atkvæði greiddu alls. Slík kosning utan sveitarfélags gat ekki átt sér stað í Reykjavík, en í öllum öðrum kjördæmum, og er því réttara að bera tölu þessara atkvæða saman við greidd atkvæði utan Reykjavíkur. Með því móti verður hlutfallstalan í haustkosningunum 0, 5°]o. í töflum II og VI (bls. 25 og 44) er sýnt, hve margir kusu á þennan hátt í hverju kjördæmi á landinu, og í 1. yfirliti (bls. 9), hve margir það hafa verið í saman- burði við þá, sem atkvæði greiddu alls í kjördæminu. í sumarkosningunum voru þeir tiltölulega flestir í Vestur-Skaftafellssýslu (2,1%), en í haustkosningunum í Austurlandskjördæmi (1, 5(7o). 5. BRÉFLEG ATKVÆÐI Votes by letter Þeir, sem staddir eru, eða gera ráð fyrrir að vera staddir, utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna réttar til Jtess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjördæmi, mega greiða atkvæði bréflega utan kjörfundar í skrifstofu sýslumanns eða bæjarfó- geta, hjá hreppstjóra, um borð í íslenzku skipi, hjá íslenzkum sendiráðum og út- sendum ræðismönnum erlendis, svo og hjá íslenzkurr. kjörræðismönnum, sem eru af íslenzku bergi brotnir og skilja íslenzku. Samkvæmt 74. gr. laga nr. 80/1942, um kosningar til Alþingis, Jturftu slík atkvæði að vera komin í kjördeild, þar sem hlutaðeigandi var á kjörskra, áður en kjörfundi lyki. Þessu var breytt með nýju kosn- ingalögunum, nr. 52/1959. Samkvæmt 5. málsgr. 71. gr. þeirra laga er nægjanlegt,

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.